Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Sólveig Anna setur skilyrði fyrir fundi með Degi

Borg­ar­stjóri og formað­ur Efl­ing­ar standa í skeyta­send­ing­um á Face­book. Dag­ur B. Eggerts­son vill hitta Sól­veigu Önnu Jóns­dótt­ur á fundi. Hún er til­bú­in til þess að upp­fyllt­um skil­yrð­um.

Sólveig Anna setur skilyrði fyrir fundi með Degi
Standa í skeytasendingum Skeyti fljúga milli borgarstjóra og formanns Eflingar á samfélagsmiðlum.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist tilbúin til að hitta Dag B. Eggertsson borgarstjóra á fundi til að ræða kjaradeilu stéttarfélagsins við borgina eins og Dagur bauð í gær á Facebook-síðu sinni. Hún setur þó tvö skilyrði fyrir því og gangi Dagur að þeim segist Sólveig tilbúin til að hitta hann á fundi hvenær sem honum henti.

Klukkan ellefu árdegis í gær sendi Efling Degi tilboð um tveggja sólarhringa frestun á verkfalli stéttarfélagsins. Svo að til þess kæmi fór Efling hins vegar fram á að Dagur undirritaði svokallað Kastljóstilboð, tilboð sem Dagur setti fram í Kastljósi 19. febrúar síðastliðinn. Það innibar að hækkun grunnlauna Eflingarfólks yrðu á bilinu 100 til 110 þúsund krónur á samningstímanum. Tilboðið tók ekki til annarra þátta, svo sem álagsgreiðslna eða uppbóta.

Tilboð Eflingar stóð til klukkan fjögur síðdegis í gær en ekkert svar barst frá borgarstjóra fyrir þann tíma. Dagur birti hins vegar á sjötta tímanum í gær færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann sagðist fagna því að Efling opnaði á að fresta verkfalli. „Ég stend að sjálfsögðu við allt sem ég sagði í Kastljósi á sínum tíma en það er ekki gagnlegt þegar reynt er að að snúa út úr þeim yfirlýsingum eða standa í skeytasendingum í fjölmiðlum til að leysa kjaradeilur. Gott tilboð borgarinnar um að hækka laun Eflingarfólks hjá borginni liggur fyrir, með sérstakri áherslu á að bæta lægstu laun og kjör kvennastétta. Tilboðið er á grunni lífskjarasamninganna, með lengingu orlofs og útfærslu á styttingu vinnuvikunnar. Í stað þess að standa í frekari skeytasendingum í fjölmiðlum vil ég bjóða Sólveigu Önnu formann Eflingar til fundar til að ræða hina erfiðu stöðu viðræðna og hvar ber á milli aðila.“ Þetta svar sendi Dagur á Eflingu, eftir klukkan fjögur í gær.

Sólveig Anna hefur nú svarað Degi, á hans Facebook-síðu, og segist tilbúin til að hitta hann á fundi svo sem hann leggi til, en þó með tveimur skilyrðum. „Í fyrsta lagi að þú birtir opinberlega það tilboð (glærurnar) sem samninganefnd minni var kynnt á samningafundi 19. febrúar, daginn sem þú mættir í Kastljóssviðtalið, þannig að allir geti borið tilboðið saman við ummæli þín í Kastljósinu.

Í öðru lagi að þú fallist á að mæta mér eða öðrum fulltrúa Eflingar í setti í útvarps- eða sjónvarpsviðtali áður en vikan er úti.

Ef þú fellst á þetta þá skal ég koma og hitta þig til fundar á hvaða tíma sem hentar þér.

Kveðja, Sólveig Anna Jónsdóttir.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
5
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár