Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Segir að Birgitta hljóti að vera „ein af skipuleggjendunum“ á bak við aðför að Viðreisn og Bjartri framtíð

Þing­flokks­formað­ur Við­reisn­ar gagn­rýn­ir mál­flutn­ing stjórn­ar­and­stöð­unn­ar í fjöl­miðl­um.

Segir að Birgitta hljóti að vera „ein af skipuleggjendunum“ á bak við aðför að Viðreisn og Bjartri framtíð

Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, segir að stjórnarandstaðan máli flokkana Viðreisn og Bjarta framtíð upp sem viljalaus verkfæri Sjálfstæðisflokksins. „Þú hlýtur að þekkja orðræðuna vegna þess að þú hlýtur að vera ein af skipuleggjendunum,“ sagði hún við Birgittu Jónsdóttur í umræðum á Alþingi í dag.

Birgitta Jónsdóttir hafði gert að umtalsefni ummæli sem Hanna Katrín lét falla í Silfrinu um helgina. Hélt Hanna Katrín því fram að fylgistap Viðreisnar og Bjartrar framtíðar mætti meðal annars rekja til þess að stjórnarandstaðan hefði lagt áherslu á að „heimfæra góðu verkin upp á Sjálfstæðisflokkinn“ og að „gera hag hans mikinn þarna og að sama skapi draga úr störfum hinna stjórnarflokkanna“.

Birgitta vitnaði í pistil eftir blaðamanninn Atla Þór Fanndal þar sem rýnt er í ummæli Hönnu Katrínar og samstarfsflokkar Sjálfstæðisflokksins gagnrýndir fyrir að hafa gefið eftir helstu stefnumál sín. 

„Mig langar í ljósi þessa að spyrja háttvirtan þingmann hvað það sé nákvæmlega sem við þingmenn stjórnarandstöðunnar höfum gert til að ausa lofi á Sjálfstæðisflokkinn. Hvað ætlar háttvirtur þingmaður að gera til að bregðast við því vantrausti sem hefur komið fram í skoðanakönnunum undanfarið, annað en að beina fingri að einhverjum öðrum?“ spurði Birgitta. 

Hanna Katrín þakkaði Birgittu fyrir tækifærið til að útskýra ummæli sín. „Þetta er rétt eftir mér haft. Misskilningurinn er hins vegar sá að ég var alls ekkert að kvarta. Þetta var bara viðurkenning. Þetta er eins og að vera tekin úr umferð í handboltanum í gamla daga,“ sagði hún og tók fram að hún hefði aðeins nefnt þetta í framhjáhlaupi í sjónvarpsþættinum. Þá taldi hún upp verkefni sem ríkisstjórnin væri að vinna að þökk sé Viðreisn, svo sem breytingar á lagaumhverfi mjólkuriðnaðarins, endurskoðun búvörusamnings og innleiðingu jafnlaunavottunar, og benti á að kjörtímabilið væri einungis nýfarið af stað. 

„Ætíð spyrt okkur við Sjálfstæðisflokkinn, 
sem litla bróður, sem litla valdalausa aðilann,
að við höfum gengist honum á hönd“

„Öll þessi mál eru unnin með hagsmuni almennings að leiðarljósi. Öll voru þau uppi á borðinu í kosningabaráttunni,“ sagði Hanna Katrín. Á þessum tímapunkti kallaði Birgitta fram í fyrir henni og spurði hvort Viðreisn hefði verið kosin til að draga vagn Sjálfstæðisflokksins. Hanna Katrín svaraði: „Þið hafið endalaust notið þess, svo ég svari því nú til, og það er ekki hægt annað en að fara bara í umræðu ykkar í fjölmiðlum almennt, ætíð spyrt okkur við Sjálfstæðisflokkinn, sem litla bróður, sem litla valdalausa aðilann, að við höfum gengist honum á hönd og svo framvegis. Þú hlýtur að þekkja orðræðuna vegna þess að þú hlýtur að vera ein af skipuleggjendunum. En þannig er þetta.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár