Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Vill binda í lög að horft sé til loftslagssjónarmiða þegar veittar eru ívilnanir til fjárfestingaverkefna

At­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra mun ekki hafna íviln­ana­beiðn­um nema laga­for­send­ur standi til þess. Katrín Jak­obs­dótt­ir hef­ur lagt fram frum­varp að lofts­lags­sjón­ar­mið fái vægi sem eitt af skil­yrð­um íviln­ana til ný­fjár­fest­inga.

Vill binda í lög að horft sé til loftslagssjónarmiða þegar veittar eru ívilnanir til fjárfestingaverkefna

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur lagt fram frumvarp um að fest verði í lög að horft sé til markmiða Íslands í loftslagsmálum þegar veittar eru ívilnanir til nýfjárfestinga. Lagt er til að því skilyrði sé bætt inn í 5. gr. laga um ívilnanir til nýfjárfestinga að fjárfestingarverkefni þurfi að samræmast skuldbindingum Íslands og markmiðum íslenskra stjórnvalda um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda svo að til álita geti komið að veita ívilnanir.

Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sem kynnt var þann 10. janúar er því lýst yfir að „ekki verði komið á ívilnandi fjárfestingarsamningum vegna nýrrar mengandi stóriðju“. Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur vísað því á bug að lagabreytinga sé þörf til að framfylgja þessari stefnu, en atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur hins vegar staðfest í svari við fyrirspurn Stundarinnar um málið að ráðherra iðnaðarmála muni ekki fara gegn vilja nefndar um veitingu ívilnana og hafna ívilnanabeiðnum vegna verkefna sem uppfylla skilyrði laga um ívilnanir til nýfjárfestinga nema sérstakar lagaforsendur standi til þess.

Frumvarp Katrínar er til þess fallið að tryggja að lagastoð sé fyrir því að ráðherra hafni beiðni um ívilnanir á grundvelli umhverfisverndar- og loftslagssjónarmiða. Lagt er til að í 5. gr. laga um ívilnanir til nýfjárfestinga, þar sem skilyrði til ívilnanasamninga eru talin upp, bætist eftirfarandi atriði: „að sýnt sé fram á að fjárfestingarverkefnið samræmist skuldbindingum Íslands og markmiðum íslenskra stjórnvalda um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda“.

Í greinargerð frumvarpsins er bent á að íslensk stjórnvöld hafi lýst því yfir að hér á landi skuli stefnt að því að árið 2030 verði losun gróðurhúsalofttegunda 40% minni en árið 1990. Þetta er sama markmið hið sama og Evrópusambandslönd og Noregur hafa sett sér. „Mikilvægt er að umrætt markmið náist og ættu því fjárfestingarverkefni sem njóta ívilnana af hálfu íslenska ríkisins að vera þess eðlis að þau stuðli að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda eða séu hlutlaus gagnvart þeim,“ segir í greinargerðinni. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Indriði Þorláksson
3
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár