Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Segist ekki hafa meint „tilmæli“

Björt Ólafs­dótt­ir um­hverf­is- og auð­linda­ráð­herra seg­ir að nefnd um veit­ingu íviln­ana hafi feng­ið leið­sögn en ekki til­mæli. Það sé „dálit­ið ný ég“ að þurfa að orða hlut­ina „á lög­fræði­máli“.

Segist ekki hafa meint „tilmæli“

Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir að með ummælum sínum um tilmæli til nefndar um veitingu ívilnana hafi hún verið að vísa til leiðsagnar sem nefndin hafi fengið og felist í yfirlýstri stefnu ríkisstjórnarinnar.

Þetta kemur fram í svari Bjartar við fyrirspurn Stundarinnar um málið en eins og fram kom í morgun er ekki rétt að nefnd um veitingu ívilnana til nýfjárfestinga hafi fengið tilmæli um breyttar áherslur við afgreiðslu umsókna. „Nefndin hefur ekki fengið slík tilmæli,“ segir í svari atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins við fyrirspurn Stundarinnar þar sem óskað var eftir upplýsingum um tilmælin sem Björt vísaði til í þingræðu.

Stundin óskaði eftir skýringum Bjartar á þessu. Í svari sínu segir hún: „Já það er auðvelt að útskýra það. Orðin „tilmæli“ og „leiðsögn“ eru í minni málnotkun mjög skyld og þegar ég ræddi þetta við Oddnýju Harðardóttur í þinginu var það sú hugsun sem ég vildi færa fram. Ég þarf að gæta að því hvernig ég orða hlutina, en ef ég segi alveg eins og er þá hafði ég ekki áttað mig á því að í notkun þessa orðs, í þessu samhengi, hefði svo ákveðna merkingu.  Það sem ég var að vísa til með orðum mínum er stefna ríkisstjórnarinnar. Hún er mjög skýr í þessum málum og kemur fram í stjórnarsáttmálanum. Þeirri leiðsögn hefur verið komið á framfæri til ráðuneytanna allra sem vinna nú eftir henni.“

Björt bregst einnig við fréttum Stundarinnar og Kvennablaðsins á Facebook. „Já góðan daginn. Kvennablaðið vill meina að ég hafi sagt Oddnýju Harðardóttur ósatt. Glæpurinn snýst um að ég notaði orðið "tilmæli" þegar við vorum að ræða stefnu ríkistjórnarinnar um ívilnanir til mengandi stóriðju, sem þessi ríkisstjórn ætlar að láta af. Staðreyndin er sú að orðin "tilmæli" og "leiðsögn" eru í minni málnotkun mjög skyld. Vafalaust þarf ég að vanda mig betur, orða hlutina á meira lögfræðimáli? Það verður dálitið ný ég, en ok. En svo það sé alveg skýrt þá var ég að vísa til stefnu ríkisstjórnarinnar. Hún er mjög skýr í þessum málum og kemur fram í stjórnarsáttmálanum. Og eftir honum vinna nú öll ráðuneytin.“ 

Þá gagnrýnir hún Stundina fyrir að hafa ekki birt svar sitt strax. „Ég svaraði reyndar blaðamanni Stundarinnar varðandi þetta mál, en honum hefur ekki fundist það mikilvægt að birta mitt svar í sinni grein. Geri það þá bara hér,“ skrifar hún og birtir svar sitt í heild. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár