Eignarhaldsfélag Samherja, Esja Shipping Limited, millifærði í febrúar í fyrra fjármuni inn á reikning félags sem skráð var í Jónshúsi í Kaupmannahöfn, heimili Jóns Sigurðssonar forseta sem er í eigu íslenska ríkisins. Húsið stendur við götuna Øster Voldgade 1.
Millifærslan inn á danska félagið kemur fram í Samherjaskjölunum sem Stundin fjallar um í samstarfi við Wikileaks, Kveik og Al Jazeera. Kjarninn í þeirri umfjöllun er að Samherji greiddi hundruð milljóna króna í mútur, vel á annan milljarð króna alls, til stjórnmála- og embættismanna í Namibíu í skiptum fyrir tryggðan aðgang að hestamakrílskvóta.
Samherjaskjölin sýna enn fremur 2.6 milljóna millifærslu frá þessu sama Kýpur-félagi Samherja í skattaskjólið Máritíus, 3.6 milljarða króna millifærslu til Íslands og tæplega 190 milljóna króna millifærslu frá namibísku félagi Samherja.
Athugasemdir