Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Eignaðist perluvinkonu, þökk sé Marilyn Manson

Fata- og tex­tíl­hönn­uð­ur­inn Tanja Huld Levý Guð­munds­dótt­ir lýs­ir því hvernig henni áskotn­að­ist ævi­löng vinátta, þökk sé skamm­lífu goth-tíma­bili.

Þegar ég var þrettán ára og nýbyrjuð í Hagaskóla þá ætlaði ég aldeilis að vekja athygli og sýna hver ég væri. Ég var enn þá að finna mig, en á þessu tímabili ákvað ég að vera gothari. Ég var í risastórum svörtum buxum sem fengust í Spúútnik og svörtum bol með svartan „eyeliner“. Ég sat fyrir utan skólastofuna að bíða eftir næsta tíma og gaf frá mér orku sem sagði að ég nennti ekki að vera hérna, að ég væri of töff fyrir það.

Þá virti stelpa, sem ég þekkti ekki, mig fyrir sér og spurði hvort ég fílaði Marilyn Manson. Ég svaraði játandi og þá sagði hún: „Sjáðu þetta“ og benti á Marilyn Manson-lyklakippuna sína. Eftir það urðum við bara perluvinkonur. Það þótti ekki rosalega töff að vera Mansonisti, eins og við vorum kallaðar, á þessum tíma. Við mynduðum síðan hóp í kringum okkur, sem var kallað djúpa liðið, af því að við vorum alltaf að ræða djúpa hluti, en það þótti ekki heldur vera kúl á þessum tíma.

Við erum enn þá bestu vinkonur í dag og erum í vinkvennahópi sem hittist reglulega. Þetta er saga sem við rifjum oft upp og hlæjum að, en það sameinar okkur einmitt að þora að máta mismunandi tjáningu á sjálfsvitund okkar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
3
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár