Harkalega var deilt um barnabætur, vaxtabætur og lífeyrisgreiðslur í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær.
„Þegar horft er á þróun vaxtabóta og barnabóta blasir við mjög uggvekjandi mynd,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar og benti á að meðallaun fullvinnandi manneskju hefðu á síðasta ári verið 555 þúsund krónur á mánuði.
„Þau meðallaun hafa hækkað það sem af er þessu ári. Vaxtabætur hjóna verða nú að engu þegar meðaltekjur hvors um sig ná 590 þúsund krónur. Ef bæði hjón eru með meðaltekjur fá þau engar vaxtabætur,“ sagði hann.
Athugasemdir