Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Stjórnmálaleiðtogar fá mun hærri laun á Íslandi

For­sæt­is­ráð­herra og for­seti Ís­lands fá hærri laun held­ur en fólk í sam­bæri­leg­um stöð­um í mörg­um fjöl­menn­ustu lönd­um heims og stór­um ríkj­um Evr­ópu.

Stjórnmálaleiðtogar fá mun hærri laun á Íslandi
Æðsta stjórn ríkisins Bjarni Benediktsson fær stjórnarmyndunarumboð frá Guðna Th. Jóhannessyni forseta. Báðir eru þeir með mjög há laun miðað við sömu stöður í stærri ríkjum. Mynd: Pressphotos

Forsætisráðherra Íslands er með hærri laun en forsætisráðherrar flestra ríkja Evrópu og mun hærri laun en leiðtogar stærstu og fjölmennustu ríkja heims. 

Þótt jafnan sé því haldið fram að jöfnuður sé einna mestur á Íslandi af ríkjum heims endurspeglast það ekki jafn vel í muninum á kjörum íslenska forsætisráðherrans og meðalmanneskjunnar.

Hærri laun en leiðtogar stórþjóða

Íslenski forsætisráðherrann er með 8% hærri laun en forsætisráðherra Japans, þar sem 126 milljónir manna búa. Hérlendi forsætisráðherrann hefur hlutverki að gegna gagnvart 0,27% af þeim mannfjölda sem japanski forsætisráðherrann Shinzo Abe starfar fyrir. Hlutfallslegur kostnaður Íslendinga af forsætisráðherra sínum er því um 374 sinnum meiri en Japana. 

Leiðtogar ríkisstjórna í Frakklandi og Bretlandi fá einnig töluvert lægri laun en forsætisráðherrar Íslands, þótt á Íslandi búi einungis um 0,5% af íbúafjölda ríkjanna tveggja. Forsætisráðherra Belgíu, þar sem rúmar 11 milljónir manna búa, fær aðeins tæpar 1,4 milljónir króna í laun, eða rúmlega 600 þúsund krónur minna en sá íslenski.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár