Fréttamaðurinn fyrrverandi Þorbjörn Þórðarson er meðal þeirra sem Samherji hefur fengið til ráðgjafar í kjölfar uppljóstrana Stundarinnar, Kveiks, Wikileaks og Al Jazeera um starfsemi fyrirtækisins í Namibíu. Þetta herma heimildir Stundarinnar.
Þorbjörn bætist í hóp þeirra aðila sem liðsinna Samherja í kjölfar umfjöllunar um starfsemi fyrirtækisins í Namibíu þar sem mútur voru greiddar fyrir aðgang að fiskveiðikvótum. Fyrirtækið sætir einnig mikilli umfjöllun í Noregi þar sem Samherji hefur leitað til þarlendra aðila til að sinna krísustjórnun, samskiptum við fjölmiðla og innri rannsókn á Namibíustarfseminni. Hætti norski bankinn DNB viðskiptum við félag tengt Samherja í skattaskjólinu Marshall-eyjum í Kyrrahafinu í maí í fyrra vegna gruns um peningaþvætti.
Þorbjörn er lögfræðimenntaður og hlaut réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi í vor. Hann var fréttamaður á Stöð 2 í um áratug, en hætti hjá fjölmiðlinum í júlí. Í kjölfarið stofnaði hann LPR lögmannsstofu ásamt Halldóri Reyni Halldórssyni sem samkvæmt heimasíðu sinni lögmennsku og …
Athugasemdir