Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Segir að Birgitta hljóti að vera „ein af skipuleggjendunum“ á bak við aðför að Viðreisn og Bjartri framtíð

Þing­flokks­formað­ur Við­reisn­ar gagn­rýn­ir mál­flutn­ing stjórn­ar­and­stöð­unn­ar í fjöl­miðl­um.

Segir að Birgitta hljóti að vera „ein af skipuleggjendunum“ á bak við aðför að Viðreisn og Bjartri framtíð

Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, segir að stjórnarandstaðan máli flokkana Viðreisn og Bjarta framtíð upp sem viljalaus verkfæri Sjálfstæðisflokksins. „Þú hlýtur að þekkja orðræðuna vegna þess að þú hlýtur að vera ein af skipuleggjendunum,“ sagði hún við Birgittu Jónsdóttur í umræðum á Alþingi í dag.

Birgitta Jónsdóttir hafði gert að umtalsefni ummæli sem Hanna Katrín lét falla í Silfrinu um helgina. Hélt Hanna Katrín því fram að fylgistap Viðreisnar og Bjartrar framtíðar mætti meðal annars rekja til þess að stjórnarandstaðan hefði lagt áherslu á að „heimfæra góðu verkin upp á Sjálfstæðisflokkinn“ og að „gera hag hans mikinn þarna og að sama skapi draga úr störfum hinna stjórnarflokkanna“.

Birgitta vitnaði í pistil eftir blaðamanninn Atla Þór Fanndal þar sem rýnt er í ummæli Hönnu Katrínar og samstarfsflokkar Sjálfstæðisflokksins gagnrýndir fyrir að hafa gefið eftir helstu stefnumál sín. 

„Mig langar í ljósi þessa að spyrja háttvirtan þingmann hvað það sé nákvæmlega sem við þingmenn stjórnarandstöðunnar höfum gert til að ausa lofi á Sjálfstæðisflokkinn. Hvað ætlar háttvirtur þingmaður að gera til að bregðast við því vantrausti sem hefur komið fram í skoðanakönnunum undanfarið, annað en að beina fingri að einhverjum öðrum?“ spurði Birgitta. 

Hanna Katrín þakkaði Birgittu fyrir tækifærið til að útskýra ummæli sín. „Þetta er rétt eftir mér haft. Misskilningurinn er hins vegar sá að ég var alls ekkert að kvarta. Þetta var bara viðurkenning. Þetta er eins og að vera tekin úr umferð í handboltanum í gamla daga,“ sagði hún og tók fram að hún hefði aðeins nefnt þetta í framhjáhlaupi í sjónvarpsþættinum. Þá taldi hún upp verkefni sem ríkisstjórnin væri að vinna að þökk sé Viðreisn, svo sem breytingar á lagaumhverfi mjólkuriðnaðarins, endurskoðun búvörusamnings og innleiðingu jafnlaunavottunar, og benti á að kjörtímabilið væri einungis nýfarið af stað. 

„Ætíð spyrt okkur við Sjálfstæðisflokkinn, 
sem litla bróður, sem litla valdalausa aðilann,
að við höfum gengist honum á hönd“

„Öll þessi mál eru unnin með hagsmuni almennings að leiðarljósi. Öll voru þau uppi á borðinu í kosningabaráttunni,“ sagði Hanna Katrín. Á þessum tímapunkti kallaði Birgitta fram í fyrir henni og spurði hvort Viðreisn hefði verið kosin til að draga vagn Sjálfstæðisflokksins. Hanna Katrín svaraði: „Þið hafið endalaust notið þess, svo ég svari því nú til, og það er ekki hægt annað en að fara bara í umræðu ykkar í fjölmiðlum almennt, ætíð spyrt okkur við Sjálfstæðisflokkinn, sem litla bróður, sem litla valdalausa aðilann, að við höfum gengist honum á hönd og svo framvegis. Þú hlýtur að þekkja orðræðuna vegna þess að þú hlýtur að vera ein af skipuleggjendunum. En þannig er þetta.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár