Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Sigmundur lét Pírata heyra það

For­sæt­is­ráð­herra hædd­ist að Pír­öt­um á Al­þingi og sak­aði þá um stefnu­leysi.

Sigmundur lét Pírata heyra það
Sigmundur Davíð Forsætisráðherra svaraði óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Mynd: Pressphotos

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hæddist að Pírötum á Alþingi í dag í umræðu um borgaralaun. Hann sagði Pírata ekki hafa neitt stefnumál og gagnrýndi Birgittu Jónsdóttur, þingmann Pírata, fyrir að lesa upp úr grein af vefmiðlinum Kjarnanum.

Birgitta Jónsdóttir hóf umræðu um málið með því að gagnrýna Sigmund fyrir mistúlkun hans á stefnu Pírata varðandi borgaralaunin. Sigmundur varaði Viðskiptaþing við hugmyndum Pírata um borgaralaun og sagði þær kosta tvöfaldar tekjur ríkisins. Hins vegar felst tillaga Pírata um borgaralaun einungis í því að skipa starfshóp til að „kortleggja leiðir til að tryggja öllum borgurum landsins skilyrðislausa grunnframfærslu með það að markmiði að styrkja efnahagsleg og félagsleg réttindi fólks og útrýma fátækt.“

Gagnrýnir rangfærslur Sigmundar

Birgitta sagði varaþingmann Pírata hafa lagt þingsályktunartillöguna fram og sagði engar tölur hafa verið nefndar, en Sigmundur gaf sér í ræðu sinni á Viðskiptaþingi að borgaralaun yrðu 300 þúsund á hvern landsmann.

„Mig langar líka að nota tækifærið til að leiðrétta hæstvirtan forsætisráðherra, en nokkrar rangfærslur hafa ratað í ræðu hans þar sem hann hefur staðfært meinlegar villur um stefnu Pírata um borgaralaun,“ sagði Birgitta. „En staðreyndin er sú að Píratar hafa ekki mótað stefnu um borgaralaun, heldur hefur varaþingmaður Pírata lagt fram þingsályktunartillögu, þar sem óskað er eftir því að það verði stofnaður starfshópur til að kortleggja leiðir sem tryggja öllum borgurum landsins skilyrðislausa grunnframfærslu. Engar tölur eru nefndar í þeirri tillögu og því langar mig að spyrja hæstvirtan ráðherra hvaðan hann fékk sínar tölur sem hann byggði óttahjal sitt á í ræðu hjá Viðskiptaþingi.“

Birgitta er hins vegar sjálf einn þriggja flutningsmanna tillögunar.

Segir Pírata hafa engin stefnumál

„Það var einmitt það, virðulegur forseti,“ svaraði Sigmundur. „Akkurat þegar maður hélt að loksins væri komið eitthvað mál frá Pírötum, þar sem þeir væru að skýra einhverja stefnu, eða boða stefnu, þá kemur á daginn að svo er ekki. Þetta er ekki stefna, þetta er bara svona til skoðunar. Það á bara að kanna þetta, hvort þetta sé sniðugt, þannig að enn bíðum við eftir fyrsta stefnumálinu frá Pírötum. Og sjáum til hvort það kemur fyrir kosningar eða ekki.“

„Þannig að enn bíðum við eftir fyrsta stefnumálinu frá Pírötum“

Ekki er þó rétt að Píratar hafi engin stefnumál. Í sjávarútvegsmálum hafa þeir þá stefnu að bjóða aflaheimildir upp á frjálsum markaði, í lánamálum leggja þeir til lyklalög, þeir vilja auka beint lýðræði, beina fíkniefnaneytendum frá dómskerfinu yfir í heilbrigðiskerfið, svo eitthvað sé nefnt.

Þá leggja þeir áherslu á borgararéttindi, upplýsingar og gagnrýna hugsun í grunnstefnu sinni.

Þá vilja Píratar „lögfesta lágmarksframfærsluviðmið“, en stefnan felur ekki í sér upptöku borgaralauna. „Allir eiga rétt á mannsæmandi tekjum í auðugu landi. Einfalda þarf framfærslukerfið og bjóða þarf bótaþegum, hvort sem það eru öryrkjar, fatlaðir eða atvinnulausir upp á fjölbreytta atvinnu, frístunda og menntunarmöguleika.“ 

Borgaralaun eru hins vegar fyllilega í anda stefnu þeirra í bótamálum. „Fjármagna skal áðurtaldar aðgerðir með núverandi fjárveitingum til atvinnu- og menntamála fyrir bótaþega, endurskoðun á bótakerfinu samhliða eflingu á virkni einstaklinga og framtaks hans til sköpunar og atvinnu, endurskoðun á núverandi skattkerfi með það að markmiði að einfalda kerfin og þarafleiðandi minnka yfirbyggingu þeirra (stjórnsýsla), og betri skilvirkni innan velferðar- og heilbrigðiskerfisins.“

Hér má sjá stefnu Pírata í velferðarmálum.

Borgaralaun til skoðunar í þremur löndum

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir Er ein af þremur flutningsmönnum tillögu um að stofna stýrihóp til að skoða upptöku borgaralauna.

„Forseti, það er átakanlegt að hlusta á þvættinginn úr munni hæstvirts forsætisráðherra. Ég bara verð að segja eins og er,“ sagði Birgitta. Hún vitnaði í kjölfarið í grein á vefmiðilinum Kjarnanum um borgaralaun, þar sem Sigmundur er gagnrýndur fyrir að einfalda umræðu um borgaralaun. Í greininni kemur fram að verið sé að kanna fýsileika upptöku þeirra í Hollandi, Finnlandi og Sviss. Í síðastnefnda landinu verður kosið um málið í júní á þessu ári. Auk þess er bent á að stuðningur við borgaralaun finnist bæði á vinstri og hægri væng stjórnmálanna, þar sem þau tryggi grunnframfærslu um leið og þau einfaldi eða afnemi bótakerfi.

Hvað meina Píratar?

Sigmundur sagði stuðningsmenn borgarlauna vera öfgahægrimenn og öfgavinstrimenn og gagnrýndi Birgittu fyrir að lesa upp úr leiðara Kjarnans.

„Það er óneitanlega sérkennilegt að heyra háttvirtan þingmann Pírata þurfa að lesa upp ritstjórnarpistil manns á vefriti til þess að útskýra hvað Píratar séu að meina. Það sem sagt liggja ekki fyrir skýringar Pírata sjálfra á því hvað þeir eru að meina, en það er leitað í einhvern ritstjórnarpistil manns úti í bæ, til þess að útskýra hvað þeir eru að meina með þessum tillögum sínum.“

Hins vegar má lesa útskýringar um tillögu Pírata um skoðun borgaralauna á vef Alþingis

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Borgaralaun

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár