Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

United Silicon skuldar enn Reykjaneshöfn 162 milljónir og neitar að borga

Kís­il­málm­verk­smiðja United Silicon hef­ur enn ekki greitt eft­ir­stöðv­ar af lóða­gjöld­um í Helgu­vík. Um er að ræða 162 millj­ón­ir króna auk 18 millj­óna í drátt­ar­vexti. Eig­end­ur United Silicon neita að greiða Reykja­nes­höfn sem stend­ur af­ar illa fjár­hags­lega. Á með­an kvarta íbú­ar und­an meng­un frá verk­smiðj­unni.

United Silicon skuldar enn Reykjaneshöfn 162 milljónir og neitar að borga
United Silicon Félagið skuldar Reykjaneshöfn hundrað sextíu og tvær milljónir en neitar að greiða og er málið á leið fyrir dóm. Mynd: AMG

Kísilmálmverksmiðjan United Silicon hefur enn ekki greitt að fullu lóðagjöld vegna starfsemi félagsins í Helguvík. Um er að ræða um það bil 162 milljóna króna eftirstöðvar af gjöldum til Reykjaneshafnar, en líkt og greint hefur verið frá þá stendur höfnin afar illa fjárhagslega og þarf nauðsynlega á þessum milljónum að halda. Þá hafa um það bil átján milljónir lagst á skuldina í dráttarvexti og því heildarupphæðin nálægt 180 milljónum króna.

Upphæðin var 100 milljónir króna í vor en líkt og DV greindi frá þá voru þetta fjórar greiðslur í heildina sem inna átti af hendi vegna kaupa á lóðinni þar sem verksmiðjan stendur í Helguvík, Stakksbraut 9. Heildarkaupverðið var 362 milljónir en tvær síðustu greiðslunar, ein upp á 100 milljónir króna og sú síðasta upp á 62 milljónir eru enn ógreiddar og safna nú háum vöxtum. Þannig hafa rúmar átján milljónir króna lagst á skuldina í formi dráttarvaxta.

Eigendur verksmiðjunnar neita að greiða eftirstöðvarnar og bera fyrir sig ákvæði í samningi Reykjaneshafnar og United Silicon sem snýr að framkvæmdum við hafnargerð í Helguvík. Ástæðan er sögð tafir á hafnarframkvæmdum í Helguvík og þess vegna sé félagið að halda eftir greiðslum.

Á sama tíma og verksmiðjan neitar að greiða sömu gjöld og önnur starfsemi í Helguvík hefur þurft að greiða, berst mengun frá United Silicon yfir íbúabyggð í Reykjanesbæ. Síðast í gær greindi Stundin frá því að íbúar hefðu leitað sér aðstoðar vegna óþæginda, meðal annars í öndunarfærum, sem talin er vegna mikils reyks sem myndast í brennsluofni verksmiðjunnar. Ein af þeim, hjúkrunarfræðingurinn María Magnúsdóttir, segir heilsu íbúanna stefnt í hættu en sjálf varð hún fyrir efnabruna í slímhúð á mánudagskvöldið – sama kvöld og Stundinni barst ljósmynd af umhverfi United Silicon en varla sást í verksmiðjuna fyrir reyk og mengun.

Tengsl milli kröfuhafa og fjárfesta í Thorsil

Málið er í algjörri pattstöðu og er búist við því að það verði ekki leyst nema með aðkomu dómstóla. Það þýðir aukinn og ófyrirséður kostnaður fyrir Reykjaneshöfn.

Þá hefur Stundin heimildir fyrir því að svipað sé uppi á teningnum hjá Thorsil, hinni kísilmálmverksmiðjunni sem ráðgert er að byggja nánast við hlið United Silicon. Thorsil hefur fengið sex sinnum frest til þess að inna af hendi greiðsluna, sem enn hefur ekki borist. Í tilfelli Thorsil virðist vandamálið snúa að leyfisveitingu og fjármögnun. Á meðan starfsleyfi liggur ekki fyrir sé ekki hægt að greiða umrædda skuld því ekki fæst fjármögnun í verkefni sem enn er óljóst hvort af verði eður ei. Samkvæmt heimildum Stundarinnar er fjármögnun verkefnisins ekki enn lokið en áætlaður kostnaður við byggingu verksmiðjunnar, sem er töluvert stærri í sniðum en verksmiðja United Silicon, er 275 milljónir dollara eða tæpir 32 milljarðar króna.

Á meðan eigendur Thorsil reyna að klára fjármögnunina þá fá þeir frest ofan á frest hjá bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ. Íbúar hafa lýst furðu sinni á síendurteknum fresti sem eigendum Thorsil er gefinn en samkvæmt heimildum Stundarinnar er til skýring á því. Samkvæmt þessum heimildum eru sterk tengsl á milli þeirra sem nú þegar hafa fjárfest í Thorsil og þeirra sem nú flokkast undir stærstu kröfuhafa Reykjanesbæjar. Það sé krafa kröfuhafanna að gert sé ráð fyrir innkomu vegna Thorsil, að gert sé ráð fyrir því að bygging verksmiðjunnar verði að veruleika. En þar sem Thorsil hafi ekki enn fengið starfsleyfi þá séu viðræður Reykjanesbæjar og kröfuhafa í skrítinni pattstöðu - beðið sé eftir upplýsingum um hvort kísilverksmiðja Thorsil verði reist eður ei.

Fengu greiðslufrest til 15. desember

Hjá Thorsil eru það gatnagerðargjöld sem enn eru ógreidd að upphæð 140 milljónir króna. Samanlögð skuld þessara tveggja verksmiðja er því um það bil 240 milljónir króna – upphæð sem myndi laga verulega fjárhagsstöðu Reykjaneshafnarinnar. Reykjaneshöfn er í eigu Reykjanesbæjar en höfnin hefur átt í alvarlegum fjárhagsörðugleikum í nokkur ár. Viðræður við kröfuhafa hafa staðið yfir undanfarna mánuði og eru enn yfirstandandi.

Hluti eigenda skuldabréfa Reykjaneshafnar hafa veitt áframhaldandi greiðslufrest og kyrrstöðu til 15. desember næstkomandi.

„Reykjanesbær og stofnanir hans vilja í því ljósi láta reyna til þrautar hvort samstaða náist við kröfuhafa um fjárhagslega endurskipulagningu bæjarins og stofnana hans. Jafnframt verður farið yfir það með Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hvort svigrúm verði veitt til þess að ljúka framangreindum viðræðum,“ segir í tilkynningu frá Reykjaneshöfnum. Umræddar 240 milljónir eru taldar vega þungt í þeim viðræðum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Áhrif kísilvers United Silicon

Arion um sjálfbærnistefnu sína og kísilverið: „Bankinn tekur þá ábyrgð mjög alvarlega“
FréttirÁhrif kísilvers United Silicon

Ari­on um sjálf­bærni­stefnu sína og kís­il­ver­ið: „Bank­inn tek­ur þá ábyrgð mjög al­var­lega“

Ari­on banki er með­vit­að­ur um þá ábyrgð sem hvíl­ir á bank­an­um varð­andi mögu­lega enduropn­un kís­il­vers­ins í Helgu­vík. Kís­il­ver­inu var lok­að vegna meng­un­ar ár­ið 2017. Stefna bank­ans í um­hverf­is­mál­um hef­ur tek­ið breyt­ing­um á liðn­um ár­um og svar­ar bank­inn með­al ann­ars spurn­ing­um um hvernig þessa stefna rím­ar við enduropn­un meng­andi kís­il­vers.
Guðbrandur þurfti púst til að hjálpa sér við að anda út af kísilverksmiðjunni
ViðskiptiÁhrif kísilvers United Silicon

Guð­brand­ur þurfti púst til að hjálpa sér við að anda út af kís­il­verk­smiðj­unni

Ari­on banki hyggst opna aft­ur kís­il­verk­smiðj­una í Helgu­vík sem hef­ur ver­ið lok­uð í tæpt ár. All­ir bæj­ar­full­trú­ar í Reykja­nes­bæ hafa lýst sig and­víga opn­un­inni og 350 at­huga­semd­ir bár­ust frá íbú­um í bæn­um. Guð­brand­ur Ein­ars­son', bæj­ar­full­trúi og þing­mað­ur VIð­reisn­ar, lýs­ir áhrif­um verk­smiðj­unn­ar á heilsu­far sitt og út­skýr­ir hvers vegna má ekki opna hana aft­ur.
Stjórnmálamenn töluðu upp United Silicon og fögnuðu ákaft: „Við erum búin að bíða lengi“
FréttirÁhrif kísilvers United Silicon

Stjórn­mála­menn töl­uðu upp United Silicon og fögn­uðu ákaft: „Við er­um bú­in að bíða lengi“

„Þetta er mjög stór stund,“ sagði Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son, þá for­sæt­is­ráð­herra, þeg­ar fyrsta skóflu­stung­an var tek­in að verk­smiðju United Silicon, sem fór í gjald­þrot í dag eft­ir að hafa marg­brot­ið starfs­leyfi og meint­an fjár­drátt for­stjór­ans. Bæj­ar­stjór­inn í Reykja­nes­bæ gagn­rýndi úr­töluradd­ir. „Við er­um bú­in að bíða lengi,“ sagði iðn­að­ar­ráð­herra.
Dularfullur barón keypti í kísilveri og seldi virkjanaréttindi
Fréttir

Dul­ar­full­ur barón keypti í kís­il­veri og seldi virkj­ana­rétt­indi

Ít­alsk­ur barón, Fel­ix Von Longo-Lie­ben­stein, hef­ur ver­ið virk­ur í jarða­kaup­um á Ís­landi frá síð­ustu alda­mót­um en hef­ur náð að halda sér ut­an kast­ljóss fjöl­miðla. Hann var einn af hlut­höf­un­um í kís­il­fyr­ir­tæk­inu United Silicon og seldi dótt­ur­fé­lagi HS Orku vatns­rétt­indi út af virkj­un á Strönd­um. Illa geng­ur að fá upp­lýs­ing­ar um barón­inn.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár