Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Þingmenn vildu hækka ríkisstyrki til stjórnmálaflokka um 114 milljónir

Fjár­laga­nefnd var á brems­unni hvað varð­ar út­gjöld til heil­brigð­is­mála og Al­þingi tókst ekki að standa við skuld­bind­ing­ar á sviði hús­næð­is- og sam­göngu­mála. Á sama tíma köll­uðu þing­menn eft­ir því að styrk­ir hins op­in­bera til stjórn­mála­flokka yrðu hækk­að­ir um 114 millj­ón­ir.

Þingmenn vildu hækka ríkisstyrki til stjórnmálaflokka um 114 milljónir

Þingmenn í fjárlaganefnd fóru ítrekað fram á að styrkir hins opinbera til stjórnmálaflokka yrðu hækkaðir. Þrír nefndarmenn lögðust eindregið gegn hugmyndinni og rataði því hækkunin ekki inn í sameiginlegar breytingartillögur nefndarinnar við fjárlagafrumvarp ársins 2017. 

Samkvæmt heimildum Stundarinnar var tillagan sú að fjárframlög til stjórnmálaflokka yrðu hækkuð um 114 milljónir króna eða úr 286 milljónum upp í 387 milljónir króna. Þetta staðfestir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, í stöðuuppfærslu á Facebook. Þar fjallar hann um vinnubrögðin á desemberþingi og vinnu fjárlaganefndar.

„Flumbrugangurinn gekk svo langt meira að segja að þegar samkomulagið var komið langa leið þá var bætt við hugmynd um að auka framlög til stjórnmálaflokka um 114 milljónir,“ skrifar Björn og bætir við: „Sú tillaga fór svo langt að það var myndaður hópur innan fjárlaganefndar sem reiknaði út hver hækkunin ætti að vera. Það þrátt fyrir að ég sagði þvert nei, Oddný sagði nei og Unnur Brá líka.“ Þarna vísar hann til Oddnýjar Harðardóttur, þingkonu Samfylkingarinnar og Unnar Brár Konráðsdóttur, þingkonu Sjálfstæðisflokksins. Aðrir þingmenn fjárlaganefndar eru þau Haraldur Benedikts­son, Theodóra S. Þorsteins­dóttir, Bjarkey Olsen Gunnars­dóttir, Guðlaugur Þór Þórðar­son, Silja Dögg Gunnars­dóttir og Þorsteinn Víglunds­son.

Fjárlaganefnd undir þrýstingi

Eins og Stundin fjallaði um í gær voru aðeins smávægilegar breytingar gerðar á fjárlagafrumvarpi Bjarna Benediktssonar á desemberþingi þrátt fyrir að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hafi tapað meirihluta sínum á þingi í síðustu kosningum. Vinna fjárlaganefndar í desember miðaði að mestu að því að tryggja auknar fjárveitingar til heilbrigðis-, mennta- og samgöngumála. Samkvæmt heimildum Stundarinnar var sú hótun undirliggjandi að ef ekki næðist sátt um smávægilegar breytingar á frumvarpinu myndu þingmenn starfsstjórnarinnar freista þess að keyra frumvarpið í gegn nær óbreytt. Þá myndu hinir fimm flokkarnir neyðast til að efna til málþófs eða að ná víðtækri samstöðu um að kjósa gegn frumvarpinu. Hræðslan við að þingstörfin og fjárlagavinnan yrðu sett í uppnám með þessum hætti þjappaði þingmönnum saman, sumum nauðugum viljugum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjárlög 2017

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár