Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Sjálfstæðismenn að baki framboði Guðna

Fólk­ið sem stýr­ir fram­boði Guðna Th. Jó­hann­es­son­ar, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um sem gefn­ar eru upp á vef fram­boðs­ins, á það sam­merkt að gegna trún­að­ar­störf­um fyr­ir Sjálf­stæð­is­flokk­inn.

Sjálfstæðismenn að baki framboði Guðna

Fólkið sem stendur að baki framboða Guðna Th. Jóhannssonar á það sammerkt að tilheyra Sjálfstæðisflokknum og vera virkir þátttakendur í störfum hans. Guðni er sá forsetaframbjóðandi sem hefur hvað mesta áherslu lagt á að forsetinn sé óháður, standi utan við flokka og fylkingar og þjóni öllum jafnt. Eins og segir í kynningu á meginstefnu hans á vefsíðu sem hann heldur úti: „Fólkið í landinu á að finna að hann sé ekki í liði með einum á móti öðrum.“ Það er því athyglisvert að þeir sem stýra framboði hans eru allir tengdir Sjálfstæðisflokknum, fyrir utan eiginkonu hans sem virðist ekki hafa neinar tengingar við íslenska stjórnmálaflokka.

Á heimasíðu Guðna eru að finna upplýsingar um framboðið. Þar kemur fram að félag um forsetaframboðið beri fjárhags- og skipulega ábyrgð á framboði Guðna. Stjórn félagsins er skipuð Þorgerði Önnu Arnardóttur, Lúðvík Erni Steinarssyni og Elizu Reid, eiginkonu Guðna.

Þorgerður Anna, formaður félagsins, er í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Framkvæmdastjórn flokksins er í höndum miðstjórnar sem ber til að mynda ábyrgð á öllu innra starfi flokksins og hefur eftirlits- og úrskurðarvald um allar framkvæmdir á vegum hans. 

Lúðvík Örn er formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Lúðvík er lögmaður sem hefur um árabil verið viðloðandi Sjálfstæðisflokkinn og starfað í þágu hans.

Sjálfstæðismenn í framkvæmdanefnd

Auk þess að stýra stjórn félag um framboðið situr Þorgerður Anna í þriggja manna framkvæmdastjórn. Framkvæmdastjórnin stýrir kosningabaráttu Guðna. Þorgerður, sem er kennari að mennt og hefur að baki reynslu sem skólastjórnandi bæði í barnaskóla Hjallastefnunnar á Vífilsstöðum og leikskólum, er umboðsmaður framboðsins. Hún sér um fjármál og bókhald, kosningamiðstöðina, samskipti við kjörstjórn og önnur verkefni sem falla að umboðsmanni. 

Ásamt Þorgerði Önnu sitja þeir Magnús Lyngdal Magnússon og Friðjón R. Friðjónsson í framkvæmdastjórninni. Magnús sat síðasta landsfund Sjálfstæðisflokksins þar sem hann var kosinn í allsherjar- og menntamálanefnd. Formenn málefnanefndanna mynda stjórn flokksráðs ásamt varaformanni og framkvæmdastjóra flokksins. Landsfundarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru valdir á fulltrúaráðs- eða félagsfundum, en kosningarrétt og kjörgengi hafa aðeins fullgildir félagsmenn. 

Í byrjun júní greindi Kjarninn síðan frá því að allar líkur séu á því að Magnús, sem er sagnfræðingur og aðstoðarmaður rektors, bjóði sig fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn, annað hvort í komandi kosningum eða næstu sveitarstjórnarkosningum. Nú sér hann um framkvæmd kosningabaráttu Guðna. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2016

Saga af tveimur forsetum: Helgi fokking Björns. Og hnykkurinn
Karl Th. Birgisson
Skoðun

Karl Th. Birgisson

Saga af tveim­ur for­set­um: Helgi fokk­ing Björns. Og hnykk­ur­inn

Guðni Th. Jó­hann­es­son hef­ur flutt um 35 ræð­ur og er­indi frá því hann varð for­seti. Hann hef­ur not­að þau í að kveða nið­ur þjóð­rembu og forð­að­ist með­al ann­ars upp­hafn­ingu þjóð­kirkj­unn­ar. Hann sker sig frá Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, sem í kosn­inga­bar­áttu sinni 1996 hafði sem ein­kenn­islag „Sjá dag­ar koma“ eft­ir Dav­íð Stef­áns­son, þar sem alda­löng­um þraut­um Ís­lend­inga er lýst.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
5
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár