Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Sólveig Anna setur skilyrði fyrir fundi með Degi

Borg­ar­stjóri og formað­ur Efl­ing­ar standa í skeyta­send­ing­um á Face­book. Dag­ur B. Eggerts­son vill hitta Sól­veigu Önnu Jóns­dótt­ur á fundi. Hún er til­bú­in til þess að upp­fyllt­um skil­yrð­um.

Sólveig Anna setur skilyrði fyrir fundi með Degi
Standa í skeytasendingum Skeyti fljúga milli borgarstjóra og formanns Eflingar á samfélagsmiðlum.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist tilbúin til að hitta Dag B. Eggertsson borgarstjóra á fundi til að ræða kjaradeilu stéttarfélagsins við borgina eins og Dagur bauð í gær á Facebook-síðu sinni. Hún setur þó tvö skilyrði fyrir því og gangi Dagur að þeim segist Sólveig tilbúin til að hitta hann á fundi hvenær sem honum henti.

Klukkan ellefu árdegis í gær sendi Efling Degi tilboð um tveggja sólarhringa frestun á verkfalli stéttarfélagsins. Svo að til þess kæmi fór Efling hins vegar fram á að Dagur undirritaði svokallað Kastljóstilboð, tilboð sem Dagur setti fram í Kastljósi 19. febrúar síðastliðinn. Það innibar að hækkun grunnlauna Eflingarfólks yrðu á bilinu 100 til 110 þúsund krónur á samningstímanum. Tilboðið tók ekki til annarra þátta, svo sem álagsgreiðslna eða uppbóta.

Tilboð Eflingar stóð til klukkan fjögur síðdegis í gær en ekkert svar barst frá borgarstjóra fyrir þann tíma. Dagur birti hins vegar á sjötta tímanum í gær færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann sagðist fagna því að Efling opnaði á að fresta verkfalli. „Ég stend að sjálfsögðu við allt sem ég sagði í Kastljósi á sínum tíma en það er ekki gagnlegt þegar reynt er að að snúa út úr þeim yfirlýsingum eða standa í skeytasendingum í fjölmiðlum til að leysa kjaradeilur. Gott tilboð borgarinnar um að hækka laun Eflingarfólks hjá borginni liggur fyrir, með sérstakri áherslu á að bæta lægstu laun og kjör kvennastétta. Tilboðið er á grunni lífskjarasamninganna, með lengingu orlofs og útfærslu á styttingu vinnuvikunnar. Í stað þess að standa í frekari skeytasendingum í fjölmiðlum vil ég bjóða Sólveigu Önnu formann Eflingar til fundar til að ræða hina erfiðu stöðu viðræðna og hvar ber á milli aðila.“ Þetta svar sendi Dagur á Eflingu, eftir klukkan fjögur í gær.

Sólveig Anna hefur nú svarað Degi, á hans Facebook-síðu, og segist tilbúin til að hitta hann á fundi svo sem hann leggi til, en þó með tveimur skilyrðum. „Í fyrsta lagi að þú birtir opinberlega það tilboð (glærurnar) sem samninganefnd minni var kynnt á samningafundi 19. febrúar, daginn sem þú mættir í Kastljóssviðtalið, þannig að allir geti borið tilboðið saman við ummæli þín í Kastljósinu.

Í öðru lagi að þú fallist á að mæta mér eða öðrum fulltrúa Eflingar í setti í útvarps- eða sjónvarpsviðtali áður en vikan er úti.

Ef þú fellst á þetta þá skal ég koma og hitta þig til fundar á hvaða tíma sem hentar þér.

Kveðja, Sólveig Anna Jónsdóttir.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár