Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Svona eignaðist Kaupfélag Skagfirðinga virkjunarkost: „Ég var 100 prósent viss“

Kaup­fé­lag Skag­firð­inga gekk inn í við­skipti tveggja op­in­berra orku­fyr­ir­tækja og komst yf­ir virkj­un­ar­kost í Skaga­firði. Rarik ætl­aði að selja Lands­virkj­un Vill­inga­nes­virkj­un á kostn­að­ar­verði. For­stjóri Rarik seg­ir að selt hefði ver­ið dýr­ara til einkað­ila eins og kaup­fé­lags­ins. Kaup­fé­lag­ið hef­ur lengi vilj­að virka Hér­aðsvötn og not­að til þess ým­is ráð.

Svona eignaðist Kaupfélag Skagfirðinga virkjunarkost: „Ég var 100 prósent viss“
Stjórnarformaðurinn og fyrrverandi sveitarstjórnarfulltrúinn Bjarni Maronsson, núverandi stjórnarformaður Kaupfélags Skagfirðinga og fyrrverandi sveitarstjórnarfulltrúi, reyndi árið 2004 að fá sveitarfélagið til að breyta aðalskipulagi sínu til að koma Villinganesvirkjun inn í það. Vikjunarkosturinn er í eigu kaupfélagsins. Hann sést hér að aðalfundi Kaupfélags Skagfirðinga ásamt Ástu Pálmadóttur, sveitarstjóra Skagafjarðar.

Kaupfélag Skagfirðinga keypti 50 prósenta hlut í félagi utan um virkjunarkostinn Villinganesvirkjun í  Héraðsvötnum í Skagafirði af Rarik á kostnaðarverði í árslok 2012 eftir að hafa hafa gengið inn í samninga á milli Rarik og Landsvirkjunar.

Kaupfélagið og Rarik áttu saman félagið Héraðsvötn ehf. sem hélt utan um virkjunarkostina. Rarik og Landsvirkjun eru opinberir aðilar og segir Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri Rarik, að fyrirtækið hafi ætlað að selja Landsvirkjun hlut sinn í virkjunarkostinum á kostnaðarverði vegna þess að fyrirtækin eru bæði í eigu ríkisins. Hann segir hlutinn í Héraðsvötnum hafa verið seldan af því verkefnið hentaði Rarik ekki lengur. 

Villinganesvirkjun og einnig Skatastaðavirkjun í Skagafirði hafa verið í umræðunni síðustu daga vegna fyrirhugaðrar byggingar álvers á Hafursstöðum í Skagabyggð. Fyrirtækið Klappir Development skipuleggur framkvæmdirnar en ekki liggur fyrir hvaðan 206 megavöttin sem þarf til að reka álverið fyrst um sinn eiga að koma. Í viðtali við Stundina í gær sagði Ingvar Skúli Unnsteinsson, forsvarsmaður Klappa, að fyrirtækið horfði fyrst og fremst til orku Blönduvirkjunar. Sú orka er hins vegar fullnýtt og kallar bygging álversins á byggingu nýrra virkjana.

„Ég taldi mig vita að þetta væri með samþykki norðanmanna“

Hélt að Rarik hefði samþykki kaupfélagsins

Þegar samningar og verð á hlutnum í Héraðsvötnum lágu fyrir, og Samkeppniseftirlitið var búið að samþykkja viðskiptin, virkjaði Kaupfélag Skagfirðinga hins vegar forkaupsréttarákvæði sem er í samþykktum Héraðsvatna ehf. og fékk hlut Rarik í virkjunarkostinum því á sama verði og Landsvirkjun ætlaði að kaupa hlutinn á, segir Tryggi Þór. „Þessar viðræður á milli okkar og Landsvirkjunar stóðu yfir í kannski eitt og hálft ár. Ég taldi mig vita að þetta væri með samþykki norðanmanna. Þegar við vorum búin að ná saman við Landsvirkjun um að þeir keyptu bara okkar hlut í Héraðsvötnum, og að þeir ynnu bara með norðanmönnum í þessu verkefni, þá virkjuðu þeir forkaupsrétt sem var í hluthafasamkomulagi. Ég hélt að þetta væri bara tímabundið á meðan þeir héldu einhverjum samningaviðræðum áfram við Landsvirkjun um hvernig þeir kæmu inn í Héraðsvötn. En mér skilst að það hafi ekki orðið ennþá.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Álver

Óskattlagðar vaxtagreiðslur Norðuráls úr landi tvöfalt hærri en hagnaður fyrirtækisins
FréttirÁlver

Óskatt­lagð­ar vaxta­greiðsl­ur Norð­ur­áls úr landi tvö­falt hærri en hagn­að­ur fyr­ir­tæk­is­ins

Laga­setn­ing­in til að sporna við skatta­hag­ræð­ingu ál­fyr­ir­tækj­anna á Ís­landi mun ekki hafa mik­il áhrif á Norð­ur­ál og Alcoa. Vaxta­greiðsl­ur Norð­ur­áls frá Ís­landi til eig­in fyr­ir­tæk­is í Banda­ríkj­un­um nema rúm­lega 84 millj­ón­um, hærri upp­hæð en sam­bæri­leg­ar greiðsl­ur hjá Alcoa.
Alcoa: Lagasetningin hefði ekki haft nein áhrif á 6,2 milljarða vaxtagreiðslur 2014 og 2015
FréttirÁlver

Alcoa: Laga­setn­ing­in hefði ekki haft nein áhrif á 6,2 millj­arða vaxta­greiðsl­ur 2014 og 2015

Vaxt­greiðsl­ur ál­fyr­ir­tæk­is­ins Alcoa hafa al­mennt ver­ið und­ir þeim við­mið­um sem kveð­ið er á um í nýj­um lög­um um tekju­skatt. Laga­breyt­ing­in sem á að koma í veg fyr­ir skattaund­an­skot slíkra fyr­ir­tækja virð­ist því ekki hafa mik­il áhrif. For­stjóri Alcoa seg­ir að fyr­ir­tæk­ið vinni að því að kanna áhrif laga­breyt­ing­ar­inn­ar á starf­semi ál­fyr­ir­tæk­is­ins.
Óskattlagðar vaxtagreiðslur Alcoa úr álverinu nema 67 milljörðum króna
FréttirÁlver

Óskatt­lagð­ar vaxta­greiðsl­ur Alcoa úr ál­ver­inu nema 67 millj­örð­um króna

Vaxta­greiðsl­ur ál­vers­ins á Reyð­ar­firði til fé­lags í eigu Alcoa í Lúx­em­borg eru rúm­lega tveim­ur millj­örð­um króna hærri en bók­fært tap ál­vers­ins á Ís­landi. Síð­asta rík­is­stjórn breytti lög­um um tekju­skatt til að koma í veg fyr­ir slíka skatta­snún­inga. Indriði Þor­láks­son seg­ir að laga­breyt­ing­arn­ar séu ekki nægi­lega rót­tæk­ar til að koma í veg fyr­ir skattaund­an­skot með lána­við­skipt­um á milli tengdra fé­laga.
Stjórnendur álveranna væru lögbrjótar í Noregi
FréttirÁlver

Stjórn­end­ur ál­ver­anna væru lög­brjót­ar í Nor­egi

Norsk meng­un­ar­lög­gjöf er með tals­vert öðru sniði en sú ís­lenska. Í henni eru heim­ild­ir fyr­ir því að refsa stjórn­end­um fyr­ir­tækja sér­stak­lega, fremji þau ít­rek­að það sem kall­að er „meng­un­ar­glæpi“. Reglu­legt eft­ir­lit fag­að­ila með vökt­un ál­vera og hegn­ing fyr­ir brot á meng­un­ar­lög­um, sem er við­tek­inn sið­ur í Nor­egi, þekk­ist ekki á ís­landi.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.
Atlantshafsbandalagið í sinni mestu krísu:  Fjölþáttakrísa  siðmenningarinnar
6
Greining

Atlants­hafs­banda­lag­ið í sinni mestu krísu: Fjöl­þáttakrísa sið­menn­ing­ar­inn­ar

Atlants­hafs­banda­lag­ið Nató er í sinni mestu krísu frá upp­hafi og er við það að lið­ast í sund­ur. Banda­rík­in, stærsti og sterk­asti að­ili banda­lags­ins, virð­ast mögu­lega ætla að draga sig út úr varn­ar­sam­starf­inu. Þau ætla, að því er best verð­ur séð, ekki leng­ur að sinna því hlut­verki að vera leið­togi hins vest­ræna eða frjálsa heims. Ut­an­rík­is­stefna þeirra sem nú birt­ist er ein­hvers kon­ar blanda af henti­stefnu og nýrri ný­lendu­stefnu með auð­linda-upp­töku. Fjöl­þáttakrísa (e. polycris­is) ræð­ur ríkj­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár