Fyrir risavaxinn hagnað íslensku bankanna; Arion banka, Landsbanka og Íslandsbanka; væri hægt að reka Landspítalann í tvö og hálft ár, eða auka heilbrigðisútgjöld í 11% af landsframleiðslu, eins og undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar gengur út á. Reyndar gott betur, því 107 milljarðarnir sem bankarnir græddu sameiginlega í fyrra nægðu til að auka heilbrigðisútgjöld í 14% af landsframleiðslu.
Mest hagnaðist Arion banki, um 49,7 milljaðara króna, en Landsbankinn hagnaðist um 36,5 milljarða og Íslandsbanki um 20,6 milljarða. Gylfi Magnússon, fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra og dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, segir í samtali við Stundina að stór hluti þessa hagnaðar eigi á endanum að renna til ríkisins. Ástæða þess er að ríkið á í dag 100 prósent í Íslandsbanka, 98 prósent í Landsbankanum og 13 prósent hlut í Arion banka.
Þótt óhóflegur hagnaður kunni að hafa neikvæð áhrif á Íslendinga sem neytendur ættu áhrifin á Íslendinga sem skattgreiðendur að vera jákvæð.
Athugasemdir