Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Gert ráð fyrir að ríkið eigi allt að 40 prósenta hlut í Landsbankanum til frambúðar

Í drög­um að upp­færðri eig­anda­stefnu fyr­ir fjár­mála­fyr­ir­tæki er gert ráð fyr­ir sölu á stærst­um hluta rík­is­ins í Lands­bank­an­um og öll­um eign­ar­hlut rík­is­ins í Ís­lands­banka, Ari­on banka og Spari­sjóði Aust­ur­lands á næstu ár­um.

Gert ráð fyrir að ríkið eigi allt að 40 prósenta hlut í Landsbankanum til frambúðar

Stefnt er að því að selja stærstan hluta ríkisins í Landsbankanum og allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka, Arion banka og Sparisjóði Austurlands á næstu árum. Þetta kemur fram í drögum að uppfærðri eigandastefnu fyrir fjármálafyrirtæki sem birt voru til umsagnar á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins í dag. Þar eru meðal annars skilgreind markmið um einstök fjármálafyrirtæki í eigu ríkisins og eignarhald þeirra til framtíðar. 

Fram kemur að stefnt sé að því að ríkissjóður eigi verulegan eignarhlut, 34-40%, í Landsbankanum til langframa í því skyni að stuðla að stöðugleika í fjármálakerfi landsins og tryggja nauðsynlega innviði þess. „Eignarhlutur ríkisins í bankanum verði að öðru leyti seldur á næstu árum þegar hagfelld og æskileg skilyrði eru fyrir hendi og jafnframt verði stefnt að skráningu á hlutabréfamarkað,“ segir í tilkynningunni. Eins er kveðið á um „hagfelld og æskileg skilyrði“ í umfjöllun um fyrirhugaða sölu á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka og Arion banka. Hins vegar kemur fram að hlutur ríkisins í Sparisjóði Austurlands verði seldur „um leið og hægt er“ enda sé ekki markmið ríkisins að vera eigandi sparisjóðsins til langframa. 

Í drögunum er tekið fram að eignarhlutir ríkisins í fjármálafyrirtækjum verði ekki seldir fyrr en aðstæður á markaði séu hagfelldar og ásættanlegar, líklegt sé að kaupendur séu til staðar og viðkomandi fyrirtæki tilbúið til sölu. Við söluna skuli stuðlað að því að efla og styrkja samkeppni á fjármálamarkaði. 

Bent er á að í lögum um Bankasýslu ríkisins hafiverið gert ráð fyrir að stofnunin lyki störfum innan fimm ára frá því að hún var sett á fót. Bankasýslan hafi hins vegar ekki lokið hlutverki sínu. Líklega verði lagt fram lagafrumvarp um niðurlagningu hennar verði stærri fjármálafyrirtæki í meirihlutaeigu ríkisins seld eða skráð á hlutabréfamarkað.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár