Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Sólríkasti mánuður ársins er hafinn

Maí­mán­uð­ur er venju­lega sá sól­rík­asti á ár­inu í Reykja­vík. Nú er spáð sól­ríkju í Reykja­vík og allt að 20 stiga hita um allt land á næstu dög­um.

Sólríkasti mánuður ársins er hafinn
Sumarið kemur Mesta sólríkjan í höfuðborginni er ekki í júlí eða júní, heldur í maí. Mynd: Getty images

Reykvíkingar geta búist við því að sólríkasti mánuður ársins sé nú hafinn. Þótt mánuðurinn hefjist í höfuðborginni með skýjahulu og rigningu er langvarandi sólríkja framundan, samkvæmt spám Veðurstofunnar.

Maímánuður er langsamlega sólríkasti mánuður ársins í Reykjavík. Á árunum 2000 til 2014 voru að meðaltali 230 sólarstundir í maí, en næstmest eru 198 sólarstundir í júní og þar á eftir 185 í júlí.

Sólríkara í Reykjavík en á Akureyri

Þar sem sólarstundir eru að meðaltali rúmlega 1.400 á ári í Reykjavík má búast við að 16,5 prósent þeirra eigi sér stað þennan mánuðinn. Fæstar eru sólarstundir í Reykjavík í desember, eða aðeins 12 til 15.

Í maí í fyrra voru óvenjufáar sólskinsstundir í Reykjavík, eða 146 stundir, sem er 93 stundum undir meðaltali síðustu tíu ára á undan. Hins vegar voru sólskinsstundirnar 213 á Akureyri í maí í fyrra, eða 53 yfir tíu ára meðaltali. 

Á Akureyri eru um 1050 sólskinsstundir á hverju ári. Örlítið fleiri sólarstundir eru viðbúnar þar í júní en í maí. 

Tölfræði sýnir að ekkert samband er á milli fjölda sólskinsstunda á Akureyri og í Reykjavík, eins og Trausti Jónsson veðurfræðingur bendir á í Veðurbók sinni. „Í fljótu bragði mætti ætla að öfugt samband sé á milli sólskinsstundafjölda á Akureyri og í Reykjavík. Svo er þó ekki, því sambandið er ekkert. Til eru sumur sem voru sólarlítil á báðum stöðum og einnig öfugt, að sólskin ríkti bæði norðanlands og sunnan.“

Sumarveður framundan

Veðrið á fimmtudagFrá og með miðvikudegi hefst sumarblíða á landinu. Hér sést sjálfvirk veðurspá Veðurstofunnar fyrir hádegi næsta fimmtudags.

Eftir fremur kaldan aprílmánuð eru sumarhlýindi framundan á öllu landinu. Strax á miðvikudag er spáð 19 gráðu hitta á Akureyri og Egilsstöðum, og 14 gráðu hita og heiðríkju í Reykjavík. Sjálfvirkar spár gera ráð fyrir sólríkju í Reykjavík frá miðvikudeginum næsta og allt að 18 gráðu hita á Suðurlandi næstu helgi.

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár