Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Sólveig Anna setur skilyrði fyrir fundi með Degi

Borg­ar­stjóri og formað­ur Efl­ing­ar standa í skeyta­send­ing­um á Face­book. Dag­ur B. Eggerts­son vill hitta Sól­veigu Önnu Jóns­dótt­ur á fundi. Hún er til­bú­in til þess að upp­fyllt­um skil­yrð­um.

Sólveig Anna setur skilyrði fyrir fundi með Degi
Standa í skeytasendingum Skeyti fljúga milli borgarstjóra og formanns Eflingar á samfélagsmiðlum.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist tilbúin til að hitta Dag B. Eggertsson borgarstjóra á fundi til að ræða kjaradeilu stéttarfélagsins við borgina eins og Dagur bauð í gær á Facebook-síðu sinni. Hún setur þó tvö skilyrði fyrir því og gangi Dagur að þeim segist Sólveig tilbúin til að hitta hann á fundi hvenær sem honum henti.

Klukkan ellefu árdegis í gær sendi Efling Degi tilboð um tveggja sólarhringa frestun á verkfalli stéttarfélagsins. Svo að til þess kæmi fór Efling hins vegar fram á að Dagur undirritaði svokallað Kastljóstilboð, tilboð sem Dagur setti fram í Kastljósi 19. febrúar síðastliðinn. Það innibar að hækkun grunnlauna Eflingarfólks yrðu á bilinu 100 til 110 þúsund krónur á samningstímanum. Tilboðið tók ekki til annarra þátta, svo sem álagsgreiðslna eða uppbóta.

Tilboð Eflingar stóð til klukkan fjögur síðdegis í gær en ekkert svar barst frá borgarstjóra fyrir þann tíma. Dagur birti hins vegar á sjötta tímanum í gær færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann sagðist fagna því að Efling opnaði á að fresta verkfalli. „Ég stend að sjálfsögðu við allt sem ég sagði í Kastljósi á sínum tíma en það er ekki gagnlegt þegar reynt er að að snúa út úr þeim yfirlýsingum eða standa í skeytasendingum í fjölmiðlum til að leysa kjaradeilur. Gott tilboð borgarinnar um að hækka laun Eflingarfólks hjá borginni liggur fyrir, með sérstakri áherslu á að bæta lægstu laun og kjör kvennastétta. Tilboðið er á grunni lífskjarasamninganna, með lengingu orlofs og útfærslu á styttingu vinnuvikunnar. Í stað þess að standa í frekari skeytasendingum í fjölmiðlum vil ég bjóða Sólveigu Önnu formann Eflingar til fundar til að ræða hina erfiðu stöðu viðræðna og hvar ber á milli aðila.“ Þetta svar sendi Dagur á Eflingu, eftir klukkan fjögur í gær.

Sólveig Anna hefur nú svarað Degi, á hans Facebook-síðu, og segist tilbúin til að hitta hann á fundi svo sem hann leggi til, en þó með tveimur skilyrðum. „Í fyrsta lagi að þú birtir opinberlega það tilboð (glærurnar) sem samninganefnd minni var kynnt á samningafundi 19. febrúar, daginn sem þú mættir í Kastljóssviðtalið, þannig að allir geti borið tilboðið saman við ummæli þín í Kastljósinu.

Í öðru lagi að þú fallist á að mæta mér eða öðrum fulltrúa Eflingar í setti í útvarps- eða sjónvarpsviðtali áður en vikan er úti.

Ef þú fellst á þetta þá skal ég koma og hitta þig til fundar á hvaða tíma sem hentar þér.

Kveðja, Sólveig Anna Jónsdóttir.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
3
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.
Stuðlar: „Með börn sem voru sekúndum frá því að deyja“
4
VettvangurTýndu strákarnir

Stuðl­ar: „Með börn sem voru sek­únd­um frá því að deyja“

Mann­skæð­ur bruni, starfs­mað­ur með stöðu sak­born­ings og fíkni­efn­in flæð­andi – þannig hafa frétt­irn­ar ver­ið af Stuðl­um. Starfs­menn segja mik­ið geta geng­ið á. „Þetta er stað­ur­inn þar sem börn­in eru stopp­uð af,“ seg­ir starf­andi for­stöðu­mað­ur. Flest­ir sem þang­að koma hafa orð­ið fyr­ir al­var­leg­um áföll­um og bera sár sem get­ur tek­ið æv­ina að gróa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár