Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Sólríkasti mánuður ársins er hafinn

Maí­mán­uð­ur er venju­lega sá sól­rík­asti á ár­inu í Reykja­vík. Nú er spáð sól­ríkju í Reykja­vík og allt að 20 stiga hita um allt land á næstu dög­um.

Sólríkasti mánuður ársins er hafinn
Sumarið kemur Mesta sólríkjan í höfuðborginni er ekki í júlí eða júní, heldur í maí. Mynd: Getty images

Reykvíkingar geta búist við því að sólríkasti mánuður ársins sé nú hafinn. Þótt mánuðurinn hefjist í höfuðborginni með skýjahulu og rigningu er langvarandi sólríkja framundan, samkvæmt spám Veðurstofunnar.

Maímánuður er langsamlega sólríkasti mánuður ársins í Reykjavík. Á árunum 2000 til 2014 voru að meðaltali 230 sólarstundir í maí, en næstmest eru 198 sólarstundir í júní og þar á eftir 185 í júlí.

Sólríkara í Reykjavík en á Akureyri

Þar sem sólarstundir eru að meðaltali rúmlega 1.400 á ári í Reykjavík má búast við að 16,5 prósent þeirra eigi sér stað þennan mánuðinn. Fæstar eru sólarstundir í Reykjavík í desember, eða aðeins 12 til 15.

Í maí í fyrra voru óvenjufáar sólskinsstundir í Reykjavík, eða 146 stundir, sem er 93 stundum undir meðaltali síðustu tíu ára á undan. Hins vegar voru sólskinsstundirnar 213 á Akureyri í maí í fyrra, eða 53 yfir tíu ára meðaltali. 

Á Akureyri eru um 1050 sólskinsstundir á hverju ári. Örlítið fleiri sólarstundir eru viðbúnar þar í júní en í maí. 

Tölfræði sýnir að ekkert samband er á milli fjölda sólskinsstunda á Akureyri og í Reykjavík, eins og Trausti Jónsson veðurfræðingur bendir á í Veðurbók sinni. „Í fljótu bragði mætti ætla að öfugt samband sé á milli sólskinsstundafjölda á Akureyri og í Reykjavík. Svo er þó ekki, því sambandið er ekkert. Til eru sumur sem voru sólarlítil á báðum stöðum og einnig öfugt, að sólskin ríkti bæði norðanlands og sunnan.“

Sumarveður framundan

Veðrið á fimmtudagFrá og með miðvikudegi hefst sumarblíða á landinu. Hér sést sjálfvirk veðurspá Veðurstofunnar fyrir hádegi næsta fimmtudags.

Eftir fremur kaldan aprílmánuð eru sumarhlýindi framundan á öllu landinu. Strax á miðvikudag er spáð 19 gráðu hitta á Akureyri og Egilsstöðum, og 14 gráðu hita og heiðríkju í Reykjavík. Sjálfvirkar spár gera ráð fyrir sólríkju í Reykjavík frá miðvikudeginum næsta og allt að 18 gráðu hita á Suðurlandi næstu helgi.

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár