Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Fjármálaráðherra hefur setið á skýrslu um skattaskjólseignir frá því fyrir kosningar

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra hef­ur enn ekki kynnt Al­þingi skýrslu um um­fang skatta­skjól­seigna Ís­lend­inga þrátt fyr­ir að hún hafi ver­ið til­bú­in tæp­um mán­uði fyr­ir kosn­ing­ar með­an þing var enn að störf­um. Bjarni kem­ur sjálf­ur fyr­ir í skatta­skjóls­gögn­um.

Fjármálaráðherra hefur setið á skýrslu um skattaskjólseignir frá því fyrir kosningar

Skýrsla um umfang skattaskjólseigna Íslendinga hefur legið fyrir í fjármála- og efnahagsráðuneytinu frá því í byrjun október, um mánuði áður en gengið var til þingkosninga. Skýrslan hefur þó hvorki verið kynnt Alþingi né almenningi.

Kjarninn greinir frá málinu í dag og segir skýrsluna tilbúna og þegar hafa verið kynnta innan ráðuneytisins. Þing var að störfum allt til 13. október, en Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti skýrsluna ekki undir lok þess þings né þegar þing kom aftur saman í desember. Stundin hefur sent fjármálaráðuneytinu upplýsingabeiðni og óskað eftir aðgangi að skýrslunni auk skýringa á því að hún hafi ekki verið birt.

Um er að ræða afraksturinn af vinnu sérstaks starfs­hóps sem fjármálaráðherra skipaði eftir að málefni skattaskjóla komust í hámæli. Hópnum var falið að meta umfang fjármagnstilfærslna og eignaumsýslu Íslendinga á aflandssvæðum. 

Eins og Panama-skjölin vörpuðu ljósi á átti fjármálaráðherra sjálfur hlut í aflandsfélagi og jafnframt Benedikt Sveinsson, faðir hans. Báðir eru frændur og fyrrverandi viðskiptafélagar Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar sem útlit er fyrir að verði næsti fjármálaráðherra. 

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata sem situr í fjárlaganefnd fyrir hönd flokksins, tjáir sig um málið á Facebook og veltir því upp hvort leyndin yfir skýrslunni kunni að hafa haft áhrif á úrslit þingkosninganna þann 29. október.

„Jæja, skyldi þetta vera eitthvað sem hefði haft áhrif á það hvernig fólk hagaði atkvæði sínu? Ef svo, þá er Alþingi mögulega umboðslaust. Aftur,“ skrifar hann og bætir við: „Af hverju? Upplýsingarnar liggja fyrir tæpum mánuði fyrir kosningar en einhver tekur ákvörðun um að geyma skýrsluna. Ef viðkomandi er núverandi fjármálaráðherra þá myndi ég telja það vera tilefni til vantrausts þar sem hann hafði mögulega mikinn hag af því að upplýsingarnar færu ekki í umræðu fyrir kosningar.“

Bjarni Benediktsson átti þriðjungshlut í aflandsfélaginu Falson & Co á Seychelles-eyjum fyrir hrun og geymdi þar 40 milljónir króna vegna íbúðafjárfestinga erlendis. Hann gaf skattayfirvöldum þær röngu upplýsingar að félagið væri skráð í Lúxemborg en fullyrti síðar í viðtali að hann hefði ekki vitað betur á þeim tíma.

Falson & Co var aldrei skráð í hagsmunaskrá Alþingis og lá í þagnargildi á þeim tíma sem Bjarni átti aðkomu að máli er varðaði kaup skattrannsóknarstjóra á gögnum um aflandsfélög Íslendinga. Í þessum gögnum var meðal annars að finna upplýsingar um Bjarna sjálfan og viðskiptafélaga hans og föður, Benedikt Sveinsson.

Eins og Stundin hefur fjallað ítarlega um setti ráðuneyti Bjarna kaupum á gögnunum skilyrði sem skattrannsóknarstjóra reyndist erfitt að uppfylla. Fyrir vikið var ekki hægt að hafa eins hraðar hendur og þingmenn og margir innan stjórnsýslunnar hefðu viljað. Bjarni gaf engu að síður ranglega í skyn í fjölmiðlum að það væri skattrannsóknarstjóri sem drægi lappirnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Skattamál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu