Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Hallgrími nauðgað af ókunnugum manni

Hall­grím­ur Helga­son skrif­ar um eitt erf­ið­asta tíma­bil lífs síns í nýrri bók, Sjó­veik­ur í München. Þar lýs­ir hann níu mán­uð­um í lífi sínu þeg­ar hann var 22 ára gam­all og nemi í Lista­aka­demí­unni í München.

Hallgrími nauðgað af ókunnugum manni

Hallgrímur Helgason rithöfundur segir frá því í nýrri skáldævisögu, Sjóveikur í München, að honum hafi verið nauðgað af ókunnugum karlmanni á námsárunum í Þýskalandi. 

Hallgrímur talar meðal annars um þennan kafla í bókinni í viðtali við Fréttatímann í dag: „Um suma kafla fékk ég þau komment frá yfirlesurum að þeir væru ekki nógu sannfærandi, þá hafði ég ekki þorað að fara alla leið inn í gamlan sársauka. Það var einkum í kafla sem lýsir nauðgun, en það er nú eitt af því sem gerist á lífsleiðinni að manni er nauðgað af ókunnugum manni í erlendri borg. Þetta kom fyrir mig þennan vetur og á endanum varð ég að lýsa því bara í bókinni eins og það gerðist. En ég hafði læst þetta svo djúpt í lífsins skáp að skúffan var nánast ryðguð föst. Sumt í bókinni þurfti ég að ýkja, en þarna þurfti ég að ýkja sjálfan mig til að geta skrifað frekar óýktan kafla. Þetta var orðið eins og sveskjusteinn á sálinni sem var orðinn svo glerharður að ég þurfti virkilega að taka öllu mínu til að ná að leysa hann upp svo hann gæti gengið niður af mér.“

„Það er nú eitt af því sem gerist á lífsleiðinni að manni er nauðgað af ókunnugum manni í erlendri borg.“

Bókin fjallar um erfiðan tíma í lífi Hallgríms. Hann fann sig ekki í náminu, fílaði ekki borgina og passaði ekki inn í þær kreðsur sem voru í München. Hallgrímur segir frá því í viðtalinu við Fréttatímann að þrátt fyrir að bókin sé flokkuð sem skáldævisaga sé flest sem í henni stendur sannleikanum samkvæmt. „Þetta er skáldævisaga, já, þótt megnið af þessu sé alls ekki skáldað. Hlutir eru færðir til og sumir ýktir smávegis, en það eina sem er hreinn skáldskapur eru uppköstin, já, og líka ein settleg sena bakvið gardínu...“

Erfitt fyrir karlmenn að leita sér hjálpar

Hjálmar Gunnar Sigmarsson
Hjálmar Gunnar Sigmarsson Hjálmar var ráðinn sem ráðgjafi á Stígamótum í fyrrasumar þegar mikil aukning varð á því að karlar leituðu sér aðstoðar vegna kynferðisofbeldis í kjölfar þess að níðingsverk Karls Vignis Þorsteinssonar voru opinberuð og fórnarlömb hans stigu fram.

„Það er mikilvægt að sýna þakklæti og virðingu þegar fólk tekur þetta erfiða skref,“ segir Hjálmar Gunnar Sigmarsson, ráðgjafi á Stígamótum, um frásögn Hallgríms af því þegar honum var nauðgað af ókunnugum manni þegar hann var 22 ára gamall. „Maður er hræddur um að alltof margir menn hafi fallið frá án þess að hafa nokkurn tímann tekist á við ofbeldi sem þeir hafa orðið fyrir, sem fullorðnir eða börn. Þetta er lífsalvara.“

Hjálmar var ráðinn sem ráðgjafi á Stígamótum í fyrrasumar þegar mikil aukning varð á því að karlar leituðu sér aðstoðar vegna kynferðisofbeldis í kjölfar þess að níðingsverk Karls Vignis Þorsteinssonar voru opinberuð og fórnarlömb hans stigu fram. „Þá var ákveðið að vinna markvisst í því að koma þeim skilaboðum út í samfélagið að karlkyns þolendur kynferðisofbeldis ættu rétt á því að leita sér hjálpar og að þeir væru velkomnir á Stígamót. Auðvitað tekur alltaf tíma að koma þessum skilaboðum áleiðis en það er mikilvægt að þeir viti að það er til staður þar sem brotaþolar geti fundið fyrir stuðningi, unnið úr afleiðingunum og fundið sinn styrk.“

Hann segir erfitt að gera sér grein fyrir umfangi vandans. „Við vitum ekki hverjar skuggatölurnar eru og þetta á almennt við um kynferðisofbeldi. Við getum bara talað um hversu margir leita til Stígamóta og okkar tilfinning er sú að þegar umræðan eykst þá koma fleiri til okkar. Þannig að það eru alltof margir karlmenn sem hafa ekki leitað sér hjálpar. Sumir hafa bent á að þessi fyrstu skref sem eru almennt mjög erfið fyrir brotaþola séu jafnvel erfiðari fyrir karlmenn. Margir karlmenn sem hafa komið til Stígamóta hafa oft á tíðum alls ekki rætt þessa hluti eða mjög takmarkað. Það segir heilmikið ímynd karla og hvað karlar mega og hvað ekki. Þeir þurfa bæði að takast á við hugmyndir um karlmennskuna og það sem þeir hafa orðið fyrir.“ 

Öll umræða til góðs

Hjálmar segir að umræðan um kynferðisofbeldi gegn körlum sé skammt á veg komin. „Þetta ofbeldi er rétt að komast upp á yfirborðið. Karlar þurfa að finna leiðir til að skapa sér rými þar sem þeir finna fyrir trausti og virðingu. Afleiðingarnar eru í raun þær sömu. Skömm og sektarkennd eru mjög áberandi. En við sjáum einnig ákveðinn kynjamun. Karlar upplifa meiri reiði og tala meira um reiði en konur, sem er áhugavert út frá karlmennskuhugmyndum. Þeir eru einnig líklegri til að sýna af sér skaðlega hegðun, svo sem neyslu á áfengi eða eiturlyfjum eða klámi, tölvuleikjum og öðru sem hefur neikvæð áhrif á lífsgæði þeirra.“

„Karlar upplifa meiri reiði og tala meira um reiði en konur.“

Hjálmar segir bæði skömmina og margar ranghugmyndir sem flæki málið fyrir körlum, til dæmis þeirri hugmynd að karlmenn sem verði fyrir ofbeldi verði líka gerendur. „Sú ranghugmynd hefur mjög erfið og mikil áhrif á marga þolendur,“ segir Hjálmar. „Margir karlmenn óttast að þeir verði þá líka gerendur. Önnur ranghugmynd sem hefur áhrif á marga karla er sú að þeir óttist að fyrst karl nauðgaði þeim þá verði þeir samkynhneigðir.“

Hann áréttar mikilvægi þess að sýna fólki alltaf virðingu fyrir að taka þetta erfiða skref og leita sér hjálpar, segir Hjálmar. „Það er ekki hægt að líta á það sem sjálfsagðan hlut að fólk geri það. Það má ekki vera yfirþyrmandi pressa á brotaþola að fara í fjölmiðla, en við höfum séð að öll umræða er til góðs. Þegar einstaklingar stíga fram hjálpar það brotaþolum sem hafa ekki stigið þetta skerf að takast á við þetta eða leyft sér að vinna úr þessum málum og ná þeim bata sem þeir eiga skilið. Þannig að auðvitað er það mjög jákvætt að einstaklingar stíga fram, sérstaklega einstaklingar sem fá mikla athygli. Umræðan er alltaf jákvæð og tekur okkur alltaf lengra. Sérstaklega þegar hún er uppbyggileg fyrir brotaþola.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár