Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Sigríður Andersen varar við útþenslu Mannréttindadómstóls Evrópu

Fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra ótt­ast að dóm­stóll­inn gæti graf­ið und­an lýð­ræði að­ild­ar­ríkj­anna. Dóm­stóll­inn dæmdi ís­lenska rík­ið brot­legt þeg­ar hún skip­aði dóm­ara við Lands­rétt.

Sigríður Andersen varar við útþenslu Mannréttindadómstóls Evrópu
Sigríður Andersen Sigríður sagði af sér sem dómsmálaráðherra í kjölfar niðurstöðu MDE í máli Landsréttar. Mynd: Pressphotos.biz

Sigríður Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir að það yrði nöturlegt ef að á 100 ára afmælisári Hæstaréttar yrðu dómar sem varða Ísland kveðnir upp af dómurum erlendis við Mannréttindadómstól Evrópu (MDE). Skrifar hún grein í Morgunblaðið í dag um málið, sem ber titilinn „Til hvers að verða 100 ára?“

Stundin greindi frá því á mánudag að lögmönnum þætti undarlegt að danski prófessorinn Mads Bryde Andersen hafi verið valinn til að halda ávarp á afmælissamkomu Hæstaréttar um helgina. Hefur hann verið gagnrýninn á MDE og sagt dómstólinn fela í sér ógn við lýðræðið.

Fyrir yfirdeild MDE liggur nú mál sem varðar íslenska réttarkerfið. MDE dæmdi í mars í fyrra íslenska ríkið brotlegt vegna vinnubragða Sigríðar Andersen, þá dómsmálaráðherra, þegar hún skipaði fjóra dómara við Landsrétt í trássi við mat hæfnisnefndar sumarið 2017. Sagði hún af sér í kjölfarið. Íslensk stjórnvöld áfrýjuðu málinu til yfirdeildar MDE og fór málflutningur fram 5. febrúar síðastliðinn, en tekið gæti 12 til 18 mánuði að fá niðurstöðu.

„Æ oftar heyrist hins vegar að menn ætli með sín dómsmál „alla leið“ og er þá oftast verið að vísa til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE),“ skrifar Sigríður. „Menn mega hins vegar ekki missa sjónar á því atriði einmitt að MDE er samstarf ríkja en ekki yfirþjóðlegt vald yfir aðildarríkjunum.“ 

Í greininni gagnrýnir Sigríður dómstólinn fyrir formgalla og langa málsmeðferð. „Efnislega hefur MDE síðustu áratugi þanið út valdheimildir sínar með því sem hann sjálfur kallar „lifandi lögskýringar“ en gagnrýnendur erlendis hafa kallað „aktívisma“. Þannig hefur MDE kosið að gefa sáttmálanum þá merkingu sem dómstóllinn telur við hæfi hverju sinni, alveg óháð skýrum texta sáttmálans. Væru niðurstöður MDE bindandi að landsrétti væri MDE að stíga varhugaverð skref inn í löggjafarstarf aðildarríkjanna og grafa þar með undan lýðræði ríkjanna,“ skrifar hún.

„Efnislega hefur MDE síðustu áratugi þanið út valdheimildir sínar“

Sigríður segir að hér á landi sé samstaða um öll þau atriði sem mannréttindasáttmálinn tekur til. „Málefnaleg gagnrýni á starfsemi MDE og „lifandi“ túlkun hans á sáttmálanum er ekki á nokkurn hátt aðför að mannréttindum eða mannréttindabaráttu. Þeir sem bregðast við slíkri gagnrýni með hneykslan eða þöggun gera ekki annað en að renna stoðum undir réttmæti gagnrýninnar,“ skrifar hún.

Telur hún fullt tilefni til að fagna þróun dómstóla hér á landi. „Mikilvægar réttarbætur sem gerðar hafa verið á þessum árum eftir lýðræðislega umfjöllun löggjafans eru til vitnis um það að ferillinn er heilt yfir farsæll.“

Segir hún að það hafi tekið áratuga baráttu að fá æðsta dómsvaldið til Íslands þegar fullveldi fékkst frá Dönum. „Með flutningi Hæstaréttar frá Danmörku til Íslands varð sú grundvallarbreyting á dómum um íslensk málefni að þeir voru nú kveðnir upp af dómurum sem þurfa sjálfir að búa við dómana. Það væri nöturlegt ef á þessu afmælisári yrði breyting þar á.“

Ísland fullgilti mannréttindasáttmála Evrópu árið 1953 og lögfesti hann árið 1994. Samkvæmt 2. gr. laganna um mannréttindasáttmála Evrópu eru úrlausnir Mannréttindadómstóls Evrópu ekki bindandi að íslenskum landsrétti. Í 46. gr. sáttmálans kemur þó fram að samningsaðilar séu skuldbundnir til að hlíta endanlegum dómi dómstólsins í hverju því máli sem þeir eru aðilar að.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Skipun dómara við Landsrétt

Saga Landsréttarmálsins: Hver ber ábyrgð?
ÚttektSkipun dómara við Landsrétt

Saga Lands­rétt­ar­máls­ins: Hver ber ábyrgð?

Yf­ir­deild MDE átel­ur Sig­ríði And­er­sen, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra, fyr­ir þátt henn­ar í Lands­rétt­ar­mál­inu. Hæstirétt­ur og Al­þingi, þá und­ir meiri­hluta Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisn­ar og Bjartr­ar fram­tíð­ar, fá einnig gagn­rýni. Yf­ir­deild­in seg­ir gjörð­ir Sig­ríð­ar vekja rétt­mæt­ar áhyggj­ur af póli­tískri skip­un dóm­ara.
Fjölskylduvítið
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
PistillSkipun dómara við Landsrétt

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Fjöl­skyldu­vít­ið

Ís­lenska stjórn­mála­fjöl­skyld­an hef­ur öll meg­in­ein­kenni sjúkr­ar fjöl­skyldu út frá kenn­ing­um um með­virkni enda al­in upp við sjúk­leg­ar að­stæð­ur. Í því ljósi er for­vitni­legt að skoða „póli­tískt at og óvirð­ingu Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins í Strass­bourg við Al­þingi Ís­lend­inga“ sem „skipt­ir víst engu máli þeg­ar upp er stað­ið“.
Yfirlýstur andstæðingur Mannréttindadómstólsins flutti erindi á afmæli Hæstaréttar
FréttirSkipun dómara við Landsrétt

Yf­ir­lýst­ur and­stæð­ing­ur Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins flutti er­indi á af­mæli Hæsta­rétt­ar

Dansk­ur pró­fess­or sem er þekkt­ur fyr­ir að vilja að Dan­ir hætti að lúta dóm­um Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu flutti ávarp á af­mæl­is­sam­komu Hæsta­rétt­ar. Boð­ið vek­ur at­hygli þar sem máls­með­ferð Ís­lands vegna Lands­rétt­ar­máls­ins hjá yf­ir­deild MDE stend­ur nú yf­ir.

Mest lesið

Alls konar fólk sem þarf aðstoð: „Það getur eitthvað komið fyrir hjá öllum“
3
FréttirJólin

Alls kon­ar fólk sem þarf að­stoð: „Það get­ur eitt­hvað kom­ið fyr­ir hjá öll­um“

Fjöl­breytt­ur hóp­ur sæk­ir matarað­stoð fyr­ir jól­in en út­lit er fyr­ir að svip­að marg­ir þurfi á slíkri að­stoð að halda í ár og í fyrra, um 4.000 heim­ili ef lit­ið er til að­stoð­ar Hjálp­ar­starfs kirkj­unn­ar og Mæðra­styrksnefnd­ar. Há leiga eða há­ar af­borg­an­ir eru að sliga marga sem þurfa að sækja sér að­stoð.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár