Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Smábörn sem hafa búið á Íslandi frá fæðingu verða flutt úr landi í nótt í lögreglufylgd

Hin sex mán­aða gamla Jón­ína og hinn tveggja ára gamli Hanif verða flutt úr landi nótt ásamt for­eldr­um sín­um þeim Saad og Fadilu. Bæði Jón­ína og Hanif fædd­ust hér á landi en Hanif er ný­byrj­að­ur á leik­skóla.

Smábörn sem hafa búið á Íslandi frá fæðingu verða flutt úr landi í nótt í lögreglufylgd
Flutt með valdi í óvissuna Hinn tveggja ára gamli Hanif og hin sex mánaða gamla Jónína búa í Reykjanesbæ og hafa gert frá fæðingu. Núna verður þeim vísað úr landi ásamt foreldrunum Saad og Fadila sem vita ekkert hvað bíður þeirra. Mynd: Haraldur Jónasson/Fréttatíminn

„Þetta er hræðilegt og þá sérstaklega út af börnunum okkar. Ég hef ekki hugmynd hvað bíður okkar en ég veit að þetta verður ekki auðvelt. Þetta er ekki auðvelt,“ sagði Adelwahab Saad, tveggja barna faðir, þegar blaðamaður Stundarinnar náði tali af honum um klukkan sjö í kvöld. Fjölskyldan fékk þær upplýsingar í dag að lögreglumenn komi til með að flytja þau upp á Keflavíkurflugvöll í nótt þar sem þeim verður flogið til Ítalíu. Þetta er gert þrátt fyrir að bæði börn þeirra Saad og eiginkonu hans Fadilu hafði fæðst hér á landi og þekki ekkert annað. Það eru þau Hanif, sem er tveggja ára, og Jónína, sem er sex mánaða.

Uppfært: Barnavernd kom í veg fyrir flutning barnanna úr landi.

Þetta staðfestir lögfræðingur fjölskyldunnar, Árni Freyr Árnason.

„Þarna er verið að framfylgja úrskurði frá því fyrr á þessu ári sem kvað svo á um að þau uppfylltu ekki ákveðin skilyrði og ættu því ekki að fá hæli hér á landi. Þá var lögð fram sú beiðni um að réttaráhrifum þess úrskurðar yrði frestað svo hægt væri að láta reyna á vafaatriði fyrir dómstólum en bæði Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála höfnuðu því núna í ágúst,“ segir Árni Freyr. Hann viti ekkert hvað bíði fjölskyldunnar á Ítalíu, hvort kerfið ytra sjái til þess að fjölskyldan fái að vera saman eða ekki. Eitt sé þó víst og það sé að lögreglumenn mæta á heimili fjölskyldunnar í nótt og hún flutt með valdi upp á Keflavíkurflugvöll.

Þegar Árni Freyr heyrði af því að senda ætti fjölskylduna úr landi á næstu vikum þá hafði hann aftur samband við bæði Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála og lagði hann fram þá beiðni að stofnunin myndi endurskoða ákvörðun sína varðandi frestun réttaráhrifa. Því var líka hafnað.

Heitir Jónína í höfuðið á ljósmóður

Stundin hefur áður fjallað um fjölskylduna en Abdelwahab Saad flúði frá heimalandi sínu, Togo, fyrir tíu árum síðan vegna pólitískra ofsókna. Hann og eiginkona hans, Fadila, hafa nú dvalið hér á landi í tvö ár og eiga tvö börn, annars vegar tveggja ára soninn Hanif, sem er nýbyrjaður á leikskóla og hins vegar sex mánaða gamla dóttur sem heitir Jónína. Jónína er nefnd eftir íslenskri ljósmóður sem reyndist þeim vel. Bæði Hanif og Jónína eru með íslenska kennitölu og hafa búið á Íslandi frá fæðingu. Um einmitt þetta snýst umrætt vafatriði um því í ákvæði útlendingalaganna er kveðið svo á um að óheimilt sé að vísa frá eða úr landi útlendingi sem hafi frá fæðingu átt hér óslitið fasta búsetu samkvæmt Þjóðskrá.

Það liggur skýrt fyrir að börnin hafi átt hér óslitið fasta búsetu en það hafi þau hinsvegar ekki gert samkvæmt Þjóðskrá. Hvers vegna samt? Af hverju hafa þau ekki búið hérna óslitið samkvæmt Þjóðskrá? Jú því hælisleitendur fá ekki gefna neina stöðu hjá Þjóðskrá. Börnin hafi fengið það sem kallast „utanskrár kennitala“ og það sé skráning utan Þjóðskrár og því hafi þau ekki rétt samkvæmt þessu ákveðna ákvæði að vera hér á landi.

Börnin fá ekki að njóta vafans

„Þetta er það sem manni finnst svo skrítið. Kerfið fær alltaf að njóta vafans. Þarna er klárlega vafaatriði á ferðinni og við höfum bent á það og bíðum nú álits umboðsmanns Alþingis en í stað þess að leyfa þeim að njóta vafans, börnum fæddum 2014 og 2016, þá er þetta ekki talið nógu sérstakt eða aðkallandi til þess að réttlæta það að bíða með að vísa þessum börnum og foreldrum þeirra úr landi.“

„Ég er ekki búinn að pakka
og ég ætla ekki að pakka“

Saad segir sig og fjölskyldu sína ekki vera byrjaða að pakka ofan í tösku.

„Nei, ég er ekki búinn að pakka og ég ætla ekki að pakka. Þetta er heimilið okkar. Sonur minn er að byrja í leikskóla í næsta mánuði og við eigum hér fullt af vinum sem við lítum á sem fjölskylduna okkar. Vinir sem okkur langar að halda áfram að hitta. Þetta er mikið áfall fyrir okkur.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár