Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Hætta að birta efni úr eftirlitsmyndavélum

Til­laga full­trúa Sjálf­stæð­is­flokks um að birta ekki upp­tök­ur á vefn­um var sam­þykkt í gær. Mynda­vél­um hef­ur fjölg­að víða um land síð­ustu ár.

Hætta að birta efni úr eftirlitsmyndavélum
Hildur Björnsdóttir og Katrín Atladóttir Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja draga úr rafrænu eftirliti.

Skipulags- og umhverfisráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í gær tillögu Sjálfstæðisflokksins um að hætta að birta efni úr rafrænum eftirlitsmyndavélum sínum á vefnum.

Umhverfis- og skipulagssvið starfrækir átta eftirlitsmyndavélar í borginni með það að markmiði að fylgjast með færð vega. „Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins líta ekki svo á að fylgjast þurfi með færð á sumrin og ekki að efnið þurfi að vera aðgengilegt öllum á vefsíðu Vegagerðarinnar,“ segir í tillögunni, sem Hildur Björnsdóttir og Katrín Atladóttir stóðu að. „Þegar kemur að rafrænu eftirliti er mikilvægt að stíga varlega til jarðar. Friðhelgi einkalífsins á að vega þyngra en þörf almennings til að fylgjast með umferð og færð á vegum í þéttbýli.

Tillagan var lögð fram af fulltrúum Sjálfstæðisflokksins og var hún samþykkt með stuðningi allra fulltrúa nema Mörtu Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. „Vegaeftirlitið er framkvæmt í öryggisskyni og er haldið úti á 8 stöðum í borginni á snjóþyngstu svæðunum og því haldið úti með rafrænum hætti með myndavélum sem taka mynd á 5- 10 mínútna fresti þar sem einstaklingar og bílnúmer eru ekki greinanleg,“ lét hún bóka á fundi ráðsins. „Þessi vöktun auðveldar íbúum að fylgjast með færð og ýtir undir umferðaröryggi. Með ofangreindar staðreyndir í huga að ekki sé hægt að greina persónur og bílnúmer er ekki séð að það bitni á friðhelgi einkalífsins.“

Eftirlitsmyndavélum hefur fjölgað víða um land á undanförnum árum. Embætti Ríkislögreglustjóra hefur aukið við geymslugetu miðlægs gagnagrunns síns, sem hefur gefið lögregluembættum víða um land tækifæri til að fjölga eftirlitsmyndavélum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
3
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár