Lán til framfærslu íslenskra námsmanna erlendis lækka um allt að 20% á næsta skólaári samkvæmt nýjum úthlutunarreglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Reglurnar tóku gildi þann 1. apríl.
„Framfærslugrunnur var leiðréttur í síðustu úthlutunarreglum til hækkunar í einu lagi þar sem þess var þörf og til lækkunar um allt að 10%,“ segir á vef LÍN. „Í þeim löndum/borgum þar sem lækka þarf framfærslugrunninn enn meira lækkar hann sums staðar mest um 20% á árinu 2016-2017 og það sem eftir stendur kemur til lækkunar að fullu á skólaárinu 2017-2018.“ Nýju reglurnar fela einnig í sér þá breytingu að hámarkseiningarfjöldi sem hægt verður að fá lán fyrir verða 480 ECTS-einingar í stað 540 ECTS-eininga.
Ásta Guðrún Helgadóttir, þingkona Pírata, gagnrýnir breytingarnar harðlega
Athugasemdir