Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Formaður Sjálfstæðisflokksins lagðist harðast gegn markaðsleiðinni

Bjarni Bene­dikts­son er á móti því að rík­ið bjóði upp fisk­veiðikvóta og láti út­gerð­ar­menn borga mark­aðs­verð þótt flokk­ur hans leggi al­mennt áherslu á frjálsa mark­aði.

Formaður Sjálfstæðisflokksins lagðist harðast gegn markaðsleiðinni

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, óttast að fyrirsjáanleiki í sjávarútvegi verði fyrir borð borinn ef aflaheimildir eru boðnar upp á frjálsum markaði. Þetta kom fram í sérstakri umræðu um uppboðsleiðina sem fram fór á Alþingi í gær að frumkvæði Oddnýjar Harðardóttur, formanns Samfylkingarinnar. 

Formaður Sjálfstæðisflokksins var sá þingmaður sem talaði harðast gegn því að farin yrði markaðsleið við úthlutun aflaheimilda. 

„En er það ekki einmitt svo að ef allt fer á uppboð þá er enginn fyrirsjáanleiki, þá er engin vissa? Þá fyrst verður háttvirtur þingmaður að fara til Þorlákshafnar og segja: Ja, það er nú bara þannig, kæru íbúar hér, að það var markaðurinn sem réði? Hver er þá fyrirsjáanleikinn fyrir íbúa hinna dreifðu byggða? Hann er enginn,“ sagði Bjarni í fyrri ræðu sinni. 

Í ræðu sem hann hélt undir lokin sagði hann meðal annars: „Við höfum hingað til byggt upp kerfi sem byggir á veiðigjöldum. Það er ekki gallalaus leið en hér koma menn og segja: Markaðsleiðin er miklu, miklu betri og fullkomnari. Þegar ég kem upp og segi að það sé ekki gallalaus leið koma menn nánast og segja: Víst er það gallalaus leið, alla hnökra á þeirri leið er hægt að leysa.“ 

Þá benti hann á að frá því að frjálst framsal aflaheimilda var heimilað upp úr 1990 hefðu aflaheimildir gengið kaupum og sölum. Þessu lýsti hann sem frjálsum og opnum markaði. Hins vegar telur hann að uppboð aflaheimilda myndi „að sjálfsögðu kasta algerlega fyrir róða möguleikum stjórnvalda á að tryggja þó þann stöðugleika í byggðaþróun sem hingað til hefur tekist“. 

Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, gagnrýndi málflutning Bjarna Benediktssonar harðlega. „Það er svolítið merkilegt að formaður Sjálfstæðisflokksins, hæstvirtur fjármála- og efnahagsráðherra, skuli ekki hafa meiri trú á mjög þekktu gömlu fyrirkomulagi til að ákveða verð, sem er frjáls markaður. Treystir hann ekki útgerðarmönnum til þess að fara inn á frjálsan markað og standa að verðmyndun þar á markaðstorgi? Er hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra virkilega þeirrar skoðunar að það sé betra að ríkisvaldið ákveði þetta verð? Er hann orðinn þvílíkur talsmaður ríkisafskipta? Mér finnst þetta mjög merkilegt,“ sagði hann. 

Birgitta Jónsdóttir, þingkona Pírata, tók í sama streng: „Nú liggur fyrir að Færeyingar hafa gert tilraun með uppboð afhaheimilda og er skemmst frá því að segja að þeir uppskáru auðlindarentu til ríkissjóðs Færeyinga sem var um 2.400 prósentum hærra en Íslendingar bera úr býtum í auðlindagjöld. Það er beinlínis hlægilegt að þeir flokkar sem vilja telja sig frjálslynda og markaðssinnaða skuli tala gegn því að auðlindagjöld séu ákveðin á frjálsum markaði. Það er deginum ljósara að þeir flokkar sem tala fyrir geðþóttaákvörðunum um skiptingu auðlindarentunnar milli útgerðar og þjóðar hafa engan áhuga á því að afla ríkissjóði tekna til þess að hreinsa út sveppagróður á spítala landsmanna. Þeir flokkar kjósa heldur að afhenda flokksgæðingum afrakstur sameiginlegra verðmæta þjóðar sinnar svo að örfáar fjölskyldur geti notið aðhlynningar á hátæknieinkasjúkrahúsum erlendis án myglusveppa.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fiskveiðar

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár