Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Sigmundur lét Pírata heyra það

For­sæt­is­ráð­herra hædd­ist að Pír­öt­um á Al­þingi og sak­aði þá um stefnu­leysi.

Sigmundur lét Pírata heyra það
Sigmundur Davíð Forsætisráðherra svaraði óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Mynd: Pressphotos

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hæddist að Pírötum á Alþingi í dag í umræðu um borgaralaun. Hann sagði Pírata ekki hafa neitt stefnumál og gagnrýndi Birgittu Jónsdóttur, þingmann Pírata, fyrir að lesa upp úr grein af vefmiðlinum Kjarnanum.

Birgitta Jónsdóttir hóf umræðu um málið með því að gagnrýna Sigmund fyrir mistúlkun hans á stefnu Pírata varðandi borgaralaunin. Sigmundur varaði Viðskiptaþing við hugmyndum Pírata um borgaralaun og sagði þær kosta tvöfaldar tekjur ríkisins. Hins vegar felst tillaga Pírata um borgaralaun einungis í því að skipa starfshóp til að „kortleggja leiðir til að tryggja öllum borgurum landsins skilyrðislausa grunnframfærslu með það að markmiði að styrkja efnahagsleg og félagsleg réttindi fólks og útrýma fátækt.“

Gagnrýnir rangfærslur Sigmundar

Birgitta sagði varaþingmann Pírata hafa lagt þingsályktunartillöguna fram og sagði engar tölur hafa verið nefndar, en Sigmundur gaf sér í ræðu sinni á Viðskiptaþingi að borgaralaun yrðu 300 þúsund á hvern landsmann.

„Mig langar líka að nota tækifærið til að leiðrétta hæstvirtan forsætisráðherra, en nokkrar rangfærslur hafa ratað í ræðu hans þar sem hann hefur staðfært meinlegar villur um stefnu Pírata um borgaralaun,“ sagði Birgitta. „En staðreyndin er sú að Píratar hafa ekki mótað stefnu um borgaralaun, heldur hefur varaþingmaður Pírata lagt fram þingsályktunartillögu, þar sem óskað er eftir því að það verði stofnaður starfshópur til að kortleggja leiðir sem tryggja öllum borgurum landsins skilyrðislausa grunnframfærslu. Engar tölur eru nefndar í þeirri tillögu og því langar mig að spyrja hæstvirtan ráðherra hvaðan hann fékk sínar tölur sem hann byggði óttahjal sitt á í ræðu hjá Viðskiptaþingi.“

Birgitta er hins vegar sjálf einn þriggja flutningsmanna tillögunar.

Segir Pírata hafa engin stefnumál

„Það var einmitt það, virðulegur forseti,“ svaraði Sigmundur. „Akkurat þegar maður hélt að loksins væri komið eitthvað mál frá Pírötum, þar sem þeir væru að skýra einhverja stefnu, eða boða stefnu, þá kemur á daginn að svo er ekki. Þetta er ekki stefna, þetta er bara svona til skoðunar. Það á bara að kanna þetta, hvort þetta sé sniðugt, þannig að enn bíðum við eftir fyrsta stefnumálinu frá Pírötum. Og sjáum til hvort það kemur fyrir kosningar eða ekki.“

„Þannig að enn bíðum við eftir fyrsta stefnumálinu frá Pírötum“

Ekki er þó rétt að Píratar hafi engin stefnumál. Í sjávarútvegsmálum hafa þeir þá stefnu að bjóða aflaheimildir upp á frjálsum markaði, í lánamálum leggja þeir til lyklalög, þeir vilja auka beint lýðræði, beina fíkniefnaneytendum frá dómskerfinu yfir í heilbrigðiskerfið, svo eitthvað sé nefnt.

Þá leggja þeir áherslu á borgararéttindi, upplýsingar og gagnrýna hugsun í grunnstefnu sinni.

Þá vilja Píratar „lögfesta lágmarksframfærsluviðmið“, en stefnan felur ekki í sér upptöku borgaralauna. „Allir eiga rétt á mannsæmandi tekjum í auðugu landi. Einfalda þarf framfærslukerfið og bjóða þarf bótaþegum, hvort sem það eru öryrkjar, fatlaðir eða atvinnulausir upp á fjölbreytta atvinnu, frístunda og menntunarmöguleika.“ 

Borgaralaun eru hins vegar fyllilega í anda stefnu þeirra í bótamálum. „Fjármagna skal áðurtaldar aðgerðir með núverandi fjárveitingum til atvinnu- og menntamála fyrir bótaþega, endurskoðun á bótakerfinu samhliða eflingu á virkni einstaklinga og framtaks hans til sköpunar og atvinnu, endurskoðun á núverandi skattkerfi með það að markmiði að einfalda kerfin og þarafleiðandi minnka yfirbyggingu þeirra (stjórnsýsla), og betri skilvirkni innan velferðar- og heilbrigðiskerfisins.“

Hér má sjá stefnu Pírata í velferðarmálum.

Borgaralaun til skoðunar í þremur löndum

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir Er ein af þremur flutningsmönnum tillögu um að stofna stýrihóp til að skoða upptöku borgaralauna.

„Forseti, það er átakanlegt að hlusta á þvættinginn úr munni hæstvirts forsætisráðherra. Ég bara verð að segja eins og er,“ sagði Birgitta. Hún vitnaði í kjölfarið í grein á vefmiðilinum Kjarnanum um borgaralaun, þar sem Sigmundur er gagnrýndur fyrir að einfalda umræðu um borgaralaun. Í greininni kemur fram að verið sé að kanna fýsileika upptöku þeirra í Hollandi, Finnlandi og Sviss. Í síðastnefnda landinu verður kosið um málið í júní á þessu ári. Auk þess er bent á að stuðningur við borgaralaun finnist bæði á vinstri og hægri væng stjórnmálanna, þar sem þau tryggi grunnframfærslu um leið og þau einfaldi eða afnemi bótakerfi.

Hvað meina Píratar?

Sigmundur sagði stuðningsmenn borgarlauna vera öfgahægrimenn og öfgavinstrimenn og gagnrýndi Birgittu fyrir að lesa upp úr leiðara Kjarnans.

„Það er óneitanlega sérkennilegt að heyra háttvirtan þingmann Pírata þurfa að lesa upp ritstjórnarpistil manns á vefriti til þess að útskýra hvað Píratar séu að meina. Það sem sagt liggja ekki fyrir skýringar Pírata sjálfra á því hvað þeir eru að meina, en það er leitað í einhvern ritstjórnarpistil manns úti í bæ, til þess að útskýra hvað þeir eru að meina með þessum tillögum sínum.“

Hins vegar má lesa útskýringar um tillögu Pírata um skoðun borgaralauna á vef Alþingis

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Borgaralaun

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár