Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Mögulegt að Samherji hafi ekki veitt DNB fullnægjandi svör um mútugreiðslur

DNB, stærsti banki Nor­egs, lok­aði á Sam­herja í kjöl­far eig­in rann­sókn­ar á við­skipt­um fé­lags­ins. Björgólf­ur Jó­hanns­son, for­stjóri Sam­herja, seg­ir að Sam­herji hafi þá þeg­ar flutt við­skipti sín, en neit­ar að segja hvert við­skipt­in hafi ver­ið flutt. „Svör okk­ar voru full­nægj­andi að okk­ar mati,“ seg­ir hann.

Mögulegt að Samherji hafi ekki veitt DNB fullnægjandi svör um mútugreiðslur
Ólíklegt að engar skýringar hafi verið veittar

Mögulegt er að þau svör sem útgerðarfélagið Samherji veitti DNB bankanum um þau viðskipti sem félagið stundaði í gegnum bankann hafi verið ófullnægjandi að mati bankans og að þar af leiðandi hafi bankinn slitið viðskiptasambandið við Samherja.

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Samherja, segir hins vegar við Stundina að Samherji hafi talið þau svör sem útgerðin veitti DNB hafi verið fullnægjandi.

„Svör okkar voru fullnægjandi að okkar mati,“ segir hann í sms-skilaboðum þar sem hann jafnframt gagnrýnir DNB fyrir meintan leka á upplýsingum um slit viðskiptasambandins í fjölmiðla.

„Svör okkar voru fullnægjandi að okkar mati“

Talsmaður DNB-bankans vill ekkert segja um ástæður þess að endir var bundinn á viðskiptasambandið við Samherja. „Við höfum ekkert meira að segja um þetta. Nú munum við einbeita okkur að því að aðstoða Ökokrim við þá rannsókn sem stendur yfir hjá stofnuninni,“ segir upplýsingafulltrúi DNB, Even Westerveld, í símasamtali við Stundina.

 Þegar Stundin segir Björgólfi að DNB vilji ekki svara því af hverju bankinn lokaði á Samherja vegna bankaleyndar segir forstjórinn að DNB hafi ekki gefið Samherja neinar skýringar á því af hverju viðskiptasambandinu var sagt upp. „Það er rétt. Hins vegar má velta fyrir sér bankaleynd hjá þeim í ljósi „leka“ frá bankanum,“ og er ljóst að forstjórinn kennir DNB um að lokun Samherja hjá DNB sé orðin opinber en slíkar fréttir geta aukið orðsporsáhættu Samherja. 

Even Westerveld vill ekki tjá sig um hvort það sé rétt að Samherji hafi ekki fengið neinar skýringar á lokuninni á viðskiptum félagsins og vísar til bankaleyndar. 

„Nú munum við einbeita okkur að því að aðstoða Ökokrim“

Mútur greiddar úr DNB-bankanum

Samherji hafði notað DNB-bankann sem sinn helsta viðskiptabanka erlendis frá árinu 2008 og verið með fjölmarga bankareikninga þar. Sagt var frá í nóvember í Kveik og Stundinni, í samstarfi við Wikileaks, að bankinn hafi lokað á viðskipti félagsins Cape Cod FS á Marshall-eyjum í DNB en þetta félag hafði verið notað til að greiða laun sjómanna Samherja í Afríku, meðal annars í Namibíu þar sem Samherji hafði mútað ráðamönnum til að fá aðgang að hestamakrílskvótum á árunum 2012 til 2019. DNB vissi ekki hver væri endanlegur eigandi Cape Cod FS og þar af leiðandi var hætta á að félagið yrði notað til að stunda peningaþvætti. 

Þá kom einnig fram í umfjöllununum að Samherji hafði notað bankareikninga sína í DNB bankanum til að greiða umræddar mútur til ráðamannanna í Namibíu. Meðal annars var um að ræða mörg hundruð milljóna króna millifærslur til félags í Dubaí af reikningi kýpverska eignarhaldsfélagsins Esju Seafood Limited í DNB-bankanum. 

Í kjölfar þessara frétta hrundi hlutabréfaverð í DNB-bankanum vegna þess gagnrýna umtals sem var um bankann í fjölmiðlum. 

Glæpsamleg athæfi ein forsenda slita

DNB hóf innri athugun á viðskiptum Samherja í gegnum bankann í nóvember líkt og áðurnefndur upplýsingafulltrúi, Even Westerveld, sagði við Stundina.

„DNB rannsakar þetta til að komast að staðreyndum. Svo er það lögreglan sem verður að segja til um hvort þetta tiltekna félag hafi brotið lög eða ekki. Ef niðurstaðan verður að félag hafi notað bankakerfi DNB til að fremja glæpi þá mun það að sjálfsögðu hafa áhrif á viðskiptasamband þess við bankann.“ 

„DNB rannsakar þetta til að komast að staðreyndum.“

Í nóvember, þegar Westerveld sagði þetta, var hins vegar ekki búið að slíta viðskiptasambandinu við Samherja en í kjölfarið hóf bankinn athugun á viðskiptum Samherja sem meðal annars fól í sér að Samherji þurfti að svara spurningum um þessi viðskipti. Um svipað leyti hóf norska efnahagsbrotadeildin Ökokrim rannsókn á umræddum viðskiptum Samherja í gegnum DNB-bankann og kom fram að DNB myndi aðstoða við hana. 

Bankar geta, í slíkum tilfellum, ákveðið að binda endi á viðskiptasamband við kúnna ef það er metið sem svo að svör fyrirtækisins um það sem til rannsóknar er eru ekki fullnægjandi að mati bankans. 

Tekið skal fram að þó að DNB hafi lokað á viðskiptasambandið við Samherja þá þýðir þetta ekki nauðsynlega að bankinn telji sannað að Samherji hafi stundað glæpsamleg athæfi í gegnum bankann. Nægjanlegt er hins vegar að Samherji hafi ekki gefið nægjanlega greinargóð svör við því sem bankinn og Ökokrim eru að rannsaka. 

Hjälpa ÖkokrimDNB-bankinn aðstoðar norsku efnahagsbrotadeildina við rannsókn Samherjamálsins að sögn upplýsingafulltrúans, Even Westerveld.

Björgólfur: Viðskiptin færð fyrir „lokun“

Björgólfur Jóhannsson segir að Samherji hafi raunar verið búinn að færa viðskipti sín frá DNB-bankanum áður en norski bankinn sagði upp viðskiptasambandinu við félagið um áramótin þar sem félagið hafi reiknað með þessari aðgerð frá DNB. „Viðskiptin vorum við búin að færa fyrir þessa lokun. Reiknuðum með því. Þetta voru ekki mikil viðskipti,“ segir Björgólfur en viðskipti Samherja við DNB snerust fyrst og síðast um fjölmarga bankareikninga sem félagið var með þar, ekki lánaviðskipti. 

Björgólfur vill ekki segja hvert Samherji hefur nú fært viðskipti sín, í hvaða banka. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
„Samherji gegndi lykilhlutverki í þessu hneyksli“ - Opið bréf til forsætisráðherra frá Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

„Sam­herji gegndi lyk­il­hlut­verki í þessu hneyksli“ - Op­ið bréf til for­sæt­is­ráð­herra frá Namib­íu

Slétt­um fjór­um ár­um eft­ir að ljóstr­að var upp um fram­ferði Sam­herja í Namib­íu kall­ar leið­togi namib­ísku stjórn­ar­and­stöð­unn­ar eft­ir því að ís­lensk stjórn­völd taki ábyrgð, í opnu bréfi til for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands. Hundrað millj­óna rík­is­styrk­ur til Sam­herja vek­ur reiði í Namib­íu.
Lögmaður namibískra sjómanna við Samherja: „Borgið það sem þið skuldið þeim“
RannsóknirSamherjaskjölin

Lög­mað­ur namib­ískra sjó­manna við Sam­herja: „Borg­ið það sem þið skuld­ið þeim“

Lög­mað­ur skip­verj­anna tutt­ugu og þriggja sem dæmd­ar voru bæt­ur vegna ólög­legr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, kall­ar eft­ir því að Ís­lend­ing­ar axli ábyrgð á fram­komu sinni í Namib­íu. Það stand­ist enga skoð­un að Sam­herji hafi ekki vit­að af mál­inu. For­stjóri Sam­herja lof­aði því að fyr­ir­tæk­ið myndi sjá til þess að stað­ið yrði við all­ar skuld­bind­ing­ar og sér­stak­lega hug­að að sjó­mönn­um sem starf­að hefðu fyr­ir fé­lag­ið.
Namibískir sjómenn stefna Samherjamanni eftir tveggja ára bið eftir bótum
FréttirSamherjaskjölin

Namib­ísk­ir sjó­menn stefna Sam­herja­manni eft­ir tveggja ára bið eft­ir bót­um

Á þriðja tug namib­ískra sjó­manna sem voru dæmd­ar bæt­ur vegna ólög­mætr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, hafa enn ekki feng­ið þær greidd­ar. Lög­mað­ur þeirra gagn­rýn­ir for­svars­menn Sam­herja fyr­ir að gang­ast ekki við ábyrgð sinni og hef­ur nú stefnt ein­um stjórn­anda Sam­herja og dótt­ur­fé­lagi þess, fyr­ir dóm í Namib­íu.

Mest lesið

„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
5
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
6
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár