Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Lögreglustjórinn vísaði til „listans“ í tölvupósti til ráðherra en segir núna að hann sé ekki til

Sig­ríð­ur Björk Guð­jóns­dótt­ir lög­reglu­stjóri vildi koma til­tekn­um at­rið­um á fram­færi við Ólöfu Nor­dal inn­an­rík­is­ráð­herra. Hún minnt­ist á lista með und­ir­skrift­um lög­reglu­manna sem sagð­ir voru vantreysta til­tekn­um lög­reglu­full­trúa. Nú full­yrð­ir hún við lög­mann manns­ins að þessi listi sé ekki til.

Lögreglustjórinn vísaði til „listans“ í tölvupósti til ráðherra en segir núna að hann sé ekki til

Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, vísaði til þess í tölvupósti sem hún sendi meðal annars Ólöfu Nordal innanríkisráðherra og Ragnhildi Hjaltadóttur ráðuneytisstjóra þann 25. janúar síðastliðinn að lögreglumenn úr fíkniefnadeild hefðu skráð nafn sitt á lista til að lýsa vantrausti í garð samstarfsmanns síns, mannsins sem kallaður hefur verið lögreglufulltrúi x í umfjöllun Stundarinnar og var ranglega sakaður um óeðlileg samskipti við aðila úr fíkniefnaheiminum.

Nýlega sendi Kristján B. Thorlacius, lögmaður lögreglufulltrúans, Sigríði Björk tölvupóst og fór fram á að umræddur listi yrði afhentur skjólstæðingi sínum. Benti lögmaðurinn á að ítrekað hefði verið vísað til listans við meðferð málsins og að fullyrt hefði verið að þar væri að finna nöfn og undirskriftir lögreglumanna sem kvartað hefðu til lögreglustjóra vegna lögreglufulltrúa x. Sigríður Björk svaraði beiðninni 11. júlí síðastliðinn og sagði að í máli lögreglufulltrúans væri ekki að finna neinn slíkan lista.

Samkvæmt heimildum Stundarinnar hefur Sigríður Björk ítrekað vísað til „listans“ í umræðum um málefni fíkniefnadeildar. „Hún var alltaf að veifa þessu, að níu starfsmenn – meirihluti fíkniefnadeildar – hefðu skilað til sín undirritaðri vantraustsyfirlýsingu,“ segir einn af heimildarmönnum blaðsins. Þremur öðrum viðmælendum blaðamanns innan úr lögreglu ber einnig saman um þetta. Þá eru dæmi um að lögreglumenn hafi sjálfir frétt af því að nöfn þeirra væru á „listanum“ hennar Sigríðar Bjarkar en komið af fjöllum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lögregla og valdstjórn

Lögreglan mælir aukna ógn á hryðjuverkum í nýju áhættumati
FréttirLögregla og valdstjórn

Lög­regl­an mæl­ir aukna ógn á hryðju­verk­um í nýju áhættumati

Grein­ing­ar­deild rík­is­lög­reglu­stjóra kynnti fyr­ir skömmu til sög­unn­ar nýtt áhættumat sem legg­ur mat á ógn sem staf­ar af hryðju­verk­um hér á landi. Sam­kvæmt nýju áhættumati er hættu­stig­ið hér á landi met­ið á þriðja stigi af fimm sem þýð­ir að til stað­ar sé ásetn­ing­ur og geta til þess að skipu­leggja hryðju­verk hér á landi.
Lögreglan segir að gildandi lög hafi heft rannsókn á meintum ISIS-liða
FréttirLögregla og valdstjórn

Lög­regl­an seg­ir að gild­andi lög hafi heft rann­sókn á meint­um IS­IS-liða

Þrír menn voru hand­tekn­ir 12. janú­ar síð­ast­lið­inn í um­fangs­mik­illi lög­reglu­að­gerð á Ak­ur­eyri. Tveim­ur var sleppt en sá þriðji, sem var grun­að­ur um að­ild að IS­IS-hryðju­verka­sam­tök­un­um, var send­ur úr landi ásamt fjöl­skyldu sinni. Lög­regla hef­ur lít­ið tjáð sig um mál­ið vegna rann­sókn­ar­hags­muna. Í svör­um lög­reglu við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar er þess þó get­ið að lög­regla hafi ekki ver­ið heim­iilt að nota all­ar upp­lýs­ing­arn­ar sem var miðl­að til henn­ar við rann­sókn máls­ins vegna gild­andi lagaum­hverf­is.
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
FréttirLögregla og valdstjórn

Helm­ing­ur yf­ir­stjórn­enda lög­regl­unn­ar fékk stöð­una án aug­lýs­ing­ar

Ít­rek­að er vikist und­an meg­in­regl­unni um aug­lýs­inga­skyldu þeg­ar ráð­ið er í yf­ir­manns­stöð­ur hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. „Eins og þið þekk­ið eru breyt­ing­ar og aug­lýs­ing­ar á yf­ir­manna­stöð­um sér­stak­lega vel til þess falln­ar að stuðla að óró­leika hjá embætt­inu,“ sagði lög­reglu­stjóri í bréfi til starfs­manna. GRECO hef­ur gagn­rýnt verklag­ið.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár