Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Gert ráð fyrir að ríkið eigi allt að 40 prósenta hlut í Landsbankanum til frambúðar

Í drög­um að upp­færðri eig­anda­stefnu fyr­ir fjár­mála­fyr­ir­tæki er gert ráð fyr­ir sölu á stærst­um hluta rík­is­ins í Lands­bank­an­um og öll­um eign­ar­hlut rík­is­ins í Ís­lands­banka, Ari­on banka og Spari­sjóði Aust­ur­lands á næstu ár­um.

Gert ráð fyrir að ríkið eigi allt að 40 prósenta hlut í Landsbankanum til frambúðar

Stefnt er að því að selja stærstan hluta ríkisins í Landsbankanum og allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka, Arion banka og Sparisjóði Austurlands á næstu árum. Þetta kemur fram í drögum að uppfærðri eigandastefnu fyrir fjármálafyrirtæki sem birt voru til umsagnar á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins í dag. Þar eru meðal annars skilgreind markmið um einstök fjármálafyrirtæki í eigu ríkisins og eignarhald þeirra til framtíðar. 

Fram kemur að stefnt sé að því að ríkissjóður eigi verulegan eignarhlut, 34-40%, í Landsbankanum til langframa í því skyni að stuðla að stöðugleika í fjármálakerfi landsins og tryggja nauðsynlega innviði þess. „Eignarhlutur ríkisins í bankanum verði að öðru leyti seldur á næstu árum þegar hagfelld og æskileg skilyrði eru fyrir hendi og jafnframt verði stefnt að skráningu á hlutabréfamarkað,“ segir í tilkynningunni. Eins er kveðið á um „hagfelld og æskileg skilyrði“ í umfjöllun um fyrirhugaða sölu á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka og Arion banka. Hins vegar kemur fram að hlutur ríkisins í Sparisjóði Austurlands verði seldur „um leið og hægt er“ enda sé ekki markmið ríkisins að vera eigandi sparisjóðsins til langframa. 

Í drögunum er tekið fram að eignarhlutir ríkisins í fjármálafyrirtækjum verði ekki seldir fyrr en aðstæður á markaði séu hagfelldar og ásættanlegar, líklegt sé að kaupendur séu til staðar og viðkomandi fyrirtæki tilbúið til sölu. Við söluna skuli stuðlað að því að efla og styrkja samkeppni á fjármálamarkaði. 

Bent er á að í lögum um Bankasýslu ríkisins hafiverið gert ráð fyrir að stofnunin lyki störfum innan fimm ára frá því að hún var sett á fót. Bankasýslan hafi hins vegar ekki lokið hlutverki sínu. Líklega verði lagt fram lagafrumvarp um niðurlagningu hennar verði stærri fjármálafyrirtæki í meirihlutaeigu ríkisins seld eða skráð á hlutabréfamarkað.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár