Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Allt þetta er hægt að gera fyrir hagnað bankanna

Fyr­ir 106 millj­arða króna er hæg­lega hægt að af­greiða kröfu Kára Stef­áns­son­ar um end­ur­reisn heil­brigðis­kerf­is­ins. Hægt er að borga lista­manna­laun næstu 213 ár eða halda uppi 26.500 flótta­kon­um í ár. Gylfi Magnús­son seg­ir hagn­að­inn skýr­ast að hluta vegna skorts á sam­keppni banka.

Allt þetta er hægt að gera fyrir hagnað bankanna

Fyrir risavaxinn hagnað íslensku bankanna; Arion banka, Landsbanka og Íslandsbanka; væri hægt að reka Landspítalann í tvö og hálft ár, eða auka heilbrigðisútgjöld í 11% af landsframleiðslu, eins og undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar gengur út á. Reyndar gott betur, því 107 milljarðarnir sem bankarnir græddu sameiginlega í fyrra nægðu til að auka heilbrigðisútgjöld í 14% af landsframleiðslu.

Mest hagnaðist Arion banki, um 49,7 milljaðara króna, en Landsbankinn hagnaðist um 36,5 milljarða og Íslandsbanki um 20,6 milljarða. Gylfi Magnússon, fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra og dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, segir í samtali við Stundina að stór hluti þessa hagnaðar eigi á endanum að renna til ríkisins. Ástæða þess er að ríkið á í dag 100 prósent í Íslandsbanka, 98 prósent í Landsbankanum og 13 prósent hlut í Arion banka.

Þótt óhóflegur hagnaður kunni að hafa neikvæð áhrif á Íslendinga sem neytendur ættu áhrifin á Íslendinga sem skattgreiðendur að vera jákvæð.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Borgaralaun

Mest lesið

„Við munum þurrka þá út“
6
ErlentÁrásir á Gaza

„Við mun­um þurrka þá út“

Þrátt fyr­ir aukna and­stöðu við stríð­ið hafa al­menn­ir borg­ar­ar í Ísra­el litla sam­úð með Palestínu­mönn­um á Gaza. Þar hef­ur ísra­elski her­inn hef­ur auk­ið þunga í hern­að­ar­að­gerð­um í vik­unni. Ætl­un­in er að „klára verk­ið og full­komna ósig­ur Ham­as,“ sagði Benjam­in Net­anya­hu. Blaða­menn voru drepn­ir í vik­unni, börn svelta og al­þjóð­leg hjálp­ar­sam­tök senda frá sér sam­eig­in­legt ákall gegn nýrri lög­gjöf.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár