Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Þingmenn vildu hækka ríkisstyrki til stjórnmálaflokka um 114 milljónir

Fjár­laga­nefnd var á brems­unni hvað varð­ar út­gjöld til heil­brigð­is­mála og Al­þingi tókst ekki að standa við skuld­bind­ing­ar á sviði hús­næð­is- og sam­göngu­mála. Á sama tíma köll­uðu þing­menn eft­ir því að styrk­ir hins op­in­bera til stjórn­mála­flokka yrðu hækk­að­ir um 114 millj­ón­ir.

Þingmenn vildu hækka ríkisstyrki til stjórnmálaflokka um 114 milljónir

Þingmenn í fjárlaganefnd fóru ítrekað fram á að styrkir hins opinbera til stjórnmálaflokka yrðu hækkaðir. Þrír nefndarmenn lögðust eindregið gegn hugmyndinni og rataði því hækkunin ekki inn í sameiginlegar breytingartillögur nefndarinnar við fjárlagafrumvarp ársins 2017. 

Samkvæmt heimildum Stundarinnar var tillagan sú að fjárframlög til stjórnmálaflokka yrðu hækkuð um 114 milljónir króna eða úr 286 milljónum upp í 387 milljónir króna. Þetta staðfestir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, í stöðuuppfærslu á Facebook. Þar fjallar hann um vinnubrögðin á desemberþingi og vinnu fjárlaganefndar.

„Flumbrugangurinn gekk svo langt meira að segja að þegar samkomulagið var komið langa leið þá var bætt við hugmynd um að auka framlög til stjórnmálaflokka um 114 milljónir,“ skrifar Björn og bætir við: „Sú tillaga fór svo langt að það var myndaður hópur innan fjárlaganefndar sem reiknaði út hver hækkunin ætti að vera. Það þrátt fyrir að ég sagði þvert nei, Oddný sagði nei og Unnur Brá líka.“ Þarna vísar hann til Oddnýjar Harðardóttur, þingkonu Samfylkingarinnar og Unnar Brár Konráðsdóttur, þingkonu Sjálfstæðisflokksins. Aðrir þingmenn fjárlaganefndar eru þau Haraldur Benedikts­son, Theodóra S. Þorsteins­dóttir, Bjarkey Olsen Gunnars­dóttir, Guðlaugur Þór Þórðar­son, Silja Dögg Gunnars­dóttir og Þorsteinn Víglunds­son.

Fjárlaganefnd undir þrýstingi

Eins og Stundin fjallaði um í gær voru aðeins smávægilegar breytingar gerðar á fjárlagafrumvarpi Bjarna Benediktssonar á desemberþingi þrátt fyrir að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hafi tapað meirihluta sínum á þingi í síðustu kosningum. Vinna fjárlaganefndar í desember miðaði að mestu að því að tryggja auknar fjárveitingar til heilbrigðis-, mennta- og samgöngumála. Samkvæmt heimildum Stundarinnar var sú hótun undirliggjandi að ef ekki næðist sátt um smávægilegar breytingar á frumvarpinu myndu þingmenn starfsstjórnarinnar freista þess að keyra frumvarpið í gegn nær óbreytt. Þá myndu hinir fimm flokkarnir neyðast til að efna til málþófs eða að ná víðtækri samstöðu um að kjósa gegn frumvarpinu. Hræðslan við að þingstörfin og fjárlagavinnan yrðu sett í uppnám með þessum hætti þjappaði þingmönnum saman, sumum nauðugum viljugum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjárlög 2017

Mest lesið

Indriði Þorláksson
2
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Júlía Margrét Alexandersdóttir
3
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár