Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Vill binda í lög að horft sé til loftslagssjónarmiða þegar veittar eru ívilnanir til fjárfestingaverkefna

At­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra mun ekki hafna íviln­ana­beiðn­um nema laga­for­send­ur standi til þess. Katrín Jak­obs­dótt­ir hef­ur lagt fram frum­varp að lofts­lags­sjón­ar­mið fái vægi sem eitt af skil­yrð­um íviln­ana til ný­fjár­fest­inga.

Vill binda í lög að horft sé til loftslagssjónarmiða þegar veittar eru ívilnanir til fjárfestingaverkefna

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur lagt fram frumvarp um að fest verði í lög að horft sé til markmiða Íslands í loftslagsmálum þegar veittar eru ívilnanir til nýfjárfestinga. Lagt er til að því skilyrði sé bætt inn í 5. gr. laga um ívilnanir til nýfjárfestinga að fjárfestingarverkefni þurfi að samræmast skuldbindingum Íslands og markmiðum íslenskra stjórnvalda um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda svo að til álita geti komið að veita ívilnanir.

Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sem kynnt var þann 10. janúar er því lýst yfir að „ekki verði komið á ívilnandi fjárfestingarsamningum vegna nýrrar mengandi stóriðju“. Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur vísað því á bug að lagabreytinga sé þörf til að framfylgja þessari stefnu, en atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur hins vegar staðfest í svari við fyrirspurn Stundarinnar um málið að ráðherra iðnaðarmála muni ekki fara gegn vilja nefndar um veitingu ívilnana og hafna ívilnanabeiðnum vegna verkefna sem uppfylla skilyrði laga um ívilnanir til nýfjárfestinga nema sérstakar lagaforsendur standi til þess.

Frumvarp Katrínar er til þess fallið að tryggja að lagastoð sé fyrir því að ráðherra hafni beiðni um ívilnanir á grundvelli umhverfisverndar- og loftslagssjónarmiða. Lagt er til að í 5. gr. laga um ívilnanir til nýfjárfestinga, þar sem skilyrði til ívilnanasamninga eru talin upp, bætist eftirfarandi atriði: „að sýnt sé fram á að fjárfestingarverkefnið samræmist skuldbindingum Íslands og markmiðum íslenskra stjórnvalda um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda“.

Í greinargerð frumvarpsins er bent á að íslensk stjórnvöld hafi lýst því yfir að hér á landi skuli stefnt að því að árið 2030 verði losun gróðurhúsalofttegunda 40% minni en árið 1990. Þetta er sama markmið hið sama og Evrópusambandslönd og Noregur hafa sett sér. „Mikilvægt er að umrætt markmið náist og ættu því fjárfestingarverkefni sem njóta ívilnana af hálfu íslenska ríkisins að vera þess eðlis að þau stuðli að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda eða séu hlutlaus gagnvart þeim,“ segir í greinargerðinni. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
1
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár