Krafist hefur verið gjaldþrots bókaútgáfunnar Uppheima sem hefur ekki gert upp við höfunda sína þrátt fyrir sölu fjölda bóka. Útgáfan skuldar nokkrum höfundum háar fjárhæðir. Þeirra á meðal eru Ari Trausti Guðmundsson og Ragnar Th. Sigurðsson ljósmyndari sem hafa samið vinsælar bækur á ensku sem ferðamenn hafa keypt dýrum dómum. Undanfarin tvö ár hefur útgáfan ekki greitt höfundalaun þrátt fyrir mikla sölu. Þá hafa höfundar ekki fengið skilagreinar eins og vera ber. Engin höfundalaun hafa verið greidd eða upplýst um upphæð þeirra. Hafa höfundar útgáfunnar þannig verið hlunnfarnir um milljónir króna. Sumir þeirra áttu aukinheldur inni höfundalaun frá fyrri árum.
Kristján Kristjánsson, útgáfustjóri og eigandi Uppheima, hefur verið á ferðalagi á suðurhveli jarðar frá því í sumar. Hann virðist vera sá eini sem veit hversu mikið umfang málsins er. Hvorki höfundar útgáfunnar né blaðamenn Stundarinnar hafa náð sambandi við hann vegna málsins. Kristján mun hafa tekið greiðsluþrot útgáfunnar mjög nærri sér. Hann hefur undanfarið ritað greinar i Skessuhorn þar sem hann lýsir ferðum sínum á skútunni Ayama við Ástralíu og víðar um suðurhöf með vinafólki. Von er á honum til Íslands um miðjan desember.
Höfundar fái forgang
Viðskiptabanki Uppheima er Landsbankinn sem nú hefur krafist gjaldþrots. Eftir að Stundin sagði frétt af svikunum við höfundana funduðu fulltrúar
Athugasemdir