Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi annars sakborninga í kynferðisbrotamáli í Hlíðum, segir að minnsta kosti þrjú atriði í forsíðufrétt Fréttablaðsins frá því á mánudag ekki samræmast gögnum málsins. Í fréttinni sagði meðal annars að í öðru tilvikinu leiki grunur um að mennirnir hafi byrlað konunni ólyfjan áður en ráðist var á hana. Vilhjálmur segir hins vegar ekkert um byrlan ólyfjan í gögnum málsins, ekki einu sinni í aðilaskýrslu brotaþola. Þá hafi engin eiturefnarannsókn farið fram. Samkvæmt heimildum Stundarinnar er myndbandsupptaka á meðal gagna í málinu þar sem sjá má að konan var í góðu ástandi.
Í frétt Fréttablaðsins sagði jafnframt að hankar hafi verið í loftinu sem grunur leiki á að mennirnir hafi notað til að hengja upp aðra konuna á meðan ráðist var á hana. „Þetta er algjört kjaftæði,“ segir Vilhjálmur og segir þessa atvikalýsingu heldur ekki að finna í gögnum málsins.
Í þriðja lagi segir í frétt Fréttablaðsins að íbúðin hafi verið útbúin til
Athugasemdir