Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Samtök atvinnulífsins leyndu launahækkun í hálft ár

Formað­ur Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness reyndi ít­rek­að að fá kjara­samn­ing Sam­taka at­vinnu­lífs­ins við flug­menn. Við­auki gerð­ur með leynd­ar­á­kvæði. Sam­tök­in sögðu ekki svig­rúm fyr­ir nema 3-4 pró­senta launa­hækk­un jafn­vel þó þau væru bú­in að gera leyn­i­samn­ing­inn við flug­menn með mun meiri hækk­un.

Samtök atvinnulífsins leyndu launahækkun í hálft ár
Erfið staða Björgólfur Jóhannsson er bæði forstjóri Icelandair og formaður Samtaka atvinnulífsins. Opinberun leynisamningsins við flugmenn Icelandair hefði getað haft mikil áhrif á kjarabaráttu annarra stétta og komið sér illa fjárhagslega fyrir atvinnurekendur og samtök þeirra.

„Þetta þýðir að þetta megi ekki koma fyrir augu almennings,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, aðspurður um kjarasamning Íslenskra atvinnuflugmanna og Samtaka atvinnulífsins vegna flugmanna Icelandair. Samningurinn var gerður í desember síðastliðnum og felur í sér launahækkun upp á rúmlega 300 þúsund til þriggja ára. Launahækkunin hjá flugstjórunum nemur 23,5 prósentum að sögn Vilhjálms sem birti samninginn á heimasíðu verkalýðsfélagsins á þriðjudaginn. 

Vilhjálmur er spurður út í orðalagið „Geymist hjá aðilum“ sem er að finna á tveimur síðustu blaðsíðum samningsins á sérstökum viðauka og svarar hann því til að hann túlki þessi orð sem svo að halda ætti samningnum leyndum. „Geymist hjá aðilum þýðir bara að það mátti engin vita af þessu nema aðilar málsins.“ Samningurinn hefur nú þegar haft nokkur áhrif á kjaraumræðu síðustu daga og kann að hafa skapað hærra launaviðmið fyrir kjarabaráttu annarra stétta en flugmanna. Viðauki samningsins var eingöngu undirritaður af fulltrúum félags íslenskra atvinnuflugmanna og fulltrúum Icelandair en ekki neinum fulltrúa frá Samtökum atvinnulífsins.  

Icelandair er að stærstu leyti í eigu íslenskra lífeyrissjóða og þar með sjóðsfélaga þeirra. Eignarhald flugfélagsins skiptir máli í umræðunni um leynisamninginn þar sem fyrirtækið er á endanum að stærstu leyti í eigu almennings í gegnum lífeyrissjóðina. Þarna er því um að ræða að fyrirtæki sem er í opinberri eigu í gegnum lífeyrissjóði launþega hefur leynt kjarasamningi sem getur haft mótandi áhrif á kjarabaráttu annarra stétta í landinu og þar af leiðandi komið sér illa fyrir Samtök atvinnulífsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kjaradeilur 2015

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár