Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Þingmenn vildu hækka ríkisstyrki til stjórnmálaflokka um 114 milljónir

Fjár­laga­nefnd var á brems­unni hvað varð­ar út­gjöld til heil­brigð­is­mála og Al­þingi tókst ekki að standa við skuld­bind­ing­ar á sviði hús­næð­is- og sam­göngu­mála. Á sama tíma köll­uðu þing­menn eft­ir því að styrk­ir hins op­in­bera til stjórn­mála­flokka yrðu hækk­að­ir um 114 millj­ón­ir.

Þingmenn vildu hækka ríkisstyrki til stjórnmálaflokka um 114 milljónir

Þingmenn í fjárlaganefnd fóru ítrekað fram á að styrkir hins opinbera til stjórnmálaflokka yrðu hækkaðir. Þrír nefndarmenn lögðust eindregið gegn hugmyndinni og rataði því hækkunin ekki inn í sameiginlegar breytingartillögur nefndarinnar við fjárlagafrumvarp ársins 2017. 

Samkvæmt heimildum Stundarinnar var tillagan sú að fjárframlög til stjórnmálaflokka yrðu hækkuð um 114 milljónir króna eða úr 286 milljónum upp í 387 milljónir króna. Þetta staðfestir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, í stöðuuppfærslu á Facebook. Þar fjallar hann um vinnubrögðin á desemberþingi og vinnu fjárlaganefndar.

„Flumbrugangurinn gekk svo langt meira að segja að þegar samkomulagið var komið langa leið þá var bætt við hugmynd um að auka framlög til stjórnmálaflokka um 114 milljónir,“ skrifar Björn og bætir við: „Sú tillaga fór svo langt að það var myndaður hópur innan fjárlaganefndar sem reiknaði út hver hækkunin ætti að vera. Það þrátt fyrir að ég sagði þvert nei, Oddný sagði nei og Unnur Brá líka.“ Þarna vísar hann til Oddnýjar Harðardóttur, þingkonu Samfylkingarinnar og Unnar Brár Konráðsdóttur, þingkonu Sjálfstæðisflokksins. Aðrir þingmenn fjárlaganefndar eru þau Haraldur Benedikts­son, Theodóra S. Þorsteins­dóttir, Bjarkey Olsen Gunnars­dóttir, Guðlaugur Þór Þórðar­son, Silja Dögg Gunnars­dóttir og Þorsteinn Víglunds­son.

Fjárlaganefnd undir þrýstingi

Eins og Stundin fjallaði um í gær voru aðeins smávægilegar breytingar gerðar á fjárlagafrumvarpi Bjarna Benediktssonar á desemberþingi þrátt fyrir að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hafi tapað meirihluta sínum á þingi í síðustu kosningum. Vinna fjárlaganefndar í desember miðaði að mestu að því að tryggja auknar fjárveitingar til heilbrigðis-, mennta- og samgöngumála. Samkvæmt heimildum Stundarinnar var sú hótun undirliggjandi að ef ekki næðist sátt um smávægilegar breytingar á frumvarpinu myndu þingmenn starfsstjórnarinnar freista þess að keyra frumvarpið í gegn nær óbreytt. Þá myndu hinir fimm flokkarnir neyðast til að efna til málþófs eða að ná víðtækri samstöðu um að kjósa gegn frumvarpinu. Hræðslan við að þingstörfin og fjárlagavinnan yrðu sett í uppnám með þessum hætti þjappaði þingmönnum saman, sumum nauðugum viljugum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjárlög 2017

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár