Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Leitin að Birnu: Skór fundust og myndband sýnir hlaupandi menn á Laugavegi

Svart­ir skór af teg­und­inni Dr. Martens fund­ust nærri Hafn­ar­fjarð­ar­höfn. Birna Brjáns­dótt­ir var klædd í sams kon­ar skó þeg­ar hún hvarf. Stund­in hef­ur und­ir hönd­um mynd­skeið sem sýn­ir grun­sam­leg­ar manna­ferð­ir fyr­ir ut­an Lauga­veg 23 á sama tíma og rauða bif­reið­in sem lög­regl­an leit­ar að keyr­ir fram­hjá.

Leitin að Birnu: Skór fundust og myndband sýnir hlaupandi menn á Laugavegi
Birna Brjánsdóttir Birna var klædd í svarta Dr. Martens skó þegar hún hvarf.

Almennur borgari fann skó af gerðinni Dr. Martens nærri Hafnarfjarðarhöfn fyrir miðnætti í gær. Lögreglan leitaði á svæðinu og bað sjálfboðaliða að halda sig fjarri.

Lögreglan segir nú að skórnir séu í eigu Birnu Brjánsdóttur, sem hvarf í miðborg Reykjavíkur aðfararnótt laugardags. Fram hafði komið að Birna var klædd í svarta Dr. Martens skó þegar hún hvarf. Lögreglan lokaði svæði í kringum Hafnarfjarðarhöfn vegna leitarinnar.

Lögreglan sagði frá því fyrr í dag að mögulegt væri að skónum hefði verið komið fyrir. Þéttur snjór hafi verið undir sólanum, en snjólaust var nóttina þegar Birna hvarf.

Ljósmyndir af skónum hafa birst á samfélagsmiðlum, meðal annars á Facebook-síðu sem var sett upp sérstaklega vegna leitarinnar. Þær hafa nú verið fjarlægðar og hefur maðurinn, sem fann skóinn, farið fram á að myndin af skónum verði fjarlægð. Hún hefur birst á helstu vefmiðlum.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Landhelgisgæslan og björgunarsveitir hafa leitað að Birnu undanfarna daga ásamt fjölda sjálboðaliða, vina og ættingja hennar. Eina vísbendingin sem yfirvöld hafa unnið með er sú staðreynd að sími Birnu tengdist símamastrinu á gömlu slökkvistöðinni í Hafnarfirði klukkan 05:50 aðfaranótt laugardags en stuttu síðar slökknaði á símanum. Í fyrstu var talið að síminn hefði orðið batteríslaus en lögreglan sagði á blaðamannafundi í dag að einhver hafi slökkt á honum handvirkt.

Grunsamlegar mannaferðir á myndbandi

Þá barst Stundinni myndskeið í gærkvöldi sem tekið er úr öryggismyndavél í versluninni Macland. Verslunin er á Laugavegi 23 en það var á Laugavegi 31 þar sem hún hverfur sjónum um klukkan 05:25 samkvæmt þeim upptökum sem lögreglan hefur skoðað úr öryggismyndavélum á og við Laugaveginn. Í umræddu myndskeiði sem Stundin birtir með fréttinni sést rauða bifreiðin sem lögreglan hefur leitað að frá því á laugardaginn. Bifreið sem lögreglan telur vera rauða Kia Rio.

Það sem vekur athygli í myndskeiðinu er að rétt áður en rauða bifreiðin keyrir fram hjá Macland þá sést maður í hvítum skóm hlaupa upp Laugaveginn. Stuttu eftir að rauða bifreiðin keyrir fram hjá Macland sést annar maður hlaupa niður Laugaveginn. Haft var samband við lögregluna vegna þessa myndskeiðs en Stundin fékk þau svör að ekki væri hægt að tjá sig um málið að svo stöddu. Samkvæmt heimildum Stundarinnar eru þessar mannaferðir álitnar „grunsamlegar.“

Uppfært 19.01.2017: Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn telur ekki að aðilarnir sem sjást hlaupa á myndbandinu eða ganga öðrum myndböndum sem birt hafa verið tengist hvarfi Birnu. 

Hvarf Birnu er rannsakað út frá því að hún hafi horfið í Reykjavík eða Hafnarfirði, allt eftir því hvort hún hafi verið aðskilin frá síma sínum eða ekki. Hún sást á öryggismyndavélum á Laugavegi, en virðist ekki hafa farið lengra en Laugaveg 31. Leitað er að ökumanni á Rauðum Kia Rio sem ók á Laugaveginum sömu mínútu, eða klukkan 05:25.

Samkvæmt mati lögreglu sem birtist í Kastljósinu í kvöld er talið ólíklegt, vegna tímaraðar, að Birna hafi farið inn í bílinn.

Hér sést Birna Brjánsdóttir á göngu á Laugaveginum mínúturnar áður en hún hvarf.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvarf Birnu Brjánsdóttur

Lögmaður Nikolaj skilur ekki af hverju hann hefur enn stöðu sakbornings
Fréttir

Lög­mað­ur Ni­kolaj skil­ur ekki af hverju hann hef­ur enn stöðu sak­born­ings

Unn­steinn Örn Elvars­son, lög­fræð­ing­ur Ni­kolaj Ol­sen, seg­ir að skjól­stæð­ing­ur sinn hafi ver­ið him­in­lif­andi þeg­ar hann fékk þær frétt­ir að hann yrði lát­inn laus úr gæslu­varð­haldi en ein­angr­un­in hef­ur reynt veru­lega á hann. Ekki verð­ur far­ið fram á far­bann yf­ir hon­um en hann hef­ur ver­ið stað­fast­ur í frá­sögn sinni, lýst yf­ir sak­leysi og reynt að upp­lýsa mál­ið eft­ir bestu getu.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu