Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Formaður Heimdallar: „Þetta er ekkert lýðræðisform“

Al­bert Guð­munds­son tek­ur und­ir gagn­rýni sem birt­ist í pistli Gísla Gauta­son­ar, sem gagn­rýn­ir mút­ur í kosn­ing­um Heimdall­ar. Al­bert sigr­aði kosn­ing­arn­ar en seg­ist hafa vilj­að gera breyt­ing­ar á fram­kvæmd kosn­ing­anna. Hann neit­ar að hafa boð­ið mennta­skóla­nem­end­um bjór.

Formaður Heimdallar: „Þetta er ekkert lýðræðisform“
Albert Guðmundsson Nýkjörinn formaður Heimdallar, félag ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík.

„Er það lýðræði ef allir kjósa með því að taka einn ugla sat á kvisti yfir kjörseðlinum? Er það lýðræði ef að sá vinnur sem getur gefið nógu mörgum far á kjörstað? Er lýðræði keppni í hver getur hellt flesta táninga fulla?“ spyr Gísli Gautason sagnfræðinemi í harðorðum pistil sem birtur var á Nútímanum fyrr í dag, þar sem hann segir frá kosningum Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, sem fóru fram í gær.

Gísli segir að kunningi sinn úr menntaskóla hafi haft samband við sig og spurt hvort hann væri ekki reiðubúinn að hjálpa sér, kjósa sig og sitt framboð í kosningum Heimdallar. Gísli gekkst við því og var skráður í Sjálfstæðisflokkinn án þess að sýna skilríki eða skrifa undir nokkurn pappír. Hann telur kosningarnar einkennast af vinsældakosningum og spillingu.

„Þetta er gjörsamlega meingallað form á kosningum og mjög óheilbrigt fyrir bæði félagið og flokkinn.“

Formaður tekur undir

Nýkjörinn formaður Albert Guðmundsson tekur undir gagnrýni Gísla og segir hann núverandi kosningafyrirkomulega meingallað. Hann segir að framboðin tvö hafi komið sér saman um annað fyrirkomulag en Valhöll hafi ekki tekið það í mál.

„Þetta er gjörsamlega meingallað form á kosningum og mjög óheilbrigt fyrir bæði félagið og flokkinn. Við vildum að þessu yrði þannig háttað að fólk kæmi á staðinn og skráði sig þar í flokkinn þannig að það yrði meðvitaðra um að það væri að skrá sig í flokkinn. En svo kom það í ljós á mánudeginum að þau skiptu um skoðun upp í Valhöll og vildu hafa það þannig að fólk yrði skráð í flokkinn áður en það kæmi á kjörstað,“ segir Albert og bætir við að framboðin hafi samið um þetta áður.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár