Þorsteinn Már Baldvinsson, helsti eigandi og fyrrverandi forstjóri Samherja, hefur sagt sig frá stjórnarsetu- og formennsku í Framherja, færeysku félagi Samherja. Þetta kemur fram í frétt á færeyska vefnum VP.
Framherji var stofnaður árið 1994 í félagi við Færeyinga. Framherji gerir út togarana Akraberg, Høgaberg og Fagraberg frá Fuglafirði og hefur Samherji einnig átt frysti- og kæligeymsluna Bergfrost í Fuglafirði frá árinu 2003. Forstjóri Framherja er Anfinn Olsen.
Samherji á um fjórðungshlut í Framherja, sem er eitt stærsta útgerðarfélag Færeyja. Uppljóstranir Stundarinnar, Kveiks, Wikileaks og Al Jazeera um mútugreiðslur Samherja til að öðlast fiskveiðiheimildir í Namibíu hafa vakið mikla athygli þar í landi.
Athugasemdir