Allt þetta er hægt að gera fyrir hagnað bankanna

Fyr­ir 106 millj­arða króna er hæg­lega hægt að af­greiða kröfu Kára Stef­áns­son­ar um end­ur­reisn heil­brigðis­kerf­is­ins. Hægt er að borga lista­manna­laun næstu 213 ár eða halda uppi 26.500 flótta­kon­um í ár. Gylfi Magnús­son seg­ir hagn­að­inn skýr­ast að hluta vegna skorts á sam­keppni banka.

Allt þetta er hægt að gera fyrir hagnað bankanna

Fyrir risavaxinn hagnað íslensku bankanna; Arion banka, Landsbanka og Íslandsbanka; væri hægt að reka Landspítalann í tvö og hálft ár, eða auka heilbrigðisútgjöld í 11% af landsframleiðslu, eins og undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar gengur út á. Reyndar gott betur, því 107 milljarðarnir sem bankarnir græddu sameiginlega í fyrra nægðu til að auka heilbrigðisútgjöld í 14% af landsframleiðslu.

Mest hagnaðist Arion banki, um 49,7 milljaðara króna, en Landsbankinn hagnaðist um 36,5 milljarða og Íslandsbanki um 20,6 milljarða. Gylfi Magnússon, fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra og dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, segir í samtali við Stundina að stór hluti þessa hagnaðar eigi á endanum að renna til ríkisins. Ástæða þess er að ríkið á í dag 100 prósent í Íslandsbanka, 98 prósent í Landsbankanum og 13 prósent hlut í Arion banka.

Þótt óhóflegur hagnaður kunni að hafa neikvæð áhrif á Íslendinga sem neytendur ættu áhrifin á Íslendinga sem skattgreiðendur að vera jákvæð.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Borgaralaun

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
2
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár