Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Nýtt vegabréf breytti lífinu

Ferða­þrá á fer­tugs­aldr­in­um fékk hina banda­rísku Le­ana Clot­hier til að end­ur­nýja vega­bréf sitt. Hún kom til Ís­lands sem ferða­mað­ur, en býr hér í dag með maka sín­um og vinn­ur nú í ferða­þjón­ust­unni.

Fyrsta vegabréfið mitt rann út þegar ég var tólf ára og ég hugsaði ekki um að ferðast fyrr en ég var orðin 30 ára og margir vinir mínir voru erlendis að ferðast. Þá fann ég fyrir innblæstri til að gera slíkt hið sama. Það er algengt fyrir Ameríkana að eiga ekki vegabréf því þú þarft ekki slíkt ef þú ferðast bara innanlands.

Ég bjó í Seattle á þessum tíma en Icelandair var þá með beint flug og auglýsti Ísland úti um allt. Það voru skilti þakin jöklum og strætisvagnar skreyttir norðurljósunum. Ég vann þá sem kennari og nýtti vorfríið í fimm daga ferð hingað og gerði allt það sem Ameríkanar gera venjulega. Ég fór Gullna hringinn, kíkti til Akureyrar í dagsferð og átti það sem ég tel vera einn af uppáhaldsdögum lífs míns á Suðurlandi: Ég komst í tæri við jökul, ég sá norðurljósin með eigin augum og mér tókst að keyra niður afskekktan veg og sá Eyjafjallagosið í fjarska. Þetta var stórmerkileg þrenning á einum frábærum degi.

Ég fór aftur heim til Seattle en var enn hugfangin af Íslandi. Árið eftir sagði ég upp starfi mínu, kom hingað í lengra frí í október, fór á Airwaves-tónlistarhátíðina og kynntist manninum sem er enn þann dag í dag kærasti minn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár