Þann 7. apríl 2018 bárust fregnir af því frá Douma í Sýrlandi að allt að 49 hefðu farist og mörg hundruð væru veikir eftir að anda að sér eitruðu gasi. Uppreisnarmenn, sem voru þar að verja eitt síðasta vígi, sögðu að gasið hefði komið úr hylkjum sem hafi verið varpað úr lofti. Aðeins Sýrlandsstjórn kæmi til greina sem sökudólgurinn. Viku síðar gerðu vesturveldin loftárásir á Sýrlandsstjórn til að svara fyrir voðaverkin.
Snemma í borgarastríðinu í Sýrlandi hafði Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseti, markað þá stefnu að notkun efnavopna væri rauð lína sem Sýrlandsstjórn yrði refsað fyrir að stíga yfir. Það vakti því nokkra furðu að Assad forseti skyldi voga sér að beita eiturgasi í íbúabyggð þar sem uppreisnarsveitir voru hvort eð er á undanhaldi. Sjálfur þvertók hann fyrir að árásin hefði átt sér stað og rússneskir bandamenn hans tóku í sama streng. Mikið áróðursstríð hefur geisað á milli þeirra og vesturveldanna …
Athugasemdir