Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Segir Pírata vilja að fólk geti „legið í sófanum hjá sálfræðingum daginn út og inn og látið hvítta tennurnar, allt í boði skattgreiðenda“

Brynj­ar Ní­els­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, held­ur áfram að hæð­ast að áform­um Pírata um að tann­lækn­ing­ar og sál­fræði­þjón­usta verði nið­ur­greidd fyr­ir alla lands­menn.

Segir Pírata vilja að fólk geti „legið í sófanum hjá sálfræðingum daginn út og inn og látið hvítta tennurnar, allt í boði skattgreiðenda“

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að Píratar vilji kollvarpa sjávarútveginum á Íslandi og jafnframt stjórnarskránni.

Þetta kemur fram í Facebook-færslu sem hann birti í dag. Þá hæðist hann að hugmyndum um borgaralaun og ýjar að því að Píratar vilji að iðjuleysingjar geti „setið heima við tölvuna á borgaralaunum, legið í sófanum hjá sálfræðingum daginn út og inn og látið hvítta tennurnar, allt í boði skattgreiðenda“.

Sigurður Hólm Gunnarsson, iðjuþjálfi og forstöðumaður á skammtímaheimili fyrir unglinga í Reykjavík, vakti mikla athygli í síðustu viku þegar hann skrifaði pistil um andleg veikindi sín, geðheilbrigðiskerfið á Íslandi og fordóma sem andlega veikt fólk þarf að þola.

Hann svarar Brynjari á Facebook-síðu sinni og skrifar: „Að þingmaður Sjálfstæðisflokksins geri ítrekað lítið úr fólki sem þarf á aðstoð sálfræðinga og tannlækna að halda er forkastanlegt og flokki hans til skammar.“

Vísar hann þar til ummæla Brynjars frá því í síðustu viku, þegar þingmaðurinn hæddist að að áformum Pírata um að tannlækningar og sálfræðiþjónusta verði niðurgreidd fyrir alla landsmenn með sama hætti og gildir um aðra heilbrigðisþjónustu. 

Brynjar er á meðal þeirra sem gefa kost á sér til áfram­hald­andi setu á Alþingi í próf­kjöri sjálf­stæðismanna í Reykja­vík sem fram fer þann 3. sept­em­ber næstkomandi. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálaflokkar

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu
FréttirStjórnmálaflokkar

Fóru í boðs­ferð til Krímskaga á Pútín­ráð­stefnu

Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur IMMI, og Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Pírata, fóru á áróð­urs­ráð­stefnu sem er fjár­mögn­uð af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. „Ég er ekki sér­stak­ur stuðn­ings­mað­ur Rússa, Kína, Banda­ríkj­anna né annarra stór­velda og gagn­rýni þau öll við hvert tæki­færi, líka þarna,“ seg­ir Birgitta.

Mest lesið

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár