Flóttamaðurinn Tony Omos hefur, samkvæmt heimildum Stundarinnar, fengið tilboð frá Gísla Frey Valdórssyni um bótagreiðslu vegna lekamálsins. Tony, sem er á Ítalíu, er að íhuga tilboðið frá aðstoðarmanninum fyrrverandi.
Sátt hefur náðst í máli Evelyn Glory og aðstoðarmannsins um skaðabætur. Dómafordæmi eru fyrir því að greiða 500 þúsund krónur í bætur vegna leka. Slíkt fordæmi er að finna í dómi nemanda frá Akranesi. Dagbók hans var lekið með upplýsingum um viðkvæm mál. Dómurinn úrskurðaði um bætur upp á 500 þúsund krónur.
,,Ég get staðfest að það er sáttahugur af hálfu Gísla. Tony er með það skoðunar að taka sátt í málinu," segir Stefán Karl Kristjánsson, lögmaður Tony Omos. Hann vill ekki upplýsa hvað upphæð er verið að tala um í sáttaboðinu en Tony krafðist upphaflega 5 milljóna króna. . .
,,Ég get staðfest að það er sáttahugur af hálfu Gísla. Tony er með það skoðunar að taka sátt í málinu," …
Athugasemdir