Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Útilokar ekki að setjast í ríkisstjórn á kjörtímabilinu – Bakkar frá kosningum: Orðalagið „stefnt sé að“ var lykilatriði

Formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins er snú­inn aft­ur í stjórn­mál­in og seg­ir að yf­ir­lýs­ing­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar og Sig­urð­ar Inga Jó­hanns­son­ar um kosn­ing­ar í haust, eft­ir fjöl­menn mót­mæli, hafi hugs­an­lega ver­ið bjart­sýni. Lyk­il­orð­in séu „stefnt sé að“. Nú sé kannski hægt að stefna að kosn­ing­um fyr­ir ára­mót.

Útilokar ekki að setjast í ríkisstjórn á kjörtímabilinu – Bakkar frá kosningum: Orðalagið „stefnt sé að“ var lykilatriði
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Bægir sér undan fréttamönnum eftir að hafa sótt heimild til forseta Íslands um að rjúfa þing. Mynd: Kristinn Magnússon

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, útilokar ekki að hann muni setjast í ríkisstjórn fyrir kosningar. Þetta kemur fram í viðtali við hann á forsíðu Morgunblaðsins í dag. „Ég met það hverju sinni hvað er best til að ná framgangi mála og mun gera það á hverjum degi. Það er mikilvægast,“ segir Sigmundur.

Í gærkvöldi sagði hann að lykilatriði í yfirlýsingum um að kosningar yrðu haldnar í haust væri orðalagið „stefnt sé að“. Í viðtali við RÚV útskýrði hann hvers vegna ríkisstjórnin hefði ekki raunverulega lofað að flýta kosningum til haustsins.

Sigmundur Davíð kennir stjórnarandstöðunni um og segir nú að „kannski“ sé hægt að „stefna að því að það verði kosið fyrir áramót“. Hann segir „fráleitt“ að ákveða kjördag.

Sigmundur vill ekki að kosningar séu haldnar fyrr en framsóknarmenn hafi náð að afnema verðtrygginguna og koma á heilbrigðu fjármálakerfi. 

Yfirlýsingar um kosningar í haust bárust samhliða afsögn Sigmundar Davíðs sem forsætisráðherra eftir að hann var staðinn að ósönnum yfirlýsingum og gekk út úr sjónvarpsviðtali. Í kjölfar þess mótmæltu tugþúsundir ríkisstjórninni og Sigmundi á Austurvelli, sem leiddi til afsagnar hans og yfirlýsinga um kosningar í haust. 

„Virkja lýðræðið í landinu“

Eftir afsögn Sigmundar sagði Bjarni Benediktsson að komið yrði til móts við kröfur um að virkja lýðræðið í landinu.

„En við ætl­um að stíga viðbót­ar­skref til þess að mæta kröf­um um að virkja lýðræðið í land­inu og til að koma til móts við þá stöðu sem hef­ur mynd­ast þá hyggj­umst við stefna að því að halda kosn­ing­ar í haust og stytta þar með kjör­tíma­bilið um eitt lög­gjaf­arþing.“

Þá sagði Sigurður Ingi Jóhannsson að einhugur hafi verið um að flýta kosningum í þingflokki Framsóknar. Þingflokkurinn fundaði reyndar án Sigmundar Davíðs sama dag og Sigmundur sótti sér umboð til forseta Íslands um að rjúfa þing, án þess að hafa ráðfært sig við þingflokkinn.

Lykilorðið „stefnt að“

Sigmundur útskýrði í samtali við RÚV í gærkvöldi hvernig ekki hefði raunverulega verið lofað kosningum í haust. „Þetta er einmitt lykilorð sem kemur bæði fram í máli fjármálaráðherrans og forsætisráðherrans núverandi að „stefnt sé að“, og það var alltaf sett í samhengi við að mönnum tækist að klára ákveðin mál. Með þessu var að sjálfsögðu verið að gera tilraun til að ná sem flestum saman um að klára þau mál í sameiningu.“ 

Nú segir Sigmundur að það hafi hugsanlega verið bjartsýni. „Þegar talað var um að kosningum yrði hugsanlega flýtt var það alltaf sett í samhengi við að þessi tilteknu mál yrðu kláruð fyrir þann tíma. Menn geta velt fyrir sér hvort það væri of mikil bjartsýni að það gæti tekist fyrir haustið, fyrir september, október. En hvað sem því líður, þá hefur þetta alltaf verið sett í samhengi við þessi verkefni.“ 

Kennir stjórnarandstöðunni um

Sigmundur sagði í viðtalinu við RÚV að það væri á ábyrgð stjórnarandstöðunnar að málin, sem hann vill að kláruð séu, hafi ekki klárast.

„En það sem gerðist hins vegar í beinu framhaldi af þessum fundi á tröppunum er að stjórnarandstaðan lýsti yfir vantrausti á ríkisstjórnina. Hún með öðrum orðum tók ekki þátt í samstarfi um þessi mál, hún reyndi að fella ríkisstjórnina. Það mistókst. Eftir það hafa menn tekist á um ýmis mál og kannski farið meiri tími í þau heldur en hefði þurft að vera.“

Þegar Sigmundur var spurður hvort hann teldi ekki rétt að halda kosningar í haust lýsti hann þeirri stefnu að boða kosningar í vor sem hvata fyrir stjórnarandstöðuna til að samþykkja mál ríkisstjórnarinnar. „Ég hef oft haldið því opnu, ef menn langaði til þess að viðhalda þessum hvata, til þess að kjósa fyrr, ef menn teldu að stjórnarandstaðan væri það áfram um að komast í kosningar sem fyrst, að þeir myndu gera eitthvað til þess að sú yrði raunin, þá yrði það allt í lagi.“ 

„Kannski er hægt að stefna að því í sameiningu að það verði kosið fyrir áramót.“

Nú sé hins vegar tekið að halla sumri. „Nú erum við komin allt í einu komin í þau stöðu að sumarið, það er ekki að klárast, en það er langt liðið á sumar, og menn eiga enn eftir að klára nokkur grundvallarmál. Mál sem þurfa að klárast áður en kemur til kosninga,“ sagði Sigmundur Davíð.

Þegar gengið var á eftir Sigmundi með tímasetningu kosninga sagði hann: „Kannski er hægt að stefna að því í sameiningu að það verði kosið fyrir áramót.“

Sigurður Ingi og Bjarni BenediktssonRæða við fréttamenn í tröppum Alþingis eftir mótmæli og greina frá fyrirætlunum um að flýta kosningum til hausts til að koma til móts við kröfur fólks.

 

Boðaði ofsafengin viðbrögð

Sigmundur boðaði fulla endurkomu sína í stjórnmál í bréfi til flokksmanna í fyrradag. „Á næstunni mun ég því aftur hefja fulla þátttöku í stjórnmálabaráttunni. Það mun vekja viðbrögð. Látið það ekki slá ykkur út af laginu. Viðbrögð, jafnvel ofsafengin viðbrögð gegn mér og okkur eru nú sem fyrr til marks um að andstæðingar telji sér að sér standi ógn af okkur.“

Hann gaf til kynna að áhrifamiklir andstæðingar stæðu gegn baráttu Framsóknarflokksins fyrir almannahagsmunum, en nefndi ekki hverjir andstæðingarnir væru eða útskýrði hvernig þeir ynnu gegn almannahagsmunum. „Að undanförnu höfum við til dæmis kynnst því að það er ekki auðvelt að berjast fyrir almannahagsmunum þegar menn mæta eins áhrifamiklum andstæðingum og þeim sem við höfum verið að takast á við.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Wintris-málið

Leyndu tilvist Wintris og greiddu ekki skatta í samræmi við lög
FréttirWintris-málið

Leyndu til­vist Wintris og greiddu ekki skatta í sam­ræmi við lög

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra og eig­in­kona hans við­ur­kenndu í bréfi til rík­is­skatt­stjóra að hugs­an­lega hefðu þau ekki far­ið að regl­um með því að skila ekki CFC-skýrsl­um. Þurftu að láta leið­rétta skatt­fram­töl mörg ár aft­ur í tím­ann. Út­svar, auð­legð­ar­skatt­ur og tekju­skatt­ur var endurákvarð­að­ur.
„Ég hef aldrei, aldrei, kynnst viðlíka óheiðarleika, virðingarleysi og lygum af hálfu fjölmiðlamanna“
FréttirWintris-málið

„Ég hef aldrei, aldrei, kynnst við­líka óheið­ar­leika, virð­ing­ar­leysi og lyg­um af hálfu fjöl­miðla­manna“

Jó­hann­es Þór Skúla­son, að­stoð­ar­mað­ur Sig­mund­ar Dav­íðs, fjall­ar um sam­skipti sem hann átti við Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son og sjón­varps­menn hjá sænska rík­is­sjón­varp­inu í að­drag­anda heims­frægs við­tals við fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra. Hann seg­ir far­ir sín­ar ekki slétt­ar.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár