Félagið Guru Invest S.A. í Panama er hluthafi í móðurfélagi íþróttavöruverslunarinnar Sports Direct á Íslandi sem rekur verslun í Kópavoginum. Móðurfélag þeirrar verslunar er í Lúxemborg og heitir Rhapsody Investments S.A. Framkvæmdastjóri þeirrar verslunar er sonur Ingibjargar Pálmadóttur, Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, og hefur aldrei komið fram áður að það er félag í skattaskjóli sem er óbeinn hluthafi í Sports Direct. Ingibjörg Pálmadóttir er eigandi Guru Invest.
Búðin í Kópavoginum, sem auglýsir sig undir slagorðinu: Sportsdirect.com - Íslands eina von, opnaði um vorið 2012. Þegar hann var spurður um aðkomu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar að opnun verslunarinnar sagðist Sigurður Pálmi vera fullfær um að opna verslun sjálfur og að hann þyrfti ekki hjálp frá Jóni Ásgeiri.
Í hluthafasamkomulaginu fyrir Rhapsody Investments kemur þetta skýrt fram þar sem Guru Invest S.A., Sigurður Pálmi, Sports Direct Retail Limited í Bretlandi og Jeffrey Rose Blue sem búsettur er í Bretlandi, eru sagðir vera hluthafar fyrirtækisins á Íslandi í gegnum Rhapsody Investments. Af hlutafé félagsins upp á eina milljón punda lagði Guru Invest S.A. fram 320 þúsund pund, Sigurður Pálmi 330 þúsund pund, Sports Direct 250 þúsund pund og Jeffrey Rose Blue 100 þúsund pund.
Fjármunir úr skattaskjóli renna því til Íslands í gegnum félag í Lúxemborg og eru...
Athugasemdir