„Þá eru allar lögregluskýrslur væntanlegar ólöglegar,“ segir Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, um úrskurð Persónuverndar um Búsáhaldaskýrsluna svokölluðu. Líkt og Stundin greindi fyrst fjölmiðla frá í dag var hvorki gerð skýrslunnar né birting hennar í samræmi við persónuverndarlög samkvæmt úrskurðinum.
Geir Jón hafði ekki heyrt af úrskurði Persónuverndar þegar blaðamaður náði tali af honum í dag. „Þetta er nú bara tekið upp úr lögregluskýrslum og dagbók lögreglunnar. Þetta var samantekt af öllu því sem fyrir stóð í gögnum lögreglunnar,“ segir Geir Jón en hann mun hafa unnið skýrslunna að beiðni þáverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, Stefáns Eiríkssonar. „Ef lögregla má ekki taka saman sínar eigin upplýsingar í lögregluskýrlu þá eru allar lögregluskýrslur ólöglegar,“ segir hann ennfremur.
Athugasemdir