Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, varaði við skattlagningu á þá auðugustu á Alþingi í dag í umræðu um fjárlög næsta árs. Sagði Guðlaugir Þór að þeir efnamestu gætu einfaldlega forðast skattinn.
Guðlaugur brást við tillögu Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, um að lagður yrði stóreignaskattur á eignir umfram 75 milljónir króna hjá einstaklingum og 100 milljónum króna hjá hjónum upp á 1,5 til 2 prósent.
„Það er erfitt að ná í þá allra ríkustu.“
„Það er erfitt að ná í þá allra ríkustu. Þeir geta farið til útlanda, og hafa svo sannarlega gert það, til að komast undan sköttum,“ sagði Guðlaugur Þór.
Auðlegðarskattur var lagður á af vinstri stjórn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar á árunum 2009 til 2013 en féll úr gildi í stjórnartíð Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Litið hafði verið á hann sem tímabundið svar við efnahagskreppu í kjölfar bankahrunsins.
Eigið húsnæði undanskilið
Skatturinn var meðal annars gagnrýndur …
Athugasemdir