Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Allt þetta er hægt að gera fyrir hagnað bankanna

Fyr­ir 106 millj­arða króna er hæg­lega hægt að af­greiða kröfu Kára Stef­áns­son­ar um end­ur­reisn heil­brigðis­kerf­is­ins. Hægt er að borga lista­manna­laun næstu 213 ár eða halda uppi 26.500 flótta­kon­um í ár. Gylfi Magnús­son seg­ir hagn­að­inn skýr­ast að hluta vegna skorts á sam­keppni banka.

Allt þetta er hægt að gera fyrir hagnað bankanna

Fyrir risavaxinn hagnað íslensku bankanna; Arion banka, Landsbanka og Íslandsbanka; væri hægt að reka Landspítalann í tvö og hálft ár, eða auka heilbrigðisútgjöld í 11% af landsframleiðslu, eins og undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar gengur út á. Reyndar gott betur, því 107 milljarðarnir sem bankarnir græddu sameiginlega í fyrra nægðu til að auka heilbrigðisútgjöld í 14% af landsframleiðslu.

Mest hagnaðist Arion banki, um 49,7 milljaðara króna, en Landsbankinn hagnaðist um 36,5 milljarða og Íslandsbanki um 20,6 milljarða. Gylfi Magnússon, fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra og dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, segir í samtali við Stundina að stór hluti þessa hagnaðar eigi á endanum að renna til ríkisins. Ástæða þess er að ríkið á í dag 100 prósent í Íslandsbanka, 98 prósent í Landsbankanum og 13 prósent hlut í Arion banka.

Þótt óhóflegur hagnaður kunni að hafa neikvæð áhrif á Íslendinga sem neytendur ættu áhrifin á Íslendinga sem skattgreiðendur að vera jákvæð.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Borgaralaun

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár