Fullyrðingar sem Júlíus Júlíusson lagði fram þegar hann reyndi að selja MND-veikum manni jónað vatn sem hann framleiðir standast ekki vísindalega skoðun, að mati efnafræðings.
Umfjöllunarefni fréttaskýringarþáttarins Kastljóss þessa vikuna, svokallaðar skottulækningar, hefur verið á allra vörum síðastliðna sólarhringa. Á þriðjudag var notuð falin myndavél til þess að fylgjast með söluræðu Júlíusar en hann reyndi meðal annars að selja Guðjóni Sigurðssyni, formanni MND-félagsins, diska og filmur á tæpa hálfa milljón, jarðtengingaról og svo jónað vatn. Það sem hann sagði um jónað vatn hefur vakið töluverða athygli en þar talaði hann meðal annars um mólekúlur og klösterað vatn. Stundin fékk efnafræðinginn Emelíu Eiríksdóttur til þess að rýna í orð Júlíusar.
Athugasemdir