Hætta að birta efni úr eftirlitsmyndavélum

Til­laga full­trúa Sjálf­stæð­is­flokks um að birta ekki upp­tök­ur á vefn­um var sam­þykkt í gær. Mynda­vél­um hef­ur fjölg­að víða um land síð­ustu ár.

Hætta að birta efni úr eftirlitsmyndavélum
Hildur Björnsdóttir og Katrín Atladóttir Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja draga úr rafrænu eftirliti.

Skipulags- og umhverfisráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í gær tillögu Sjálfstæðisflokksins um að hætta að birta efni úr rafrænum eftirlitsmyndavélum sínum á vefnum.

Umhverfis- og skipulagssvið starfrækir átta eftirlitsmyndavélar í borginni með það að markmiði að fylgjast með færð vega. „Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins líta ekki svo á að fylgjast þurfi með færð á sumrin og ekki að efnið þurfi að vera aðgengilegt öllum á vefsíðu Vegagerðarinnar,“ segir í tillögunni, sem Hildur Björnsdóttir og Katrín Atladóttir stóðu að. „Þegar kemur að rafrænu eftirliti er mikilvægt að stíga varlega til jarðar. Friðhelgi einkalífsins á að vega þyngra en þörf almennings til að fylgjast með umferð og færð á vegum í þéttbýli.

Tillagan var lögð fram af fulltrúum Sjálfstæðisflokksins og var hún samþykkt með stuðningi allra fulltrúa nema Mörtu Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. „Vegaeftirlitið er framkvæmt í öryggisskyni og er haldið úti á 8 stöðum í borginni á snjóþyngstu svæðunum og því haldið úti með rafrænum hætti með myndavélum sem taka mynd á 5- 10 mínútna fresti þar sem einstaklingar og bílnúmer eru ekki greinanleg,“ lét hún bóka á fundi ráðsins. „Þessi vöktun auðveldar íbúum að fylgjast með færð og ýtir undir umferðaröryggi. Með ofangreindar staðreyndir í huga að ekki sé hægt að greina persónur og bílnúmer er ekki séð að það bitni á friðhelgi einkalífsins.“

Eftirlitsmyndavélum hefur fjölgað víða um land á undanförnum árum. Embætti Ríkislögreglustjóra hefur aukið við geymslugetu miðlægs gagnagrunns síns, sem hefur gefið lögregluembættum víða um land tækifæri til að fjölga eftirlitsmyndavélum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
6
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár