Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Sjö stjórnarþingmenn og einn ráðherra tóku þátt í umræðum um „langstærsta málið“

Um­ræðu um fjár­mála­stefnu rík­is­stjórn­ar­inn­ar er lok­ið en fá­ir stjórn­ar­lið­ar lögðu orð í belg.

Sjö stjórnarþingmenn og einn ráðherra tóku þátt í umræðum um „langstærsta málið“

Umræðu um fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar lauk í kvöld en Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur lýst stefnunni sem „langstærsta málinu“ sem ríkisstjórnin leggur fram á yfirstandandi þingi.

Benedikt er hins vegar eini ráðherra ríkisstjórnarinnar sem hefur séð ástæðu til að tjá sig um fjármálastefnuna á Alþingi. 

Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa bent á að fjármálastefnan varði málefnasvið allra ráðuneyta. Því sé eðlilegt að ráðherrar taki þátt í umræðum um hana eða séu að minnsta kosti viðstaddir meðan umræðan fer fram. 

Í hinni lögbundnu fjármálastefnu er fjármálum hins opinbera markaður rammi til næstu fimm ára. „Ég hef talað um að líklega sé fjármálastefnan langstærsta málið sem ríkisstjórnin leggur fram núna í vor, en hún vekur litla athygli því að hún er frekar ,,leiðinlegt“ mál. Hún er ramminn utan um ríkisútgjöld og í henni boðaði ég mikla niðurgreiðslu skulda og aukinn afgang á fjárlögum næstu árin,“ sagði Benedikt Jóhannesson í Facebook-færslu þegar hann kynnti fjármálastefnuna í febrúar. 

Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt fjármálastefnu Benedikts harðlega og hvatt til þess að brugðist sé við athugasemdum fjármálaráðs áður en stefnan er samþykkt.

Auk Benedikts hafa aðeins sjö þingmenn stjórnarmeirihlutans blandað sér í umræðuna um fjármálastefnuna. Þetta eru þau Pawel Bartoszek, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Haraldur Benediktsson, Njáll Trausti Friðbertsson, Hanna Katrín Friðriksson, Theodóra S. Þorsteinsdóttir og Hildur Sverrisdóttir.

Jafnframt lagði Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, orð í belg þegar rætt var um fundarstjórn forseta til að benda þingmönnum á að eflaust væru sumir stjórnarliðar að horfa á umræðurnar í sjónvarpinu. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár