Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sem er í leyfi eftir umfjöllun Wikileaks, Kveiks, Stundarinnar og Al Jazeera um viðskiptahætti félagsins í Namibíu og skattaskjólum, ætlaði að vera þátttakandi í fjárfestahópi Björgólfs Jóhannssonar sem keypti meirihluta í ríkisflugfélagi Grænhöfðaeyja í Afríku fyrr á árinu. Stofnað var íslenskt eignarhaldsfélag utan um fjárfestinguna og var sonur Þorsteins Más, Baldvin Þorsteinsson, stjórnarfomaður félagsins fyrst eftir að það var stofnað, en hætti í stjórninni í lok mars á þessu ári.
Auk þess, eða í staðinn, eru eigendur útgerðarinnar Gjögurs á Grenivík í hluthafahópnum og er Ingi Jóhann Guðmundsson, einn eigandinn, orðinn stjórnarformaður í stað Baldvins. Ingi Jóhann er líka nýr stjórnarformaður Síldarvinnslunnar eftir að Þorsteinn Már hætti í stjórninni í vikunni út af Samherjamálinu í Namibíu.
Íslensku fjárfestarnir eru því komnir í samvinnuverkefni (e. Joint venture) með ríkisvaldinu á Grænhöfðaeyjum.
Tengsl …
Athugasemdir