Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Stjórnmálaleiðtogar fá mun hærri laun á Íslandi

For­sæt­is­ráð­herra og for­seti Ís­lands fá hærri laun held­ur en fólk í sam­bæri­leg­um stöð­um í mörg­um fjöl­menn­ustu lönd­um heims og stór­um ríkj­um Evr­ópu.

Stjórnmálaleiðtogar fá mun hærri laun á Íslandi
Æðsta stjórn ríkisins Bjarni Benediktsson fær stjórnarmyndunarumboð frá Guðna Th. Jóhannessyni forseta. Báðir eru þeir með mjög há laun miðað við sömu stöður í stærri ríkjum. Mynd: Pressphotos

Forsætisráðherra Íslands er með hærri laun en forsætisráðherrar flestra ríkja Evrópu og mun hærri laun en leiðtogar stærstu og fjölmennustu ríkja heims. 

Þótt jafnan sé því haldið fram að jöfnuður sé einna mestur á Íslandi af ríkjum heims endurspeglast það ekki jafn vel í muninum á kjörum íslenska forsætisráðherrans og meðalmanneskjunnar.

Hærri laun en leiðtogar stórþjóða

Íslenski forsætisráðherrann er með 8% hærri laun en forsætisráðherra Japans, þar sem 126 milljónir manna búa. Hérlendi forsætisráðherrann hefur hlutverki að gegna gagnvart 0,27% af þeim mannfjölda sem japanski forsætisráðherrann Shinzo Abe starfar fyrir. Hlutfallslegur kostnaður Íslendinga af forsætisráðherra sínum er því um 374 sinnum meiri en Japana. 

Leiðtogar ríkisstjórna í Frakklandi og Bretlandi fá einnig töluvert lægri laun en forsætisráðherrar Íslands, þótt á Íslandi búi einungis um 0,5% af íbúafjölda ríkjanna tveggja. Forsætisráðherra Belgíu, þar sem rúmar 11 milljónir manna búa, fær aðeins tæpar 1,4 milljónir króna í laun, eða rúmlega 600 þúsund krónur minna en sá íslenski.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár