Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Eignaðist perluvinkonu, þökk sé Marilyn Manson

Fata- og tex­tíl­hönn­uð­ur­inn Tanja Huld Levý Guð­munds­dótt­ir lýs­ir því hvernig henni áskotn­að­ist ævi­löng vinátta, þökk sé skamm­lífu goth-tíma­bili.

Þegar ég var þrettán ára og nýbyrjuð í Hagaskóla þá ætlaði ég aldeilis að vekja athygli og sýna hver ég væri. Ég var enn þá að finna mig, en á þessu tímabili ákvað ég að vera gothari. Ég var í risastórum svörtum buxum sem fengust í Spúútnik og svörtum bol með svartan „eyeliner“. Ég sat fyrir utan skólastofuna að bíða eftir næsta tíma og gaf frá mér orku sem sagði að ég nennti ekki að vera hérna, að ég væri of töff fyrir það.

Þá virti stelpa, sem ég þekkti ekki, mig fyrir sér og spurði hvort ég fílaði Marilyn Manson. Ég svaraði játandi og þá sagði hún: „Sjáðu þetta“ og benti á Marilyn Manson-lyklakippuna sína. Eftir það urðum við bara perluvinkonur. Það þótti ekki rosalega töff að vera Mansonisti, eins og við vorum kallaðar, á þessum tíma. Við mynduðum síðan hóp í kringum okkur, sem var kallað djúpa liðið, af því að við vorum alltaf að ræða djúpa hluti, en það þótti ekki heldur vera kúl á þessum tíma.

Við erum enn þá bestu vinkonur í dag og erum í vinkvennahópi sem hittist reglulega. Þetta er saga sem við rifjum oft upp og hlæjum að, en það sameinar okkur einmitt að þora að máta mismunandi tjáningu á sjálfsvitund okkar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár