Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Svona leit Flateyri út úr lofti eftir snjóflóðin

Snjóflóð­in sem féllu á Flat­eyri á þriðju­dag­inn var eru með allra stærstu flóð­um sem lent hafa á varn­ar­görð­um í heim­in­um. Ljóst er að eigna­tjón er veru­lega mik­ið.

Snjóflóðin sem féllu á Flateyri síðastliðinn þriðjudag voru með allra stærstu snjóflóðum í heiminum sem fallið hafa á varnargarða. Eftir því sem kemur fram á vef Veðurstofu Íslands sýnir skoðun snjóathugunarmanna og sérfræðinga Veðurstofunanr að flóðin flæddu yfir varnargarðanna á stórum köflum og mikinn snjó er að finna milli leiðigarðanna tveggja sem leiða eiga flóðin frá byggðinni. Engin leið er að segja til um fjárhagslegt tjón vegna flóðanna að svo komnu máli en ljóst er að það er verulegt. Í meðfylgjandi myndbandi, sem Önundur Hafsteinn Pálsson tók með dróna, má sjá hvernig umhorfs var á Flateyri á miðvikudaginn, daginn eftir flóðin.

Snjóflóðið sem féll úr Innra-Bæjargili virðist hafa kastast yfir snjóflóðavarnargarðinn sem stendur utar fyrir ofan þorpið, með þeim afleiðingum að flóðtungan lenti á húsi við Ólafstún 14. Þar grófst fjórtán ára stúlka, Alma Sóley Ericsdóttir, undir flóðinu en fyrir alla mildi var henni bjargað af liðsmönnum björgunarsveitarinnar Sæbjargar eftir um 40 mínútur. Alma slasaðist ekki.

Flóðin virðast hafa komið á varnargarðana á miklum hraða og kastast yfir þá þannig að snjór sem er neðan undan þeim er óhreyfður en neðar lentu flóðin við jörðu og sópuðu með sér trjágróðri og skiltum, svo eitthvað sé nefnt. Flóðið sem féll úr Skollahvilft, sem stendur innar en Innra-Bæjargil, fór að hluta yfir varnargarðana en rann að mestu meðfram leiðigarði niður á jafnsléttu, þaðan út í sjó með þeim afleiðingum að flóðbylgja myndaðist, sem aftur hvolfdi sex bátum í höfninni á Flateyri með meðfylgjandi tjóni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Snjóflóð á Flateyri

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“
FréttirSnjóflóð á Flateyri

Björg­un­ar­sveit­ar­mað­ur lýs­ir létt­in­um þeg­ar stúlk­an fannst: „Tíu full­orðn­ir karl­menn grétu á sama tíma“

Magnús Ein­ar Magnús­son, formað­ur björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar Sæ­bjarg­ar á Flat­eyri, seg­ir að tjón á dauð­um hlut­um skipti engu máli. „Ég heyrði nokk­uð sem ég hef aldrei heyrt áð­ur,“ seg­ir hann um augna­blik­ið þeg­ar ung­lings­stúlka fannst á lífi í rúm­inu sínu und­ir snjóflóð­inu.

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
4
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár