Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Fjármálaráðherra hefur setið á skýrslu um skattaskjólseignir frá því fyrir kosningar

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra hef­ur enn ekki kynnt Al­þingi skýrslu um um­fang skatta­skjól­seigna Ís­lend­inga þrátt fyr­ir að hún hafi ver­ið til­bú­in tæp­um mán­uði fyr­ir kosn­ing­ar með­an þing var enn að störf­um. Bjarni kem­ur sjálf­ur fyr­ir í skatta­skjóls­gögn­um.

Fjármálaráðherra hefur setið á skýrslu um skattaskjólseignir frá því fyrir kosningar

Skýrsla um umfang skattaskjólseigna Íslendinga hefur legið fyrir í fjármála- og efnahagsráðuneytinu frá því í byrjun október, um mánuði áður en gengið var til þingkosninga. Skýrslan hefur þó hvorki verið kynnt Alþingi né almenningi.

Kjarninn greinir frá málinu í dag og segir skýrsluna tilbúna og þegar hafa verið kynnta innan ráðuneytisins. Þing var að störfum allt til 13. október, en Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti skýrsluna ekki undir lok þess þings né þegar þing kom aftur saman í desember. Stundin hefur sent fjármálaráðuneytinu upplýsingabeiðni og óskað eftir aðgangi að skýrslunni auk skýringa á því að hún hafi ekki verið birt.

Um er að ræða afraksturinn af vinnu sérstaks starfs­hóps sem fjármálaráðherra skipaði eftir að málefni skattaskjóla komust í hámæli. Hópnum var falið að meta umfang fjármagnstilfærslna og eignaumsýslu Íslendinga á aflandssvæðum. 

Eins og Panama-skjölin vörpuðu ljósi á átti fjármálaráðherra sjálfur hlut í aflandsfélagi og jafnframt Benedikt Sveinsson, faðir hans. Báðir eru frændur og fyrrverandi viðskiptafélagar Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar sem útlit er fyrir að verði næsti fjármálaráðherra. 

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata sem situr í fjárlaganefnd fyrir hönd flokksins, tjáir sig um málið á Facebook og veltir því upp hvort leyndin yfir skýrslunni kunni að hafa haft áhrif á úrslit þingkosninganna þann 29. október.

„Jæja, skyldi þetta vera eitthvað sem hefði haft áhrif á það hvernig fólk hagaði atkvæði sínu? Ef svo, þá er Alþingi mögulega umboðslaust. Aftur,“ skrifar hann og bætir við: „Af hverju? Upplýsingarnar liggja fyrir tæpum mánuði fyrir kosningar en einhver tekur ákvörðun um að geyma skýrsluna. Ef viðkomandi er núverandi fjármálaráðherra þá myndi ég telja það vera tilefni til vantrausts þar sem hann hafði mögulega mikinn hag af því að upplýsingarnar færu ekki í umræðu fyrir kosningar.“

Bjarni Benediktsson átti þriðjungshlut í aflandsfélaginu Falson & Co á Seychelles-eyjum fyrir hrun og geymdi þar 40 milljónir króna vegna íbúðafjárfestinga erlendis. Hann gaf skattayfirvöldum þær röngu upplýsingar að félagið væri skráð í Lúxemborg en fullyrti síðar í viðtali að hann hefði ekki vitað betur á þeim tíma.

Falson & Co var aldrei skráð í hagsmunaskrá Alþingis og lá í þagnargildi á þeim tíma sem Bjarni átti aðkomu að máli er varðaði kaup skattrannsóknarstjóra á gögnum um aflandsfélög Íslendinga. Í þessum gögnum var meðal annars að finna upplýsingar um Bjarna sjálfan og viðskiptafélaga hans og föður, Benedikt Sveinsson.

Eins og Stundin hefur fjallað ítarlega um setti ráðuneyti Bjarna kaupum á gögnunum skilyrði sem skattrannsóknarstjóra reyndist erfitt að uppfylla. Fyrir vikið var ekki hægt að hafa eins hraðar hendur og þingmenn og margir innan stjórnsýslunnar hefðu viljað. Bjarni gaf engu að síður ranglega í skyn í fjölmiðlum að það væri skattrannsóknarstjóri sem drægi lappirnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Skattamál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár