Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Þingmenn vildu hækka ríkisstyrki til stjórnmálaflokka um 114 milljónir

Fjár­laga­nefnd var á brems­unni hvað varð­ar út­gjöld til heil­brigð­is­mála og Al­þingi tókst ekki að standa við skuld­bind­ing­ar á sviði hús­næð­is- og sam­göngu­mála. Á sama tíma köll­uðu þing­menn eft­ir því að styrk­ir hins op­in­bera til stjórn­mála­flokka yrðu hækk­að­ir um 114 millj­ón­ir.

Þingmenn vildu hækka ríkisstyrki til stjórnmálaflokka um 114 milljónir

Þingmenn í fjárlaganefnd fóru ítrekað fram á að styrkir hins opinbera til stjórnmálaflokka yrðu hækkaðir. Þrír nefndarmenn lögðust eindregið gegn hugmyndinni og rataði því hækkunin ekki inn í sameiginlegar breytingartillögur nefndarinnar við fjárlagafrumvarp ársins 2017. 

Samkvæmt heimildum Stundarinnar var tillagan sú að fjárframlög til stjórnmálaflokka yrðu hækkuð um 114 milljónir króna eða úr 286 milljónum upp í 387 milljónir króna. Þetta staðfestir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, í stöðuuppfærslu á Facebook. Þar fjallar hann um vinnubrögðin á desemberþingi og vinnu fjárlaganefndar.

„Flumbrugangurinn gekk svo langt meira að segja að þegar samkomulagið var komið langa leið þá var bætt við hugmynd um að auka framlög til stjórnmálaflokka um 114 milljónir,“ skrifar Björn og bætir við: „Sú tillaga fór svo langt að það var myndaður hópur innan fjárlaganefndar sem reiknaði út hver hækkunin ætti að vera. Það þrátt fyrir að ég sagði þvert nei, Oddný sagði nei og Unnur Brá líka.“ Þarna vísar hann til Oddnýjar Harðardóttur, þingkonu Samfylkingarinnar og Unnar Brár Konráðsdóttur, þingkonu Sjálfstæðisflokksins. Aðrir þingmenn fjárlaganefndar eru þau Haraldur Benedikts­son, Theodóra S. Þorsteins­dóttir, Bjarkey Olsen Gunnars­dóttir, Guðlaugur Þór Þórðar­son, Silja Dögg Gunnars­dóttir og Þorsteinn Víglunds­son.

Fjárlaganefnd undir þrýstingi

Eins og Stundin fjallaði um í gær voru aðeins smávægilegar breytingar gerðar á fjárlagafrumvarpi Bjarna Benediktssonar á desemberþingi þrátt fyrir að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hafi tapað meirihluta sínum á þingi í síðustu kosningum. Vinna fjárlaganefndar í desember miðaði að mestu að því að tryggja auknar fjárveitingar til heilbrigðis-, mennta- og samgöngumála. Samkvæmt heimildum Stundarinnar var sú hótun undirliggjandi að ef ekki næðist sátt um smávægilegar breytingar á frumvarpinu myndu þingmenn starfsstjórnarinnar freista þess að keyra frumvarpið í gegn nær óbreytt. Þá myndu hinir fimm flokkarnir neyðast til að efna til málþófs eða að ná víðtækri samstöðu um að kjósa gegn frumvarpinu. Hræðslan við að þingstörfin og fjárlagavinnan yrðu sett í uppnám með þessum hætti þjappaði þingmönnum saman, sumum nauðugum viljugum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjárlög 2017

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár