Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Theodóra: Sorglegt hvernig lögð er „ofuráhersla“ á að Bjarni hafi setið á skýrslunni

Þing­flokks­formað­ur Bjartr­ar fram­tíð­ar seg­ir að fólk sé enn að drukkna í skulda­feni vegna mistaka Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og að fyr­ir­tæki hafi ver­ið rek­in í gjald­þrot með ólög­mæt­um hætti. Hún kall­ar eft­ir alls­herj­ar­upp­gjöri við stefnu vinstri­stjórn­ar­inn­ar í skulda­mál­um heim­ila og fyr­ir­tækja.

Theodóra: Sorglegt hvernig lögð er „ofuráhersla“ á að Bjarni hafi setið á skýrslunni

Theodóra S. Þorsteinsdóttir, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar, gagnrýnir þingmenn stjórnarandstöðunnar fyrir að „leggja ofuráherslu á hvort“ Bjarni Benediktsson fyrrverandi fjármálaráðherra hafi setið á skýrslunni um skiptingu höfuðstólslækkunar húsnæðislána fram yfir kosningar. 

Þetta kemur fram í stöðuuppfærslu sem hún birti á Facebook í dag. Eins og greint var frá fyrr í mánuðinum voru lokadrög að skýrslu um skiptingu leiðréttingarinnar milli þjóðfélagshópa tilbúin í júní 2016 og vinnslu við hana lokið fyrir kosningar í október 2016. Hún var hins vegar ekki birt fyrr en 18. janúar síðastliðinn að frumkvæði Benedikts Jóhannessonar, nýs fjármála- og efnahagsráðherra. Skýrslan varpar ljósi á það hvernig stór hluti af þeim fjármunum sem varið var til höfuðstólslækkunar verðtryggðra húsnæðislána á síðasta kjörtímabili rann til stóreignafólks.

Theodóra telur að sömu aðilar og gagnrýna Bjarna Benediktsson fyrir að hafa setið á skýrslunni fram yfir kosningar – en slík gagnrýni hefur einkum heyrst frá þingmönnum Vinstri grænna, Pírata og Samfylkingarinnar – séu þannig að „komast hjá því“ að ræða um innihald skýrslunnar. Hún kallar eftir uppgjöri við þá stefnu sem rekin var í stjórnartíð Samfylkingarinnar og Vinstri grænna að því er varðar skuldamál heimila og fyrirtækja. 

„Sorglegt að horfa upp á þá sem kusu með leiðréttingunni eða sátu hjá komast hjá því að ræða innihald skýrslunnar og leggja ofuráherslu á hvort ráðherra hafi setið á henni yfir kosningar,“ skrifar Theodóra. Nær allir þingmenn Vinstri grænna, Samfylkingarinnar og Pírata greiddu atkvæði gegn frumvarpi um höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðislána árið 2014 en Framsóknarflokkinn, sem nú er í stjórnarandstöðu, stóð að málinu ásamt Sjálfstæðisflokknum. 

Theodóra vitnar í bréf Árna Páls Árnasonar, fyrrverandi formanns Samfylkingarinnar, til flokkssystkina þar sem hann sagði Samfylkinguna hafa tekið að sér „í of ríkum mæli að útskýra fyrir fólki að það ætti að borga skuldir sínar“ í stað þess að taka sér „stöðu með fólki gegn fjármálakerfi“. 

Theodóra fullyrðir að Samfylkingin hafi enn tækifæri til „að leiðrétta þessi mistök“. Hún skrifar: „Fólk er enn að drukkna í skuldarfeni [sic] og það er óuppgert tjón hundruða heimila vegna nákvæmlega þessara mistaka sem Samfylkingin gerði. Væri fallegt að sjá Vinstri græna fara í sambærilega innri skoðun og jafnvel fleiri flokka. Þar fyrir utan þurfum við uppgjör á þeim úrræðum sem flokkarnir buðu upp á eftir bankahrunið. Ein skýrsla um "Leiðréttinguna" dugar ekki. Sorglegt að horfa upp á þá sem kusu með leiðréttingunni eða sátu hjá komast hjá því að ræða innihald skýrslunar [sic] og leggja ofuráherslu á hvort ráðherra hafi setið á henni yfir kosningar. Skýrsla um þau fyrirtæki sem rekin voru í gjaldþrot með ólögmætum hætti væri gagnleg, heildarskýrsla um öll þau úrræði sem í boði voru er nauðsynleg.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
5
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár