Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Vilhjálmur: „Þetta er algjört kjaftæði“

Lög­mað­ur sak­born­inga í kyn­ferð­is­brota­máli í Hlíð­um seg­ir frétt Frétta­blaðs­ins ekki sam­ræm­ast gögn­um máls­ins. Hann hef­ur ekki áhyggj­ur af fyr­ir­hug­aðri kæru vegna um­mæla sem hann lét falla á Rás 2 fyrr í vik­unni.

Vilhjálmur: „Þetta er algjört kjaftæði“
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Vilhjálmur segir lýsingar Fréttablaðsins ekki samræmast gögnum.

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi annars sakborninga í kynferðisbrotamáli í Hlíðum, segir að minnsta kosti þrjú atriði í forsíðufrétt Fréttablaðsins frá því á mánudag ekki samræmast gögnum málsins. Í fréttinni sagði meðal annars að í öðru tilvikinu leiki grunur um að mennirnir hafi byrlað konunni ólyfjan áður en ráðist var á hana. Vilhjálmur segir hins vegar ekkert um byrlan ólyfjan í gögnum málsins, ekki einu sinni í aðilaskýrslu brotaþola. Þá hafi engin eiturefnarannsókn farið fram. Samkvæmt heimildum Stundarinnar er myndbandsupptaka á meðal gagna í málinu þar sem sjá má að konan var í góðu ástandi.

Í frétt Fréttablaðsins sagði jafnframt að hankar hafi verið í loftinu sem grunur leiki á að mennirnir hafi notað til að hengja upp aðra konuna á meðan ráðist var á hana. „Þetta er algjört kjaftæði,“ segir Vilhjálmur og segir þessa atvikalýsingu heldur ekki að finna í gögnum málsins. 

Í þriðja lagi segir í frétt Fréttablaðsins að íbúðin hafi verið útbúin til 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár