Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Sjálfstæðismenn að baki framboði Guðna

Fólk­ið sem stýr­ir fram­boði Guðna Th. Jó­hann­es­son­ar, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um sem gefn­ar eru upp á vef fram­boðs­ins, á það sam­merkt að gegna trún­að­ar­störf­um fyr­ir Sjálf­stæð­is­flokk­inn.

Sjálfstæðismenn að baki framboði Guðna

Fólkið sem stendur að baki framboða Guðna Th. Jóhannssonar á það sammerkt að tilheyra Sjálfstæðisflokknum og vera virkir þátttakendur í störfum hans. Guðni er sá forsetaframbjóðandi sem hefur hvað mesta áherslu lagt á að forsetinn sé óháður, standi utan við flokka og fylkingar og þjóni öllum jafnt. Eins og segir í kynningu á meginstefnu hans á vefsíðu sem hann heldur úti: „Fólkið í landinu á að finna að hann sé ekki í liði með einum á móti öðrum.“ Það er því athyglisvert að þeir sem stýra framboði hans eru allir tengdir Sjálfstæðisflokknum, fyrir utan eiginkonu hans sem virðist ekki hafa neinar tengingar við íslenska stjórnmálaflokka.

Á heimasíðu Guðna eru að finna upplýsingar um framboðið. Þar kemur fram að félag um forsetaframboðið beri fjárhags- og skipulega ábyrgð á framboði Guðna. Stjórn félagsins er skipuð Þorgerði Önnu Arnardóttur, Lúðvík Erni Steinarssyni og Elizu Reid, eiginkonu Guðna.

Þorgerður Anna, formaður félagsins, er í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Framkvæmdastjórn flokksins er í höndum miðstjórnar sem ber til að mynda ábyrgð á öllu innra starfi flokksins og hefur eftirlits- og úrskurðarvald um allar framkvæmdir á vegum hans. 

Lúðvík Örn er formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Lúðvík er lögmaður sem hefur um árabil verið viðloðandi Sjálfstæðisflokkinn og starfað í þágu hans.

Sjálfstæðismenn í framkvæmdanefnd

Auk þess að stýra stjórn félag um framboðið situr Þorgerður Anna í þriggja manna framkvæmdastjórn. Framkvæmdastjórnin stýrir kosningabaráttu Guðna. Þorgerður, sem er kennari að mennt og hefur að baki reynslu sem skólastjórnandi bæði í barnaskóla Hjallastefnunnar á Vífilsstöðum og leikskólum, er umboðsmaður framboðsins. Hún sér um fjármál og bókhald, kosningamiðstöðina, samskipti við kjörstjórn og önnur verkefni sem falla að umboðsmanni. 

Ásamt Þorgerði Önnu sitja þeir Magnús Lyngdal Magnússon og Friðjón R. Friðjónsson í framkvæmdastjórninni. Magnús sat síðasta landsfund Sjálfstæðisflokksins þar sem hann var kosinn í allsherjar- og menntamálanefnd. Formenn málefnanefndanna mynda stjórn flokksráðs ásamt varaformanni og framkvæmdastjóra flokksins. Landsfundarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru valdir á fulltrúaráðs- eða félagsfundum, en kosningarrétt og kjörgengi hafa aðeins fullgildir félagsmenn. 

Í byrjun júní greindi Kjarninn síðan frá því að allar líkur séu á því að Magnús, sem er sagnfræðingur og aðstoðarmaður rektors, bjóði sig fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn, annað hvort í komandi kosningum eða næstu sveitarstjórnarkosningum. Nú sér hann um framkvæmd kosningabaráttu Guðna. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2016

Saga af tveimur forsetum: Helgi fokking Björns. Og hnykkurinn
Karl Th. Birgisson
Skoðun

Karl Th. Birgisson

Saga af tveim­ur for­set­um: Helgi fokk­ing Björns. Og hnykk­ur­inn

Guðni Th. Jó­hann­es­son hef­ur flutt um 35 ræð­ur og er­indi frá því hann varð for­seti. Hann hef­ur not­að þau í að kveða nið­ur þjóð­rembu og forð­að­ist með­al ann­ars upp­hafn­ingu þjóð­kirkj­unn­ar. Hann sker sig frá Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, sem í kosn­inga­bar­áttu sinni 1996 hafði sem ein­kenn­islag „Sjá dag­ar koma“ eft­ir Dav­íð Stef­áns­son, þar sem alda­löng­um þraut­um Ís­lend­inga er lýst.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
4
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár