Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Stjórnarliðar vilja aukna aðkomu einkaaðila að vegagerð og kanna einkavæðingu flugvallarins

Meiri­hluti um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar Al­þing­is lýs­ir yf­ir stuðn­ingi við hug­mynd­ir Jóns Gunn­ars­son­ar, sam­göngu­ráð­herra, um sam­starfs­fjár­mögn­un rík­is og einka­að­ila þeg­ar ráð­ist verð­ur í vega­bæt­ur til og frá höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Meiri­hluti fjár­laga­nefnd­ar vill kanna sölu á eign­um rík­is­ins á Kefla­vík­ur­flug­velli.

Stjórnarliðar vilja aukna aðkomu einkaaðila að vegagerð og kanna einkavæðingu flugvallarins
Formenn nefnda Valgerður Gunnarsdóttir er formaður umhverfis- og samgöngunefndar en meiri hluti hennar vilja skoða samstarfsfjármögnun ríkis og einkaaðila í vegaframkvæmdum. Haraldur Benediktsson er formaður fjárlaganefndar en meiri hluti hennar leggur til að skoðað verði að selja eignir hins opinbera á Keflavíkurflugvelli. Mynd: Alþingi

Meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis lýsir yfir stuðningi við hugmyndir Jóns Gunnarssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um samstarfsfjármögnun ríkis og einkaaðila þegar ráðist verður í vegabætur á aðalumferðaræðum til og frá höfuðborgarsvæðinu. Ráðherrann hefur kallað eftir vegtollum til að fjármagna slíkar framkvæmdir. 

Stjórnarliðar í umhverfis- og samgöngunefnd vilja að almennt verði hugað að öðrum möguleikum til fjármögnunar samgöngumannvirkja en með beinum framlögum úr ríkissjóði. Þetta kemur fram í umsögn þeirra um fjármálaáætlun Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra. Undir umsögn nefndarinnar rita Valgerður Gunnarsdóttir, formaður nefndarinnar, Ásmundur Friðriksson, Bryndís Haraldsdóttir og Teitur Björn Einarsson úr Sjálfstæðisflokki og Pawel Bartoszek úr Viðreisn. 

Áhugi á einkavæðingu flugvallarins

 

Þingmenn stjórnarandstöðunnar í nefndinni hafa skilað sérálitum þar sem fjársvelti þeirra málefnasviða sem heyra undir nefndina er gagnrýnt. Meirihluti nefndarinnar lýsir hins vegar yfir stuðningi við meginlínur tekju- og gjaldaramma fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar. 

Meirihluti fjárlaganefndar hefur einnig lokið við gerð álits um fjármálaáætlunina, en það mun birtast á vef Alþingis seinna í dag. Samkvæmt heimildum Stundarinnar er lagt til í áliti meirihlutans að skoðað verði að selja eignir hins opinbera á Keflavíkurflugvelli og nýta söluandvirðið til átaks í samgöngumálum. 

Hagkvæmt þegar framkvæmd er háð áhættu

Samstarfsfjármögnun ríkis og einkaaðila (e. private-public partnership) – oft þýtt sem einkafjármögnun eða einkaframkvæmd – felst í því að verktaki tekur að sér að hanna, fjármagna, byggja og reka mannvirki í tiltekinn tíma fyrir hið opinbera, en í tilviki vegagerðar og samgöngumannvirkja er stofnkostnaður oftast greiddur upp með veggjöldum af einhverju tagi. 

Eins og rakið er í skýrslu sem Ríkisendurskoðun vann um Hvalfjarðargöngin og Sundabraut árið 2006 er einkaframkvæmd helst álitin hagkvæmur kostur þegar framkvæmd er háð verulegri áhættu sem einkaaðili er tilbúinn að taka á sig en 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu