Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Uppheimar í gjaldþrot eftir frétt um svik við höfunda

Eng­ar upp­lýs­ing­ar um bóka­sölu í tvö ár. Út­gef­and­inn á ferða­lagi í suð­ur­höf­um. Lög­mað­ur höf­und­anna krefst for­gangs í bókala­ger. Lands­bank­inn hef­ur ekki geng­ið að veði sínu.

Uppheimar í gjaldþrot eftir frétt um svik við höfunda
Útgefandinn Kristján Kristjánsson á skrifstofu Uppheima þegar allt lék í lyndi.

Krafist hefur verið gjaldþrots bókaútgáfunnar Uppheima sem hefur ekki gert upp við höfunda sína þrátt fyrir sölu fjölda bóka. Útgáfan skuldar nokkrum höfundum háar fjárhæðir. Þeirra á meðal eru Ari Trausti Guðmundsson og Ragnar Th. Sigurðsson ljósmyndari sem hafa samið vinsælar bækur á ensku sem ferðamenn hafa keypt dýrum dómum. Undanfarin tvö ár hefur útgáfan ekki greitt höfundalaun þrátt fyrir mikla sölu. Þá hafa höfundar ekki fengið skilagreinar eins og vera ber. Engin höfundalaun hafa verið greidd eða upplýst um upphæð þeirra. Hafa höfundar útgáfunnar þannig verið hlunnfarnir um milljónir króna. Sumir þeirra áttu aukinheldur inni höfundalaun frá fyrri árum. 

Kristján Kristjánsson, útgáfustjóri og eigandi Uppheima, hefur verið á ferðalagi á suðurhveli jarðar frá því í sumar. Hann virðist vera sá eini sem veit hversu mikið umfang málsins er. Hvorki höfundar útgáfunnar né blaðamenn Stundarinnar hafa náð sambandi við hann vegna málsins. Kristján mun hafa tekið greiðsluþrot útgáfunnar mjög nærri sér. Hann hefur undanfarið ritað greinar i Skessuhorn þar sem hann lýsir ferðum sínum á skútunni Ayama við Ástralíu og víðar um suðurhöf með vinafólki. Von er á honum til Íslands um miðjan desember.  

Höfundar fái forgang 

Viðskiptabanki Uppheima er Landsbankinn sem nú hefur krafist gjaldþrots. Eftir að Stundin sagði frétt af svikunum við höfundana funduðu fulltrúar 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár