Samherji var meðal þeirra útgerða sem stunduðu veiðar við strendur Vestur-Sahara án þess að arðurinn af þeim skilaði sér til íbúa svæðisins. Talið var að hagnaður fyrirtækisins af veiðunum árin 2007 til 2011 hafi verið á þriðja milljarð króna, eða um þriðjungur af heildarhagnaði Samherja á tímabilinu.
Veiðarnar fóru fram á grundvelli samninga Evrópusambandsins við Marokkó og voru gríðarlega umdeildar. Fjallaði DV ítarlega um veiðarnar árið 2012. Landsvæði Vestur-Sahara er hernumið af Marokkó, en rúmlega hálf milljón íbúa á svæðinu hefur barist fyrir sjálfstæði undanfarna áratugi. Samherji seldi svo Kötlu Seafood, dótturfélag sitt sem stundaði þessar veiðar, til rússneska útgerðarfyrirtækisins Murmansk Trawl Fleet fyrir 7,7 milljarða árið 2014.
Athugasemdir