Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, vill að þjóðin fái málskotsrétt til að stöðva meirihlutann á þingi í stað þess að minnihlutinn beiti málþófi til að koma í veg fyrir að meirihluti þingmanna gangi gegn meirihlutavilja landsmanna. „Ég er ekkert viss um að þjóðin myndi endilega hafna þessum kostum en það er ekki meirihlutinn sem ræður í þessu máli. Það er meirihlutinn á þinginu, en ekki meirihlutinn úti í samfélaginu. Við vitum það ekki. Það er ekki fyrr en við höfum fengið ákvæði í stjórnarskrá um að minnihluti landsmanna, kannski tíu prósent, geti kallað mál sem þing hefur samþykkt til sín. Þá væri ég til í að taka málþófsréttinn af þingmönnum. Því þá væri það þjóðin sem gæti stoppað þingið. Það væri langbest.
„Þá væri ég til í að taka málþófsréttinn af þingmönnum.“
Sjöundi dagur umræðu um rammaáætlun
Þingfundur stóð á Alþingi til klukkan hálfeitt í nótt og hefst nýr fundur klukkan tíu í dag. Þetta er sjöundi dagur umræðunnar um rammaáætlun og
Athugasemdir