Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Stjórnarliðar vilja að bætt aðstaða á Landspítala greiði götu „fjölbreyttra rekstrarforma“ í heilbrigðisþjónustu

Yf­ir­gnæf­andi meiri­hluti lands­manna er and­víg­ur einka­rekstri í heil­brigðis­kerf­inu sam­kvæmt nýrri könn­un. Stefnt er að áfram­hald­andi vexti einka­rek­inn­ar heil­brigð­is­þjón­ustu sam­kvæmt fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar og meiri­hluti fjár­laga­nefnd­ar vill að bætt að­staða á Land­spít­ala hjálpi til við að „nýta kosti fjöl­breyttra rekstr­ar­forma í heil­brigð­is­þjón­ustu til að ná mark­mið­um um bætta þjón­ustu og aukna af­kasta­getu“.

Stjórnarliðar vilja að bætt aðstaða á Landspítala greiði götu „fjölbreyttra rekstrarforma“ í heilbrigðisþjónustu

Stjórnarliðar í fjárlaganefnd telja að ný og bætt aðstaða á Landspítala geti greitt götu fjölbreyttra rekstrarforma í íslenskri heilbrigðisþjónustu. Þannig megi bæta þjónustu og auka afkastagetu kerfisins.

Þetta kemur fram í áliti meirihluta fjárlaganefndar Alþingis um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Undir það rita Har­ald­ur Bene­dikts­son, formaður nefndarinnar, Njáll Trausti Friðbertsson og Páll Magnússon úr Sjálfstæðisflokknum, Hanna Katrín Friðriks­son úr Viðreisn og Theodóra S. Þorsteins­dótt­ir úr Bjartri framtíð.

Í álitinu er vikið að innleiðingu framleiðslutengdrar fjármögnunar spítalans og bent á að þetta feli í sér „gegnsærri aðferðir við fjármögnun þar sem þjónustan er kostnaðargreind, skynsamlegri úthlutun fjármagns í heilbrigðiskerfinu, aukin skilvirkni og bætt eftirlit með gæðum og hagkvæmni þjónustunnar.“

Þá segir í álitinu að auk fyrrgreindra markmiða muni „ný og bætt aðstaða á Landspítala og gegnsæ framleiðslutengd fjármögnun að mati meiri hluta nefndarinnar hafa áhrif á að hægt verði að nýta kosti fjölbreyttra rekstrarforma í heilbrigðisþjónustu til að ná markmiðum um bætta þjónustu og aukna afkastagetu. Forsenda þess að slík fjölbreytni skili ávinningi fyrir notendur og veitendur heilbrigðisþjónustunnar er að greiðslukerfin séu sambærileg.“

Andstaðan við einkarekna heilbrigðisþjónustu eykst

Í dag birti Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands niðurstöður rannsóknar Rúnars Vilhjálmssonar, prófessors í félagsfræði við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, þar sem fram kemur að yfirgnæfandi meirihluti landsmanna er andvígur einkarekstri í heilbrigðiskerfinu.

Andstaðan við einkarekstur hefur aukist verulega á undanförnum árum og eru nú alls 86% landsmanna þeirrar skoðunar að rekstur sjúkrahúsa eigi fyrst og fremst að vera á hendi hins opinbera. Aðeins 1,3% telja að sjúkrahús eigi fyrst og fremst að vera rekin af einkaaðilum. 

Undanfarnar vikur hafa bæði landlæknisembættið og stjórnendur Landspítalans og Sjúkrahússins á Akureyri gagnrýnt síaukin fjárframlög hins opinbera vegna þjónustu sem einkareknar læknastofur og lækningafyrirtæki veita meðan sjúkrahúsunum er skorinn þröngur stakkur

Hafa stjórnendur Landspítalans lýst því yfir að sú forgangsröðun sem birtist í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar bendi til þess að ríkisstjórnin vilji kynda undir þeirri þróun að heilbrigðisþjónusta færist frá sjúkrahúsum og til veitenda utan sjúkrahúsa, svo sem til einkastofa sérfræðilækna og einkarekinna lækningafyrirtækja. Landlæknir hefur að sama skapi kallað eftir endurskoðun á samningi Sjúkratrygginga við sérfræðilækna og bent á að útgjöld ríkisins til einkareksturs hafa aukist um 40 prósent á síðastliðnum árum en umtalsvert minna til opinbera kerfisins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár