Uppheimar í gjaldþrot eftir frétt um svik við höfunda

Eng­ar upp­lýs­ing­ar um bóka­sölu í tvö ár. Út­gef­and­inn á ferða­lagi í suð­ur­höf­um. Lög­mað­ur höf­und­anna krefst for­gangs í bókala­ger. Lands­bank­inn hef­ur ekki geng­ið að veði sínu.

Uppheimar í gjaldþrot eftir frétt um svik við höfunda
Útgefandinn Kristján Kristjánsson á skrifstofu Uppheima þegar allt lék í lyndi.

Krafist hefur verið gjaldþrots bókaútgáfunnar Uppheima sem hefur ekki gert upp við höfunda sína þrátt fyrir sölu fjölda bóka. Útgáfan skuldar nokkrum höfundum háar fjárhæðir. Þeirra á meðal eru Ari Trausti Guðmundsson og Ragnar Th. Sigurðsson ljósmyndari sem hafa samið vinsælar bækur á ensku sem ferðamenn hafa keypt dýrum dómum. Undanfarin tvö ár hefur útgáfan ekki greitt höfundalaun þrátt fyrir mikla sölu. Þá hafa höfundar ekki fengið skilagreinar eins og vera ber. Engin höfundalaun hafa verið greidd eða upplýst um upphæð þeirra. Hafa höfundar útgáfunnar þannig verið hlunnfarnir um milljónir króna. Sumir þeirra áttu aukinheldur inni höfundalaun frá fyrri árum. 

Kristján Kristjánsson, útgáfustjóri og eigandi Uppheima, hefur verið á ferðalagi á suðurhveli jarðar frá því í sumar. Hann virðist vera sá eini sem veit hversu mikið umfang málsins er. Hvorki höfundar útgáfunnar né blaðamenn Stundarinnar hafa náð sambandi við hann vegna málsins. Kristján mun hafa tekið greiðsluþrot útgáfunnar mjög nærri sér. Hann hefur undanfarið ritað greinar i Skessuhorn þar sem hann lýsir ferðum sínum á skútunni Ayama við Ástralíu og víðar um suðurhöf með vinafólki. Von er á honum til Íslands um miðjan desember.  

Höfundar fái forgang 

Viðskiptabanki Uppheima er Landsbankinn sem nú hefur krafist gjaldþrots. Eftir að Stundin sagði frétt af svikunum við höfundana funduðu fulltrúar 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
6
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár