Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Stjórnmálaleiðtogar fá mun hærri laun á Íslandi

For­sæt­is­ráð­herra og for­seti Ís­lands fá hærri laun held­ur en fólk í sam­bæri­leg­um stöð­um í mörg­um fjöl­menn­ustu lönd­um heims og stór­um ríkj­um Evr­ópu.

Stjórnmálaleiðtogar fá mun hærri laun á Íslandi
Æðsta stjórn ríkisins Bjarni Benediktsson fær stjórnarmyndunarumboð frá Guðna Th. Jóhannessyni forseta. Báðir eru þeir með mjög há laun miðað við sömu stöður í stærri ríkjum. Mynd: Pressphotos

Forsætisráðherra Íslands er með hærri laun en forsætisráðherrar flestra ríkja Evrópu og mun hærri laun en leiðtogar stærstu og fjölmennustu ríkja heims. 

Þótt jafnan sé því haldið fram að jöfnuður sé einna mestur á Íslandi af ríkjum heims endurspeglast það ekki jafn vel í muninum á kjörum íslenska forsætisráðherrans og meðalmanneskjunnar.

Hærri laun en leiðtogar stórþjóða

Íslenski forsætisráðherrann er með 8% hærri laun en forsætisráðherra Japans, þar sem 126 milljónir manna búa. Hérlendi forsætisráðherrann hefur hlutverki að gegna gagnvart 0,27% af þeim mannfjölda sem japanski forsætisráðherrann Shinzo Abe starfar fyrir. Hlutfallslegur kostnaður Íslendinga af forsætisráðherra sínum er því um 374 sinnum meiri en Japana. 

Leiðtogar ríkisstjórna í Frakklandi og Bretlandi fá einnig töluvert lægri laun en forsætisráðherrar Íslands, þótt á Íslandi búi einungis um 0,5% af íbúafjölda ríkjanna tveggja. Forsætisráðherra Belgíu, þar sem rúmar 11 milljónir manna búa, fær aðeins tæpar 1,4 milljónir króna í laun, eða rúmlega 600 þúsund krónur minna en sá íslenski.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár