Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Óhagstæð lög og stefna stjórnvalda hindrar innflytjendur á vinnumarkaði

Fjöl­menn­ing­ar­ráð Reykja­vík­ur­borg­ar vill að grip­ið verði til að­gerða til að bæta að­gengi inn­flytj­enda að ábyrgð­ar­störf­um. Stefna stjórn­valda skapi jafn­vel fleiri vanda­mál en hún leys­ir.

Óhagstæð lög og stefna stjórnvalda hindrar innflytjendur á vinnumarkaði
Ráðhús Reykjavíkur Fjölmenningaráð hvetur borgina til að grípa til aðgerða í málum innflytjenda.

Reykjavíkurborg þarf að grípa til aðgerða til að bæta aðgengi innflytjenda að ábyrgðarstörfum innan borgarkerfisins og möguleikum til starfsþróunar. Þetta er mat fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar sem samþykkt var á fundi þess á mánudag.

Á fundinum var kynnt skýrsla um jafnrétti innflytjenda á atvinnumarkaði sem unnin var fyrir velferðarráðuneytið í fyrra. Í henni kemur fram að margskonar hindranir standi í vegi menntaðra innflytjenda að vinnu hjá hinu opinbera. „Þar á meðal er ófullnægjandi íslenskukunnátta, sem vegur þungt, en samt sem áður má rekja margar hindranir til óhagstæðra laga og stefnu stjórnvalda, sem og framkvæmdar,“ segir í skýrslunni, sem kynnt var fyrir fjölmenningarráði á fundinum.

Tekið er fram að athuganir sýni að stefnumótun Íslands vegna aðlögunar innflytjenda skapi í raun fleiri hindranir en lausnir fyrir þátttöku innflytjenda í samfélaginu. „Niðurstöður benda jafnframt til þess að flókið sé fyrir innflytjendur að fá menntun sína metna, bæði vegna lagalegra og skipulagslegra hindrana, þar sem gegnsæi skortir og einnig þar sem fleiri en 10 lögaðilar sjá um mat menntunar og reynslu hérlendis.“

Fjölmenningarráð hvetur borgina til að skoða þær hugmyndir að aðgerðum sem nefndar eru í skýrslunni. Á meðal þeirra eru einföldun matsferlis á erlendri menntun og tímabundnar jákvæðar aðgerðir sem miða að samþættingu á vinnumarkaði fyrir innflytjendur almennt sem og konur af erlendum uppruna. Meðal þeirra gætu verið starfsnám, námskeið í stjórnsýslurétti og framkvæmd, brúarnámskeið sem miða að því að fá menntun og reynslu metna, sérsniðin íslenskunámskeið og fleira.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár