Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Svona eignaðist Kaupfélag Skagfirðinga virkjunarkost: „Ég var 100 prósent viss“

Kaup­fé­lag Skag­firð­inga gekk inn í við­skipti tveggja op­in­berra orku­fyr­ir­tækja og komst yf­ir virkj­un­ar­kost í Skaga­firði. Rarik ætl­aði að selja Lands­virkj­un Vill­inga­nes­virkj­un á kostn­að­ar­verði. For­stjóri Rarik seg­ir að selt hefði ver­ið dýr­ara til einkað­ila eins og kaup­fé­lags­ins. Kaup­fé­lag­ið hef­ur lengi vilj­að virka Hér­aðsvötn og not­að til þess ým­is ráð.

Svona eignaðist Kaupfélag Skagfirðinga virkjunarkost: „Ég var 100 prósent viss“
Stjórnarformaðurinn og fyrrverandi sveitarstjórnarfulltrúinn Bjarni Maronsson, núverandi stjórnarformaður Kaupfélags Skagfirðinga og fyrrverandi sveitarstjórnarfulltrúi, reyndi árið 2004 að fá sveitarfélagið til að breyta aðalskipulagi sínu til að koma Villinganesvirkjun inn í það. Vikjunarkosturinn er í eigu kaupfélagsins. Hann sést hér að aðalfundi Kaupfélags Skagfirðinga ásamt Ástu Pálmadóttur, sveitarstjóra Skagafjarðar.

Kaupfélag Skagfirðinga keypti 50 prósenta hlut í félagi utan um virkjunarkostinn Villinganesvirkjun í  Héraðsvötnum í Skagafirði af Rarik á kostnaðarverði í árslok 2012 eftir að hafa hafa gengið inn í samninga á milli Rarik og Landsvirkjunar.

Kaupfélagið og Rarik áttu saman félagið Héraðsvötn ehf. sem hélt utan um virkjunarkostina. Rarik og Landsvirkjun eru opinberir aðilar og segir Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri Rarik, að fyrirtækið hafi ætlað að selja Landsvirkjun hlut sinn í virkjunarkostinum á kostnaðarverði vegna þess að fyrirtækin eru bæði í eigu ríkisins. Hann segir hlutinn í Héraðsvötnum hafa verið seldan af því verkefnið hentaði Rarik ekki lengur. 

Villinganesvirkjun og einnig Skatastaðavirkjun í Skagafirði hafa verið í umræðunni síðustu daga vegna fyrirhugaðrar byggingar álvers á Hafursstöðum í Skagabyggð. Fyrirtækið Klappir Development skipuleggur framkvæmdirnar en ekki liggur fyrir hvaðan 206 megavöttin sem þarf til að reka álverið fyrst um sinn eiga að koma. Í viðtali við Stundina í gær sagði Ingvar Skúli Unnsteinsson, forsvarsmaður Klappa, að fyrirtækið horfði fyrst og fremst til orku Blönduvirkjunar. Sú orka er hins vegar fullnýtt og kallar bygging álversins á byggingu nýrra virkjana.

„Ég taldi mig vita að þetta væri með samþykki norðanmanna“

Hélt að Rarik hefði samþykki kaupfélagsins

Þegar samningar og verð á hlutnum í Héraðsvötnum lágu fyrir, og Samkeppniseftirlitið var búið að samþykkja viðskiptin, virkjaði Kaupfélag Skagfirðinga hins vegar forkaupsréttarákvæði sem er í samþykktum Héraðsvatna ehf. og fékk hlut Rarik í virkjunarkostinum því á sama verði og Landsvirkjun ætlaði að kaupa hlutinn á, segir Tryggi Þór. „Þessar viðræður á milli okkar og Landsvirkjunar stóðu yfir í kannski eitt og hálft ár. Ég taldi mig vita að þetta væri með samþykki norðanmanna. Þegar við vorum búin að ná saman við Landsvirkjun um að þeir keyptu bara okkar hlut í Héraðsvötnum, og að þeir ynnu bara með norðanmönnum í þessu verkefni, þá virkjuðu þeir forkaupsrétt sem var í hluthafasamkomulagi. Ég hélt að þetta væri bara tímabundið á meðan þeir héldu einhverjum samningaviðræðum áfram við Landsvirkjun um hvernig þeir kæmu inn í Héraðsvötn. En mér skilst að það hafi ekki orðið ennþá.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Álver

Óskattlagðar vaxtagreiðslur Norðuráls úr landi tvöfalt hærri en hagnaður fyrirtækisins
FréttirÁlver

Óskatt­lagð­ar vaxta­greiðsl­ur Norð­ur­áls úr landi tvö­falt hærri en hagn­að­ur fyr­ir­tæk­is­ins

Laga­setn­ing­in til að sporna við skatta­hag­ræð­ingu ál­fyr­ir­tækj­anna á Ís­landi mun ekki hafa mik­il áhrif á Norð­ur­ál og Alcoa. Vaxta­greiðsl­ur Norð­ur­áls frá Ís­landi til eig­in fyr­ir­tæk­is í Banda­ríkj­un­um nema rúm­lega 84 millj­ón­um, hærri upp­hæð en sam­bæri­leg­ar greiðsl­ur hjá Alcoa.
Alcoa: Lagasetningin hefði ekki haft nein áhrif á 6,2 milljarða vaxtagreiðslur 2014 og 2015
FréttirÁlver

Alcoa: Laga­setn­ing­in hefði ekki haft nein áhrif á 6,2 millj­arða vaxta­greiðsl­ur 2014 og 2015

Vaxt­greiðsl­ur ál­fyr­ir­tæk­is­ins Alcoa hafa al­mennt ver­ið und­ir þeim við­mið­um sem kveð­ið er á um í nýj­um lög­um um tekju­skatt. Laga­breyt­ing­in sem á að koma í veg fyr­ir skattaund­an­skot slíkra fyr­ir­tækja virð­ist því ekki hafa mik­il áhrif. For­stjóri Alcoa seg­ir að fyr­ir­tæk­ið vinni að því að kanna áhrif laga­breyt­ing­ar­inn­ar á starf­semi ál­fyr­ir­tæk­is­ins.
Óskattlagðar vaxtagreiðslur Alcoa úr álverinu nema 67 milljörðum króna
FréttirÁlver

Óskatt­lagð­ar vaxta­greiðsl­ur Alcoa úr ál­ver­inu nema 67 millj­örð­um króna

Vaxta­greiðsl­ur ál­vers­ins á Reyð­ar­firði til fé­lags í eigu Alcoa í Lúx­em­borg eru rúm­lega tveim­ur millj­örð­um króna hærri en bók­fært tap ál­vers­ins á Ís­landi. Síð­asta rík­is­stjórn breytti lög­um um tekju­skatt til að koma í veg fyr­ir slíka skatta­snún­inga. Indriði Þor­láks­son seg­ir að laga­breyt­ing­arn­ar séu ekki nægi­lega rót­tæk­ar til að koma í veg fyr­ir skattaund­an­skot með lána­við­skipt­um á milli tengdra fé­laga.
Stjórnendur álveranna væru lögbrjótar í Noregi
FréttirÁlver

Stjórn­end­ur ál­ver­anna væru lög­brjót­ar í Nor­egi

Norsk meng­un­ar­lög­gjöf er með tals­vert öðru sniði en sú ís­lenska. Í henni eru heim­ild­ir fyr­ir því að refsa stjórn­end­um fyr­ir­tækja sér­stak­lega, fremji þau ít­rek­að það sem kall­að er „meng­un­ar­glæpi“. Reglu­legt eft­ir­lit fag­að­ila með vökt­un ál­vera og hegn­ing fyr­ir brot á meng­un­ar­lög­um, sem er við­tek­inn sið­ur í Nor­egi, þekk­ist ekki á ís­landi.

Mest lesið

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
6
Aðsent

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

ESB eða Pú­er­tó Ríkó? Hvernig tryggj­um við full­veld­ið?

„Óbreytt ástand stend­ur ekki til boða,“ skrif­ar Jó­hann­es Hraun­fjörð Karls­son, hag­fræð­ing­ur og sagn­fræð­ing­ur, og seg­ir að um­ræða ör­ygg­is­mál og hvernig Ís­land trygg­ir full­veld­ið hafi enn ekki far­ið fram. Jó­hann­es seg­ir að stuðn­ings­menn „sjáv­ar­út­vegs­greif­anna“ leyn­ist víða og að aug­lýs­inga­her­ferð þeirra í sjón­varpi minni helst á Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár